Feykir


Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 5

Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur undanfarin ár leitað sér liðsstyrks á Spáni með mjög góðum árangri. Skemmst er að minnast landnema á borð við markmanninn Miguel Martinez Martinez, sem enn veldur framherjum fjórðu deildar martröðum; varnarvitans Domi sem kom gríðarlega sterkur inn fyrir nokkrum árum og hefur nú ljáð Tindastóli krafta sína og svo sjálfs Marka-Minguez sem sló öll skorunar- met og þandi netmöskvana á þriðja tug sinna sumarið sem hann dvaldi nyrðra. Nýr árgangur spænskra er nú væntanlegur. Gríðarlegar væntingar eru gerðar til þríeykisins frá Íberíu en allir hafa þeir spilað undanfarið í þriðju efstu deild þarlendis sem er deild ofar en flestir þeirra sem hingað hafa áður komið. Markmaðurinn Guillerme Yepes Moreno (Guille) þykir fimur í fótunum eins og allir góðir nútíma markmenn, ásamt því að vera gríðarlega öruggur í háloftunum. Sannkölluð gullblanda þar á ferð. Ekkert lið kemst ólaskað úr fjórðu deild án góðs markmanns, svo það er næsta víst að Guille verði lykilmaður í vegferð Kormáks Hvatar að úrslitakeppninni. Guille kemur frá liði Minerva í 3. deild Spánar. Varnar og miðjumaðurinn Jose Corbalán Álvarez (Jose) færir liðinu stóíska ró og jafnvægi á milli varnar og sóknar. Hann getur ekki hugsað sér að tapa boltanum og vinnur gríðarlega vel fyrir sitt lið, en fróðir menn segja hann einnig mjög stöðuvísan en um leið agressívan í sínum leik. Jose er leikmaður sem verður mjög spennandi að fylgjast með í sumar. Jose kemur frá liði Fortuna CF í Preferentedeild Spánar. Sóknarmaðurinn George Răzvan Chariton (Jorge) er af rúmensk/spænsku bergi brotinn. Honum er lýst sem algerum gammi í framlínunni og getur leyst allar stöður, með góða vél og næmt markanef. Hann mun án vafa ógna vörnum andstæðinganna með hraða sínum og krafti. Jorge kemur frá liði El Palmar í 3. deild Spánar. Kormákur Hvöt leggur í leit sinni að liðsstyrk ekki minni áherslu á heilsteypta og vandaða persónuleika sem auðga félagsandann um leið og þeir sinna sínu á vellinum. Þessi þrjú púsl í heildarmyndina eru væntanleg til landsins innan skamms, enda styttist í Íslandsmót. Áfram Kormákur Hvöt! /Fréttatilkynning Knattspyrna 4. deild Spánskir fyrir sjónir Kormáks Hvatar Nýir leikmenn Kormáks Hvatar. MYNDIR AÐSENDAR Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Hauk Skúlason sem aðalþjálfara meistara- flokks karla. Hauki til aðstoðar verður Konráð Sigurðsson, fyrirliði mfl. karla, sem mun vera spilandi aðstoðarþjálfari. Þeir Haukur og Konráð hafa stýrt æfingum liðsins það sem af er undirbúningstímabilinu og munu leiða liðið í baráttunni í 3. deildinni í sumar. Haukur, sem er fæddur árið 1981, hefur lengi verið viðloðandi meistaraflokk Tindastóls og raunar lykilleik- maður upp alla yngri flokka og því glerharður Tindastóls- maður. Hann lagði skóna á hilluna sumarið 2012 en samkvæmt vef KSÍ spilaði hann 87 meistaraflokksleiki á ferlinum, þá fyrstu sumarið 2001 í 1. deild karla. Hann spilaði eitt sumar með Hvöt á Blönduósi en síðasta leik ferilsins spilaði Haukur með liði Drangeyjar. Í þessum 87 leikjum skoraði hann 19 mörk. Konni hefur verið fasta- maður í liði Tindastóls síðan sumarið 2013 en hann spilaði með liði Drangeyjar sumarið 2012. Konni hefur spilað 141 leik í meistaraflokki og skorað 19 mörk líkt og Haukur – þrjú þeirra fyrir lið Drangeyjar. Þeir félagar, Haukur og Konni, taka við taumunum af Jamie McDonough sem stýrði liði Tindastóls í fyrra en hann var látinn taka pokann sinn fyrir skemmstu. Jamie starfaði sem þjálfari meistaraflokks karla og var yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. „Knattspyrnudeild Tinda- stóls þakkar Jamie fyrir sam- starfið og óskar honum vel- farnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í til- kynningu sem félagið sendi frá sér í kjölfarið. Jamie kom til starfa hjá Stólunum sumarið 2019 og voru miklar vonir bundnar við aðkomu hans í þeirri uppbygg- ingu sem þá var hafin á yngri flokkum Tindastóls en hann var þá kynntur sem menntaður kennari ásamt því að vera með UEFA A knattspyrnuþjálfara- gráðu og með diplómu í þjálfun barna og íþrótta- sálfræði. /ÓAB & PF Knattspyrnudeild Tindastóll Haukur tekur við meistaraflokki karla Haukur, Maggi Helga og Konni. MYND AF VEF TINDASTÓLS Uppskeruhátíð Tindastóls í fótbolta var haldinn í fyrri mánuði en vegna aðstæðna fór hún fram á annan hátt en vanalega. Konráð Freyr Sigurðsson var valinn besti leikmaðurinn hjá strákunum og sá efnilegasti Atli Dagur Stefánsson. Hjá stelpunum var Laufey Harpa Halldórsdóttir valin best og Bergljót Ásta Pétursdóttir efnilegust. Laufey Harpa var ein af mikilvægustu leikmönnunum síðasta sumar og hjálpaði liði Tindastóls að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu næsta sumar, Uppskeruhátíð Tindastóls Konráð og Laufey valin best Konráð Freyr Sigurðsson, Atli Dagur Stefánsson, Laufey Harpa Halldórsdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir. MYND AÐSEND Laufey spilaði nítján leiki síðasta tímabil og skoraði tvö mörk. Bergljót Ásta, sem er miðju- maður, átti virkilega gott tímabil síðasta sumar og stóð sig frábær- lega á miðjunni, Bergljót spilaði sautján leiki og skoraði eitt mark. Konráð Freyr var mjög öfl- ugur á miðjunni og stjórnaði leiknum eins og herforingi oft á tíðum síðasta sumar. Hann lék tuttugu og einn leik og skoraði í þeim fjögur mörk. Atli Dagur spilaði tuttugu og tvo leiki fyrir Tindastól síðasta sumar og stóð sig gríðarlega vel á milli stang- anna. /Eysteinn Ívar Guðbrandsson 14/2021 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.