Feykir


Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 12

Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 14 TBL 7. apríl 2021 41. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Oddvitar sveitarstjórnanna fjögurra í Austur- Húnavatnssýslu munu eiga fjarfundi með þing- flokkum á Alþingi á næstunni eftir því sem kemur fram á Húnvetningur.is. Markmið fundanna er tvíþætt, annars vegar að kynna verkefnið Húnvetn- ingur fyrir þingmönnum og svara spurningum þeirra en meginmarkmiðið er hins vegar að kynna áherslur og helstu hagsmunamál Húnvetninga. „Húnvetningar leggja áherslu á að þingmenn styðji við brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu. Svo sem stofnun Umhverfis- akademíu, uppbyggingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við innheimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skagaströnd. Þá er brýnt að átak verði gert í viðhaldi héraðs- og tengivega með það fyrir augum að tryggja greiðar samgöngur innan nýs sveitarfélags, verði samein- ingartillagan samþykkt,“ segir í frétt á Húnvetningur. is. Sameiningarkosningar fara fram 5. júní Sveitarstjórnir Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla fari fram 5. júní nk. og falið samstarfsnefnd að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum. Þær hafa jafnframt lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimild í sveitarstjórnarlögum, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Það felur í sér að ef íbúar í einu sveitarfélagi fella tillöguna munu aðrar sveitarstjórnir eiga aftur samráð við íbúa áður en tekin verði ákvörðun um hvort þau þrjú sveitarfélög sameinist. Á Húnvetningur.is segir að sveitarstjórnirnar telji brýnt að fylgt verði þeim áherslum sem fram hafa komið á fundum samstarfsnefndar með þingmönnum og ráðherrum varðandi brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu, svo sem stuðningi við stofnun Umhverfisakademíu, uppbygg- ingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við inn- heimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnu- málastofnunar á Skagaströnd. Þá er að mati sveitarstjórnanna mikilvægt að átak verði gert í viðhaldi héraðs- og tengivega með það fyrir augum að tryggja greiðar samgöngur innan nýs sveitarfélags. /PF Helstu hagsmuna- málin kynnt Húnvetningar funda með þingflokkum Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra Fékk embætti á Vesturlandi Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá og með deginum í dag, 7. apríl. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að Gunnar Örn hafi frá árinu 2015 verið yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suður- landi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017. Gunnar Örn útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2003 og starfaði sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi frá 2004 til ársins 2014, þar af sem staðgengill sýslumanns frá 2008 og sem yfirmaður ákærusviðs embættisins frá 2015. Í samtali við Skessuhorn sagði Gunnar Örn að hið nýja starf legðist afar vel í hann og kvaðst hlakka mikið til þess að kynnast góðu samstarfsfólki. Sagði hann að hjá embætti lögreglustjórans á Norður- landi vestra hafi mikil áhersla verið lögð á umferðarmál og skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við þau enda hafi náðst mikill árangur við fækkun slysa á undan- förnum árum. Jafnframt sagði Gunnar Örn að eðli málsins samkvæmt væru em- bættin ólík með ýmislegt, til að mynda væru lögreglu- stöðvarnar sex á Vesturlandi en tvær á Norðurlandi vestra, embættið á Vesturlandi víðfeðmt og mannmargt og segist hann ætla að gefa sér góðan tíma til þess að setja sig inn í málin í nýju embætti. /PF Stafræn prentun í Nýprenti Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Canon imagePRESS C700 skilar frábærum gæðum og gerir okkur kleift að prenta bæklinga, skýrslur, boðskort, plaggöt, markpóst og margt fleira, hratt og örugglega. Nú getum við rennt í gegn allt að 300g þykkum pappír, vélin getur prentað á allt að 70 blöð á mínútu og skilar frábærum myndgæðum. Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Með tilkomu Canon ImagePRESS C700 getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á hagstæðari, fjölbreyttari og skilvirkari þjónustu. Stafræn prentun hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru ekki að leita eftir miklu upplagi í prentun. Leitaðu ekki langt yfir skammt – kíktu í Nýprent! BÆKLINGAR ÁRSSKÝRSLUR BOÐSKORT PLAGGÖT EINBLÖÐUNGAR NAFNSPJÖLD MATSEÐLAR MARKPÓSTUR ný pr en t e hf / 0 32 01 8

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.