Feykir


Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 11

Feykir - 07.04.2021, Blaðsíða 11
inn í ofn. Gott er að skera venjulegar kartöflur frekar þunnt og setja þær í ofnskúffu hella yfir þær olíu og strá kartöflukryddi. Avacadosalatið er ferskt og gott en ásamt avacadionu setjum við tómata (litla), brauðteninga og fetaost. Klassísk sósa er pipar- ostasósan góða. EFTIRRÉTTUR Pönnukökur með ís og marengs 1 dl hveiti 4 egg 100 g brætt smjör 31/2-4 dl mjólk ¼ tsk. vanilludropar 2 dl sykur 2 eggjahvítur ís jarðarber bláber Mars rjómi Aðferð: Hrærið saman hveiti, eggjum smjöri, mjólk og vanilludropum og búið til pönnukökur, þær eru frekar þunnar (má bæta við hveiti). Þegar þú ert búinn að baka og þær orðnar kaldar setur þú ís ofan á pönnukökuna og pakkar ísnum inn í pönnukökuna og setur í frysti. Það er fínt að gera þetta deginum áður. Áður en eftirrétturinn er borinn fram þeytir þú eggjahvítur og sykur og setur marengsinn ofan á pönnu- kökuna og setur inn í ofn á grill. Marengsinn verður dökkur en passaðu að ísinn verði ekki of linur. Að lokum setur þú jarðar- ber og bláber og Mars-sósu (bræð-ir Mars í potti og bætir við rjóma). Verði ykkur að góðu! Magnús og Kristín skora á Kristínu Ingibjörgu Lárusdóttur að taka við keflinu. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Band. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Hvað gerðirðu um páskana? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Ég tók því bara afskaplega rólega með strákunum mínum tveimur.“ Brynjar Páll Rögnvaldsson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Nú eru páskar að baki, mesta og elsta hátíð kristinna manna, þar sem dauða og upprisu Jesú er minnst. Uppstigningardagur er 40 dögum eftir páska en þá er þess minnst þegar Jesús steig upp til himna og kvaddi lærisveina sína. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er Mohammed algengasta nafn í heimi. Tilvitnun vikunnar Það má vera að ég sé lifandi goðsögn en það kemur mér sannarlega ekki að neinu gagni þegar ég þarf að skipta um dekk. – Roy Orbison „Ég naut þess að vera með stórfjölskyldunni minni um páskana. Samveran fólst fyrst og fremst í því að elda góðan mat, fara í göngutúra og hafa ofan af fyrir börnunum með því að fara í fótbolta, spila vist eða henda í góðan páskaleik.“ Selma Barðdal „Páskunum var eytt í samveru með fjölskyldu og góðum vinum, að ógleymdu súkkulaðinu!“ Eyrún Sævarsdóttir LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Horfir á pönnuna hitna. F „Borða páskaegg og var með fjölskyldunni.“ Reynald Smári Folaldakjöt og fleira gott Það var stórbóndinn í Stóradal, Víðir Kristjánsson, sem skoraði á Magnús Sigurjónsson og Kristínu Birgisdóttur í Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu og eru þau því matgæðingar vik- unnar. Magnús er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og hefur lengst af starfað við kennslu en vinnur nú á skrifstofu Blönduósbæjar ásamt því að sinna bústörfum. Kristín er uppalin á Kornsá í Vatnsdal og er leikskólakennari og starfar á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Dóttir þeirra heitir Lilja Karen og er á öðru aldursári. Hér fyrir neðan má finna eitthvað gómsætt sem hefur verið mallað í eldhúsinu í Syðri-Brekku. FORRÉTTUR Lambafille með pestósósu Lambafille klettasalat furuhnetur parmesanostur Sósa: 2 msk. grænt pestó 1/2 dl hvítvín 1 dl kjúklingasoð 1 dl rjómi Aðferð: Byrjið á því að krydda lambafilleið og steikið eða grillið (magn eftir fjölda). Setjið smá klettasalat á forréttardisk, þrjár til fjórar þunnar sneiðar af lambafille ofan á saltatið, pestosósu yfir eða meðfram og stráið nokkrum þurrristuðum furuhnetum og parmesanosti yfir. AÐALRÉTTUR Folaldakjöt í Caj legi með kartöflum, avacadosalati og sósu Folaldakjöt (t.d lund eða fille) Caj grillolía (BBQ og hvítlauks) Pepper Mix krydd Meðlæti: Kartöflur avacado fetaostur litlir tómatar brauðteningar piparostur rjómi Aðferð: Snyrtið kjötið og setjið í lög (Caj grillolían blanda saman BBQ og hvítlauks) og kryddið með PepperMix eða einhverju góðu sem er til í skápnum. Fínt að láta liggja vel og lengi. Kjötið má grilla eða setjið á pönnu, loka á og ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Magnús og Kristín | Syðri-Brekku í Austur-Húnavatnssýslu Magnús og Kristín ásamt Lilju Karen AÐSEND MYND 14/2021 11 Vísnagátur Sveins Víkings Bogið, neglt í bát það sá. Á bókum þetta finna má. Í lykkjum má í sokkum sjá. Sviptir frelsi, ef lagt er á.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.