Feykir


Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 11

Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Borð.. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Á að dekra við kallinn á bóndadaginn? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Já auðvitað, bara ekki segja honum frá því...“ Karítas Sigurbjörg Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Sunna Gestsdóttir bætti 19 ára gamalt Íslandsmet í 100 metra hlaupi kvenna á móti í Gautaborg í júlí árið 2004 á tímanum 11,90. Síðar um sumarið bætti hún metið á ný á móti í Reykjavík er hún rann brautina á 11,63 sekúndum en hún keppti á þessum tíma fyrir UMSS. Í dag er þetta þriðji besti tími Íslandssögunnar. Ótrúlegt, en kannski satt, þá setti Banda- ríkjamaðurinn Larry Lewis heimsmet er hann hljóp 100 yarda á 17,8 sek. árið 1969. Hann keppti í flokki 100 ára og eldri. 100yd = 91.44m Tilvitnun vikunnar Það er ágætt að vera mikilvægur en það er mikilvægara að vera ágætur. – John Templeton „Hann fær nú a.m.k. eitthvað fallegt.“ Hanna María Gylfadóttir „Já gott dekur er gulli betra enda á hann ekkert nema það besta skilið, þessi elska.“ María Björk Ingvadóttir LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Betur sjá augu en eyru. F matreiðslurjómanum við vægan hita. Bætið svo kjúklingateningi saman við og hrærið vel í sósunni. Ofnbakar sætar kartöflur: 2 sætar kartöflur, frekar stórar 4-5 msk. olífuolía 1 msk. púðursykur 11/2 msk. paprikuduft 1/2 tsk. malaður svartur pipar 1 tsk. laukduft 1 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. kjúklingakrydd 1/2 tsk. chiliduft smá cayenne pipar Aðferð:Kartöflurnar eru flysjaðar og skornar í litla bita. Öllu blandað saman og sett í eldfast mót og inn í 200-220°C heitan ofn í 20-25 mín- útur. Tilbúið! Athugið að ef bitarnir eru stærri þarf að hafa þetta lengur í ofninum eða 35-40 mínútur. EFTIRRÉTTUR Einn fljótlegur 500 ml rjómi 1 lítil dós KEA vanilluskyr 1 tilbúinn brúnn marengs botn ávextir, ber eða nammi sem þér finnst gott Aðferð: Marengsbotninn er mul- inn niður í fat. Rjóminn er þeyttur og vanilluskyrið hrært út í rjómann með sleikju. Setjið ávextina, berin og nammið út í blönduna í því magni sem þið viljið. Betra er að byrja á því að setja lítið í einu og hræra með sleikjunni, setja svo meira ef vill. Ég nota oftast jarðarber, bláber, kókosbollu og súkkulaðirúsínur. Rjómablandan er svo lögð yfir marengsbotninn og skreytt að vild. Gott er að leyfa réttinum að standa smá stund áður en hann er borinn fram til þess að marengsbotninn blotni svolítið. Verði ykkur að góðu! Ragnar Heiðar skorar á Friðrik Má Sigurðsson, Lækjamóti í Víðidal. Grillað folaldafille með fíneríi Matgæðingur vikunnar er Ragnar Heiðar Ólafsson, sonur Ólafs Jónssonar og Sigurbjargar Rögnvaldsdóttur sem eru oft kennd við Helluland í Hegranesinu. Ragnar býr á Hvammstanga og er um- sjónamaður Félagsheimilisins í þeim fallega bæ. „Þegar kemur að því að elda hugsa ég alltaf stórt og flókið sem kemur bragðlaukunum á óvart, enda alinn upp af kokk og ætti ekkert annað að koma á óvart. Folaldakjöt er í matinn í hverri viku á mínu heimili enda mitt uppáhald og er þetta auðveld aðferð sem allir eiga að ráða við,“ segir Ragnar Heiðar. AÐALRÉTTUR Grillað folaldafille með ofnbökuðu grænmeti, sætum kartöflum og piparostasósu Folaldafille: 500 g folaldafille olía salt pipar blóðberg og bláber (notað í mareneringu) Aðferð: Blandið saman í skál, salti, pipar, laufunum af blóðberginu og stappið bláberunum saman við. Ég hafði einnig greinarnar af blóð- berginu með. Setjið u.þ.b.. 2-3 msk. af olíu saman við og hyljið kjötið. Mér finnst best þegar ég marinera kjöt að hafa það að lágmarki í 2-3 tíma á eldhúsborði, oft hef ég það lengur ef tími gefst til. Einnig sný ég kjötinu nokkrum sinnum við er það liggur í mareneringu. Ég grillaði kjötið, byrjaði á að loka kjötinu á öllum hliðum. Því næst færði ég það upp á efri grind grillsins og lét það vera þar í u.þ.b. tíu mínútur. Ég grilla kjötið þannig að það sé medium/rare. Ofnbakað grænmeti: 2-3 gulrætur, skornar langsum 1/2 brokkolí haus 1 laukur 7 hvítlauksgeirar 4 stilkar sellerý 1 fersk rauðbeða olía salt og pipar Aðferð: Skar allt niður og raðaði í eldfast fat, kryddaði og setti smá olíu yfir. Bakist við 150°C í 40 mín. Piparostasósa: 500 ml matreiðslurjómi 1/2 piparostur – eða meiri, smekksatriði 1/2 kjúklingateningur Aðferð: Bræðið piparostinn í ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Ragnar Heiðar Ólafsson. MYND AÐSEND „Já... eins og alla aðra daga.“ Ragndís Hilmarsdóttir 03/2021 11 Vísnagátur Sveins Víkings Fullu á það engir sjá. Eru tvö á skipi. Fjórum fótum oftast á. Efni í smíðisgripi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.