Feykir


Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 2
Það er kominn þriðjudagur, fyrsti vinnudagur eftir páska- helgi. Ég sit fyrir framan tölvuna og klóra mér í höfðinu yfir því um hvað ég ætti nú að skrifa. Ýmislegt hefur gerst á fáum dögum eins og afnám nauðungarvistunar á sóttvarnarhóteli, ný gossprunga á Reykjanesinu og fleiri og fleiri munstra sig í Fávita- varpið, en svo kallast Facebook- hópur sem safnar „skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft,“ eins og segir í lýsingu hóps- ins. „Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsend- inguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum,“ segir jafnfram þar. Þetta athæfi fólks sem veifar í myndavélarnar fer í taugarnar á mörgum og hafa orðið blaðaskrif um það. Ég sat fyrir framan sjónvarpið og sá einn um helgina sem brosti og veifaði til myndavélar RÚV og ég hrópaði upp yfir mig: Sjáiði fávitann! Svo hugsaði ég með mér, er ég varð þess var að ég sat einn í stofunni, að ég væri fávitinn. Þetta var ekki eina efnið sem ég horfði á í imbanum þessa páskahelgi. Fátt situr eftir annað en Helgi Björns og félagar í lokaþætti Heima með Helga. Frábærir þættir að mínu mati þar sem gleðin ræður, söngur og grín. Ég væri til í fleiri slíka þætti. Hef heyrt af svipuðum þætti á Stöð 2 með Ingó veðurguð og fær sá mjög góða dóma þeirra sem ég þekki. Hef sjálfur ekki aðgang að þeirri sjónvarpsstöð og hef því miður ekki horft á neinn þátt ennþá. Reyndi að horfa á Straumar á RÚV en gafst upp, fannst þeir ekki ná stemningu meðan ég horfði. Öll lögin dempruð niður og léttleikinn sendur til Burtistan. Hef ekki fengið mig til að setjast aftur fyrir framan skjáinn meðan sá þáttur er sýndur en vonandi hefur hann náð til annarra. Þetta lýsir kannski bara minni eigin sérvisku og hræsni: „Þetta er glatað, horfi aldrei á þetta aftur!“ Það sem mest situr eftir hjá mér eftir sjónvarpsgláp helgar- innar er þátturinn Hvernig Titanic varð björgunarbáturinn minn. Aldeilis stórgóður þáttur sem víkkaði sjóndeildarhringinn hjá mér gagnvart einhverfu og minnkaði stórum þá fordóma sem ég hafði gagnvart þeim er kljást þurfa við slíkt. Þá á ég við fordóma á þann hátt að ég gef mér eitthvað fyrirfram um hluti sem ég veit ekkert um. Þarna var hugmyndum mínum snúið á hvolf á þann hátt að viðkomandi einstaklingar ættu við einhvers konar fötlun að stríða í það að þeir byggju yfir framúrskarandi hæfileikum sem samfélagið þurfi að gefa rúm til að þroskast. Þessi þáttur var afar upplýsandi og skemmtilega uppbyggður að mínu mati og fjallaði um Brynjar Karl sem byggði stóra eftirmynd Titanic með meira en 50.000 LEGO kubbum. Hann er á einhverfurófinu og var haldinn löngun til að sigrast á þeim einkennum einhverfu sem halda aftur af honum og verða virkur þátttakandi í samfélaginu. Það mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar og ekki síður þeir sem hvergi greinast á nokkru rófi. Góðar stundir. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Fávitar og framúrskarandi hugsuðir Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Síðastliðið ár hefur verið unnið að uppbyggingu glæsilegra baðlóna við Hólanes á Skagaströnd, á milli gamla barnaskólans og Nes listamiðstöðvar. Í frétt á vef Skagastrandar segir að áætlað sé að heildarfjárfesting við bygginguna geti numið um hálfum milljarði og að verktími sé um tvö ár. Búið er að tryggja fjármögnun verkefnis að hluta og áætlað að henni ljúki á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að lokið verði við hönnunar- og skipu- lagsvinnu á árinu 2021 og framkvæmdir geti hafist 2022 miðað við óbreyttar forsend- ur. Böðin verða staðsett við sjávarmálið á Hólanesi sem er miðsvæðis á Skagaströnd og skartar tilkomumiklu útsýni yfir Húnaflóann og Stranda- fjöllin. „Þessi umfangsmikla upp- bygging mun verða mikilvæg lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra og böðin án efa eftirsóknarverður við- komustaður fyrir þá ferða- langa sem þræða Norður- strandarleiðina. Þá verða þau einnig kærkomin og heilsu- eflandi viðbót við þjónustu fyrir heimamenn.“ segir Hall- dór Gunnar Ólafsson oddviti sveitarstjórnar á Skagaströnd. Skoða má fyrstu drög að hönnun svæðisins og útliti baðstaðarins á Skagaströnd.is. /SKAGASTRÖND.IS Sjóböð á Skagaströnd Hyggjast reisa glæsileg baðlón við Hólanes Hér má sjá magnaðar þrívíddarmyndir sem fylgja fyrstu drögum að hönnun á svæðinu og útliti á baðstaðnum. MYND AF SKAGASTRÖND.IS 2 14/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.