Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Page 10
10 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2021
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson
síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Skipulags- og samgönguráð
Reykjavíkur borgar veitir árlega
viðurkenningar fyrir fallegar
stofnana-, fyrirtækja- og fjöl-
býlishúsalóðir og fyrir vandaðar
endurbætur á eldri húsum.
Nokkrar fasteignir í Vesturbæ
og Miðborg hlutu fegrunnar-
viðurkenningar Reykjavíkur-
borgar að þessu sinni en þær
eru veittar á afmælisdegi borgar-
innar 18. ágúst ár hvert. Afhend-
ing viðurkenninga fór fram í
Höfða. Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri og Pawel Bartoszek
formaður umhverfis- og skipu-
lagsráðs Reykjavíkurborgar
veittu viðurkenningarnar.
Að þessu sinni var Fríkirkju
v e g u r 1 1 v i ð u r k e n n i n g a r
að njótandi. Húsið var reist
á árunum 1907 ril 1908 eftir
teikningum Einars Erlends
sonar fyrir athafnamanninn
Thor Jenssen. Húsið er friðlýst
og hefur staðið að mestu óbreytt
frá upphafi en gengist undir tölu
verðar viðhaldsframkvæmdir
á undanförnum árum. Húsið er
eitt besta dæmi Reykjavíkur um
framúrskarandi varðveislu hvað
byggingarstíl, byggingarefni og
handverk varðar.
Hátún 8
Hátún 8 er byggt árið 1963 eftir
teikningum Sigvalda Thordarson
arkitekts og er með þekktari fjöl
býlishúsum í Reykjavík. Húsið
er sjö hæðir auk efri og neðri
kjallara. Sigvaldi lagði áherslu á
sérbýlið í fjölbýlinu við hönnun
hússins. Nýlegar endurbætur á
húsinu sem stóðu yfir um árabil
hafa miðast að því að varðveita
upprunaleika hönnunar Sigvalda.
Skólastræti 5
Skólastræti 5 er búðarhús
Einars Jónssonar „snikkara“ sem
var reist árið 1856 og er meðal
elstu húsa í Reykjavík. Í því má
lesa hvernig lítil 19. aldar íbúðar
hús stækkuðu eftir tísku og
efnahag er leið á öldina en húsið
var lengt til norðurs og byggður
á það breiður miðju kvistur 1865.
Árið 1889 var það síðan hækkað
um eina hæð. Húsið er eitt af
elstu íbúðarhúsum í miðbæ
Reykjavíkur en það hefur jafn
framt ótvírætt gildi sem partur af
hinni upprunalegu timburhúsa
byggð sem prýðir brekkuna
austan Lækjargötu.
Íþaka
Íþaka var reist sem bókhlaða
Menntaskólans í Reykjavík árið
1867 og er það hlaðið steinhús
úr höggnum grásteini. Danski
byggingarmeistarinn C Klentz sá
um byggingu og líklega hönnun
þess. Upphaflega voru útveggir
kalkaðir og þak skífulagt. Boga
dregnir pottjárnsgluggar prýddu
allar hliðar hússins. Íþaka er
partur af elstu og heillegustu
götumynd Reykjavíkur en götu
myndin einkennist af húsum sem
byggð voru á 18. og 19. öld og
eru nú friðlýst. Nýlegar endur
bætur á Íþöku sem gerðar voru
eftir teikningum Argos arkitekta
miðuðust að því að færa húsið
sem næst upprunalegu útliti.
Tjarnargata 28
Tjarnargata 28 var byggt fyrir
Eggert Briem skrifstofustjóra
árið 1907 en hönnuður þess er
ókunnur. Upphaflegt hús var reist
með porti, risi og kjallara í báru
járnssveitserstíl sem einkennir
byggðina undir Tjarnarbrekkunni.
Gildi hússins er því mikið fyrir
þá röð friðlýstra timburhúsa sem
reist voru í byrjun 20. aldar í sam
bærilegum byggingarstíl.
Suðurgata 12
Suðurgata 12 er stofnanalóð.
Um er að ræða gagngera
endurnýjun á lóðinni þar sem
vel hefur verið vandað til verka.
Garðurinn fegrar alla götumynd
Suðurgötunnar einnar elstu
götu í gömlu Reykjavík. Neðst
í lóðinni við gangstétt á Suður
götu er komið fyrir listaverki
eftir Kristin Hrafnsson sem
er skemmtileg viðbót við góða
hönnun lóðarinnar.
Viðurkenningar fyrir fjölbýlishúsalóðir
og endurbætur á eldri húsum
Þeir sem tóku við viðurkenningum í Höfða ásamt Degi B. Egg-
ertssyni borgarstjóra og Pawel Bartoszek formanni umhverfis- og
skipulagsráðs.
Vesturbær og Miðborg
Afgreiðslutími:
Mán: 11-16
Þri-fös: 11-18
Lau: 11-16
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
systrasamlagid.is
@systrasamlagid
Sími: 511 6367
Dekraðu við þig
og þína í Desember
Jógadýnur og fylgihlutir
allskonar jógadýnur og fylgihlutir.
endurunninn ull og korkur frá asanas.
klassískar frá manduka.
Jóga-og kósýföt
Lífrænn og umhverfisvænn
dásemdar fatnaður sem
þú vilt verja 80% af tíma þínum í.
buxur, bolir, samfestingar,
túnikur og kjólar.
Ripple, Spiritual Gangster, BySirrý.
baðdekur af bestu gæðum
Fjölbreytt spa- og baðlína: Húðburstar, svampar, hanskar, naglaburstar,
hárbönd, augnhvílur og allskyns. Hydréa London hlaut nýlega “good brand
award” fyrir umhverfisvitund og sjálfbærni.
Leiðandi í baðdekri í heiminum í dag.
kyngimögnuð ítölsk kerti
umhverfisvæn kerti að fornum ítölskum sið.
mynd- og orðaskreytt með háskerpu vaxprentunartækni.
einstök í heiminum.
kerti er ekki bara vax. kerti er list.
Hverjir verða í næstu borgarstjórn?
Sveitarstjórnarkosningar eru á komandi vori.
Gera má ráð fyrir að fljótlega upp úr áramótum
fari framboðsaðilar að setja sig í stellingar hvort
sem efnt verður til prófkjöra eða framboð ákveðin
með öðrum hætti. Líklegt verður að teljast að
margir borgarfulltrúar hyggi á áframhaldandi setu
en einhverra breytinga kann þó að vera að vænta.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun ekki
búinn að ákveða hvort hann muni gefa kost á sér
til þess að leiða framboðslista Samfylkingarinnar
og vera borgarstjórnarefni. Ákveði hann að halda
áfram er ekki gert ráð fyrir miklum breytingum
en ákveði hann að hætta getur komið til þess að
tekist verði á um oddvitasætið og ekki enn víst
hverjir muni sækjast eftir því. Bæði Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir og Pavel Bartosek munu hyggja á
framhald í borgarstjórn og ekki búist við miklum
breytingum hjá Viðreisn. Einhverjar hugmyndir
eru uppi um að Þórdís Lóa verði borgarstjóraefni
núverandi meirihluta kjósi Dagur að draga sig í
hlé. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins
hefur gefið til kynna að hann hyggist leiða lista
flokksins og Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti
í dag hyggur einnig á framhald. Minna er vitað
um aðra borgarfulltrúa flokksins en engir hafa að
minnsta kost enn sem komið er ákveðið að gefa
ekki kost á sér. Listi Sjálfsstæðiflokksins gæti því
orðið lítið eða ekkert breyttur frá því sem nú er að
því gefnu að prófkjör hrófli ekki mikið við honum.
Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum hyggst halda
áfram og einnig Sanna Mörtudóttir sem situr
í borgarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn. Sigurborg
Ósk Haraldsdóttir sem var borgarfulltrúi Pírata er
hætt í borgarstjórn og flutt til Húsavíkur en ekki er
vitað um fyrirætlanir Dóru Bjartar Guðjónsdóttir
eða Alexöndru Briem. Ekki er heldur vitað hverjir
hyggja á framboð fyrir Framsóknarflokkinn. Hann
hefur ekki átt fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur að
undanförnu en í ljósi nýafstaðinna Alþingiskosninga
getur hann átt góða möruleika á borgarfulltrúasæti.
Það getur þó ráðist af því hver mun leiða lista
flokksins og hversu sýnilegir efstu menn hans
verða. Miklar lýkur eru á að Flokkur fólksins eigi
möguleika á sæti í borgarstjórn og spurning um
hvort Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi verði
áfram í borgarstjórn á hans vegum. Miðað við
niðurstöðu þingkosninganna og skoðanakannana
að undanförnu er ekki líklegt að Miðflokkurinn nái
manni í borgarstjórn bjóði hann fram. Af öðrum
framboðum hafa ekki borist fregnir enn sem komið
er enda nóvember og kosningar að vori. Ný framboð
gætu því átt eftir að skjóta kollinum upp.
Næstu borgarstjórnarkosningar verða 14. maí nk.
www.borgarblod.is