Feykir - 20.01.2021, Side 7
Kvennalið Tindastóls í knatt-
spyrnu tryggði sér sæti í Pepsi-
Max deildinni að ári með því að
leggja lið Völsungs á Húsavík
að velli með öruggum fjögurra
marka sigri. Góður árangur það.
Október
Geitaostagerð í Fljótum
Í 38. tölublaði segir frá því að á
Brúnastöðum í Fljótum hefði
matarsmiðja verið í smíðum
undanfarin misseri og væru
fyrstu afurðirnar væntanlegar
á markað. Þar er um að ræða
skagfirska geitaosta en geiturnar
sem spranga um undir fjall-
garðinum á Brúnastöðum gefa
af sér feita og próteinríka mjólk
sem hentar vel til ostagerðar.
Sameiningarnefnd sveitar-
félaganna í Austur-Húnavatns-
sýslu samþykkti að leggja til við
sveitarstjórnir sveitarfélaganna
fjögurra, Húnavatnshrepps,
Blönduósbæjar, Skagabyggðar
og Sveitarfélagsins Skagastrand-
ar, að hafnar yrðu formlegar
sameiningarviðræður. Í því felst
að sveitarfélögin hefja formleg-
ar sameiningarviðræður sem
lýkur með kosningu íbúa.
Sköruleg kona heiðruð
39. tölublað Feykis var að mestu
helgað kvennaknattspyrnu
á Sauðárkróki og afrekum
Stólastúlkna sem urðu Lengju-
deildarmeistarar 2020. Nokkrar
almennar fréttir slæddust þó
með.
Samfélagsverðlaun Skaga-
fjarðar voru veitt í fimmta
sinn en þau eru árlega veitt
þeim einstaklingi, fyrirtæki,
stofnun eða félagasamtökum í
Sveitarfélaginu Skagafirði sem
þykja standa sig afburða vel
í að efla skagfirskt samfélag.
Verðlaunin að þessu sinni
hlaut Helga Sigurbjörnsdóttir,
fyrrverandi leikskólastjóri á
Sauðárkróki en hún lagði drjúg-
an skerf til félags- og fram-
faramála í samfélaginu í marga
áratugi, bæði í þágu barna á
Sauðárkróki en einnig sem öflug
kvenfélagskona og formaður
Kvenfélags Sauðárkróks um
árabil þar sem hún lagði mörgu
þörfu málefni lið. Einnig var
Helga formaður Félags eldri
borgara og virkur meðlimur í
fleiri félögum.
Helga lést eftir erfið veikindi
rúmum tveimur vikum eftir
afhendingu verðlaunanna.
Sveitarstjórn Húnaþings
vestra, ásamt sveitastjórnum
Dalabyggðar, Strandabyggðar
og Reykhólahrepps, lýstu yfir
þungum áhyggjum af lágu
afurðaverði til sauðfjárbænda
og seinagangi við birtingu af-
urðastöðvaverðs haustið 2020.
Í fundargerð sveitarstjórnar
Húnaþings vestra sagði að sauð-
fjárrækt sé mikilvæg búgrein
þessara sveitarfélaga og ein af
forsendum búsetu í dreifbýli
en rúmlega 21% af framleiðslu
kindakjöts í landinu fór fram
í þessum sveitarfélögum árið
2019.
Bent var á að í heimsfaraldri
vegna COVID-19 fengu Íslend-
ingar áminningu um mikilvægi
innlendrar matvælaframleiðslu
og áréttað að skapa þurfi
greininni stöðugleika í rekstri til
lengri tíma og styðja á öflugan
hátt við innlenda matvæla-
framleiðslu.
Eldsneytissala aflögð hjá
Bjarna Har
Bensínsölu var hætt hjá Verslun
Haraldar Júlíussonar eftir hart-
nær 87 ára bensínsölu á vegum
verslunarinnar. Kaupmaðurinn
síungi, Bjarni Haraldsson sem
fagnaði 90 ára afmæli þann 19.
mars sl., sagði tilfinninguna
vera dálítið óþægilega en hann
reiknaði með að hann ætti eftir
að jafna sig. „Þetta er langur
tími. Ég hef verið þriggja ára
þegar bensíndælan kom fyrst.
Þetta hefur gengið vel en nú vill
heilbrigðisfulltrúi losa okkur við
dæluna,“ segir Bjarni í samtali
við blaðamann Feykis, ekki
fullsáttur.
Menntamálastofnun gaf
út verkefnabók eftir Berglindi
Glæsileg viðbygging er risin við Blönduskóla.
MYND: BLÖNDUÓS.IS
verkum eða jafnvel tíu gjafabréf
í fótsnyrtingu, þannig að ég bað
fólk bara að setja pening í kassa
því ég vildi gera eitthvað fyrir
samfélagið og niðurstaðan var
góð,“ sagði Ásta sem ákvað að
fjárfesta í tólf fermetra garðskúr
og afhenda Skammtímadvöl.
Gjöfin var svo afhent formlega í
byrjun nóvember.
Og fleiri gáfu gjafir. Í
októberlok var tilkynnt um
að Kaupfélag Skagfirðinga og
dótturfyrirtæki þess í matvæla-
framleiðslu ætluðu að gefa
fólki í erfiðleikum matvöru,
sem svarar til 40.000 máltíða,
fram til jóla. „Þetta er alger
himnasending,“ sagði Ásgerður
Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálparinnar, í samtali
við Morgunblaðið. . „...Þegar
skyndilegur vandi af þessari
stærðargráðu steðjar að finnst
okkur það einfaldlega vera
skylda okkar að leggja okkar
af mörkum til þeirra sem verst
standa. Okkur hefur gengið
vel á undanförnum árum að
skapa verðmæti úr þeim miklu
auðlindum þjóðarinnar til
sjávar og sveita sem okkur er
treyst fyrir og við viljum með
þessu framlagi sýna samstöðu
með þeim vanda sem öll þjóðin,
og ekki síst þeir sem mest eiga
undir högg að sækja, horfist í
augu við um þessar mundir,“
sagði Þórólfur Gíslason við
Feyki.
Líf færðist í endurbyggt
húsnæði Ámundakinnar við
Húnabraut 4 á Blönduósi þegar
þrír aðilar tóku þar til starfa
en undanfarin tvö ár hefur
verið unnið að gagngerum
endurbótum á húsinu og
lóðinni í kring. Það voru
Ungmennasamband Austur-
Húnavatnssýslu (USAH)
og Ungmennafélagið Hvöt,
brauðgerðin Húnakaffi og
Hárgreiðslustofa Bryndísar
Braga sem fluttu í húsið en
einnig mun ÁTVR flytja verslun
sína í húsið og opna þar á
næstunni, segir í fréttinni.
Nýr skagfirskur geisladiskur
var gefinn út en hann gerðu þeir
félagar Guðmundur Ragnarsson
og Róbert Óttarsson á Sauðár-
króki með fulltingi Helga Sæ-
mundar (Úlfs Úlfs), sem sá
um hljóðfæraleik, útsetningar
fjögurra af fimm lögum. Þetta er
annar diskur þeirra Guðmundar
og Róberts og ber hann heitið
Tíminn flýgur.
Öflug Textílmiðstöð
og knáir knapar
Í 43. tölublaði segir frá því
að Textílmiðstöð Íslands og
Þekkingarsetur á Blönduósi
Ouse, ungur tónlistarmaður á Sauðárkróki, gerir það gott í músíkinni.
AÐSEND MYND
Tindastólsstúlkur fagna sigri í Lengjudeildinni og sæti í efstu deild eftir sigur á liði
Völsungs á Húsavík. MYND: GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
Björnsdóttur, kennara í Blöndu-
skóla. Verkefnabókin heitir
Auðlesnar sögur og inniheldur
hún fjölbreytt verkefni með
auðlesnum sögubókum, eink-
um ætluð nemendum á ungl-
ingastigi. Verkefnin eru á
rafrænu formi til útprentunar
og hægt að velja á milli sex bóka.
Fjölbrautaskóli Norðurlands
vestra hafnaði í þriðja sæti
í könnun Sameykis á Fyrir-
myndarstofnunum árið 2020 í
flokknum Stofnun ársins með
50 starfsmenn eða fleiri og
hlaut fyrir vikið sæmdarheitið
Fyrirmyndarstofnun. Fram
kom á heimasíðu FNV að
starfsfólk skólans væri „soldið
pínu stolt“ eins og sagt er upp á
hreinræktaða króksku.
Útflutningsmet slegið
Met var slegið í útflutningi
þegar Hoffell, skip Samskipa,
lestaði 75 gáma til útflutnings,
alls 1331 tonn en aldrei fyrr
höfðu svo margir gámar eða
þyngd farið um borð í eitt skip
frá Sauðárkróki. Daginn eftir
fóru 19 gámar um borð í Selfoss,
flutningaskip Eimskips, alls 277
tonn. Aðspurður sagði Dagur
Þór Baldvinsson, hafnarstjóri,
að ástæða umsvifanna væri
margþætt, það væri sláturtíð,
frystitogarar að landa, Steinull
að senda framleiðslu sína er-
lendis líkt og Dögun og Flokka
sem væri að koma flokkuðu
rusli til sinna kaupenda sem
endurvinna það.
Sveitarstjórn Húnavatns-
hrepps hafði miklar áhyggjur
af ástandi Kjalvegar og skoraði
á Vegagerðina að ráðast í
undirbúningsaðgerðir til að
bæta ástand vegarins. Í bókun
sveitarstjórnar sagði að vegur-
inn væri á stórum köflum
niðurgrafinn sem gerði það
að verkum að vatn rynni eftir
veginum og hefði haft þær
afleiðingar að allt efni væri farið
úr honum. Lagði sveitarstjórn
jafnframt áherslu á að vegur-
inn yrði settur á 1. tímabil
samgönguáætlunar.
Riðusmit var staðfest á fjór-
um bæjum í Tröllaskagahólfi
í Skagafirði en þar hafði ekki
greinst riða í 20 ár. Bæirnir sem
um ræðir voru Stóru-Akrar og
Grænamýri í Blönduhlíð, Syðri
Hofdalir í Viðvíkursveit og Hof
í Hjaltadal.
Nóvember
Gjafir voru gefnar
Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðár-
króki sýndi forsjálni og hélt upp
á 60 ára afmæli sitt í september
í hléi milli kórónuveirubylgna
þó afmælisdagurinn væri ekki
fyrr en 1. nóvember. Ásta þáði
ekki gjafir í tilefni tímamótanna
en bað fólk að leggja í púkk til
að gefa til Skammtímadvalar
á Sauðárkróki. „...sextugar
kerlingar þurfa ekki mikið á
afmælisgjöfum að halda. Mig
langaði einhvern vegin ekki að
fá fullt af blómavösum, mál-
03/2021 7