Vesturbæjarblaðið - dec 2021, Síða 14

Vesturbæjarblaðið - dec 2021, Síða 14
14 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2021 Nú eru liðin 150 ár frá því sjómenn á opnum árabátum við Kollafjörð: í Reykjavík, Engey og á Framnesinu, sem við nefnum nú Seltjarnarnes tóku afgerandi forystu í fiskveiðum og útgerð á Suðvesturhorni landsins. Þetta gerðu þeir með miklu stærri og breyttum bátum (Engeyjarlag) bættum stýrisbúnaði, voldugri siglu og betri seglabúnaði. Þeir lærðu að sigla. Í kjölfarið sóttu þeir miklu lengra út á Flóann, öfluðu betur og oftar og seldu aflann úr landi með mun meiri hagnaði en áður tíðkaðist. Þessir fullhugar lögðu grunninn að hinni miklu þilskipaútgerð við Faxaflóann, frá 1880 til 1910, sem aftur varð nauðsynleg forsenda fyrir vélvæðingu bátaflotans, togaraútgerð og tröllauknum hafnarframkvæmdum í Reykjavík frá 1913. Nú er þessi merka saga ekki oft rifjuð upp. En hún má ekki gleymast. Fátt er nú til marks um þá sögu sem hér hefur verið drepið á. Norðurstrandlengja Reykjavíkur, frá Ánanaustum að Elliðaánum er nú löngu gjörbreytt og manngerð og hinar gömlu varir þessara merku sjómanna, löngu horfnar. En Grásleppuskúrarnir við Ægisíðu, sem standa þar enn eru í raun okkar einu minjar um smábátaútgerð í Reykjavík. Útgerð grásleppubáta var við Grímstaðavör langt fram eftir 20. öldinni og þegar mest var voru sextán bátar gerðir út frá Ægisíðunni. Skúrarnir þar og vörin eru því okkar einu kennimörk um smábátaútgerð í Reykjavík. Ef við viljum í raun vera menningarsamfélag sem kann einhver skil á sinni atvinnusögu verðum við að standa vörð um þessar minjar. Það er því dapurlegt að horfa upp áhugaleysi borgar­ yfirvalda þegar kemur að þeirri viðleitni að varðveita og viðhalda þessum merku minjum. Grásleppuskúrarnir og umhverfi þeirra hafa verið í niðurníðslu svo árum skiptir. Í meirihlutatíð okkar sjálfstæðismanna var hafist handa við endurgerð þeirra á árunum 2006 til 2010 í góðu samstarfi við íbúa og borgarminjavörð. Þá var unnin tillaga um varðveislu skúranna af Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekt og hugmyndir settar fram um hvernig hægt væri að nýta þá og halda sögu þeirra til haga. Um var að ræða metnaðarfullar tillögur sem myndu auka möguleika á nýtingu skúranna og svæðisins í heild með auknum tækifærum til náttúruskoðunar og fræðslu. Þannig yrði saga smábátaútgerðar þar varðveitt og henni gerð skemmtileg skil, t.d. með opnu margmiðlunarsafni og jafnvel stuttum ferðum með árabátum út á Skerjafjörð. Auk þess var gert ráð fyrir að nýta skúrana sem útikennslustofur fyrir leik­ og grunnskóla. Lítið hefur þokast síðan árið 2006 í að ljúka við endurgerð skúranna fyrir utan að búið er að gera vestasta skúrinn upp en enn á eftir að ljúka við endurgerð hinna skúranna og varðveislu þeirra minja á svæðinu sem tengjast sjósókninni frá Grímstaðavör. Í liðinni viku samþykktu borgaryfirvöld enn eina menningarstefnuna en hún kveður á um að hlúa eigi að og færa menninguna út í hverfin. Þessum sömu borgaryfirvöldum hefur hins vegar ekki tekist að ljúka við endurgerð þessara mikilvægu menningarminja. Væri ekki nær að tala minna um menninguna en láta þess í stað verkin tala. Höfundur. Marta Guðjónsdóttir. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. BÍLAVIÐGERÐIR GRANDA FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK S: 562 5999 S: 669 5999 Söguminjar við Grímstaðavör Bílastuð Eignaumsjónar - þrjár þjónustuleiðir í boði: » Bílastuð 0 - úttekt á hleðsluaðstöðu og framkvæmdaáætlun » Bílastuð 1 - sérhæfð innheimta fyrir húsfélög vegna rafbílahleðslu » Bílastuð 1+1 - heildarumsjón með rafbílahleðslu í húsfélögum Er hleðslukerfi rafbíla hausverkur í húsfélaginu? STUÐ 1 Við aðstoðum við að leysa málin með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi! Allt frá úttekt á fyrirkomulagi til heildarumsjónar með rafbílahleðslukerfi húsfélagsins. thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is 2x14 = 99 mm x 140 mm STUÐ 0 Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi. Við setjum upp hleðslustöðvar á 60 stöðum í borginni næstu þrjú árin. Hjálpaðu okkur að finna réttu staðina. Sendu okkur tillögu á reykjavik.is/hledsla Hvar vilt þú hlaða batteríin? Bas rinn nytjamarkaður austurveri Háaleitisbraut 68 sími 562 6700 Opið virka daga 12-18 Basarinn nytjamarkaður austurveri Háaleitisbraut 68 sími 562 6700 Opið virka daga 12-18

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.