Feykir


Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 2
Framundan er sjómannadagurinn þar sem sjómönnum er sýnd sú virðing sem þeir eiga skilið fyrir sín störf við eina mikilvægustu atvinnugrein landsins. Margir þeirra stunda sína vinnu fjarri fjölskyldu við mjög krefjandi aðstæður og getur sá er ekki hefur tekið túr á togara ímyndað sér hvernig það er. Ég er einn af þeim. Á námsárum mínum í Iðn- skólanum í Reykjavík velti ég því fyrir mér að taka skipskokkinn, eins og það var kallað þá, meðfram kjötiðnaðarnáminu, en boðið var upp á kvöldnám í þeim fræðum. Veit ekki hvort það var opinbert heiti á námskeiðinu en ég man að ég hugsaði að það gæti verið spennandi að reyna fyrir sér á sjónum sem kokkur. Hvernig sem á því stóð lét ég ekki verða að þessu. Líklega var það leti. Þegar talað er um sjómenn er staðalímyndin yfirleitt hraustir karlmenn sem kalla ekki allt ömmu sína. (Fylleríssögunum í landlegu hefur farið mjög fækkandi frá því sem áður var og mátti gerast.) Þeir vinna mikið, kvarta ekki og taka öllum áföllum af æðruleysi og mikilli stillingu, nema ef verið er að gera eitthvað á þeirra hlut. En einhverra hluta vegna er ekki mikið minnst á skipskokkinn þrátt fyrir að hann sé gríðarlega mikilvægur um borð, það gerir enginn neitt svangur. Það vill enginn vinna með svöngum sjómanni, hann er hættulegur sjálfum sér og umhverfi sínu. Þeir eru þó til sem hugsa fyrst til skipskokka þegar þeir ræða við fremstu matreiðslumenn landsins. Þannig var eitt sinn að Úlfar Eysteinsson, löngum kenndur við matreiðslustað sinn Þrír frakkar, tók þátt í Skagafjarðarrallý en hann var mikill rallýáhugamaður. Ekki fer sögum af árangri en eftir keppni var haldin veisla á Mælifelli sem stóð fram á nótt. Eftir lokun staðarins var hann, ásamt fleira fólki, að njóta nætur- blíðunnar fyrir utan og einhvern veginn vildi svo til að hann lenti í einhverjum aðstæðum sem honum þótti hann ekki eiga skilið og ákvað að kæra til lögreglu. Á lögreglustöðinni tók Guðmundur Óli Pálsson, sem alla þekkti í firðinum, á móti matreiðslumanninum og spyr hann að nafni. -Úlfar Eysteinsson heiti ég. -Og hvað gerir þú? -Ég er kokkur. -Nú? Á hvaða bát? Ég óska öllum sjómönnum nær og fjær til hamingju með daginn og vonandi verður hægt að halda upp á hann með pompi og prakt að ári. Páll Friðriksson ritstjóri LEIÐARI Til hamingju sjómenn! Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum AFLATÖLUR | Dagana 23. til 29. maí á Norðurlandi vestra 36 bátar á strandveiðum í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hjalti HU 15 Handfæri 1.278 Hrund 15 Handfæri 1.538 Húni HU 62 Handfæri 1.945 Ísak Örn HU 151 Handfæri 1.571 Jenny HU 40 Handfæri 1.475 Kambur HU 24 Handfæri 1.988 Kópur HU 118 Handfæri 2.064 Kristín HU 168 Handfæri 904 Loftur HU 717 Handfæri 2.371 Óli á Stað GK 99 Lína 5.099 Svalur HU 124 Handfæri 523 Sæunn HU 30 Handfæri 2.191 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.506 Viktoría HU 10 Handfæri 2.135 Víðir EA 423 Handfæri 1.573 Víðir ÞH 210 Handfæri 342 Alls á Skagaströnd 44.209 HOFSÓS Rósborg SI 29 Handfæri 1.772 Skotta SK 138 Handfæri 761 Alls á Hofsósi 2.533 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.568 Steini HU 45 Grásleppunet 2.501 Alls á Hvammstanga 5.069 SAUÐÁRKRÓKUR Álborg SK 88 Handfæri 336 Birna SK 559 Handfæri 212 Drangey SK 2 Botnvarpa 204.262 Gammur II SK 120 Grásleppunet 2.981 Gjávík SK 20 Handfæri 1.500 Kristín SK 77 Handfæri 1.868 Maró SK 33 Handfæri 2.260 Málmey SK 1 Botnvarpa 136.648 Már SK 90 Handfæri 1.417 Silver Fjord PA 999 Rækjuvarpa 149.950 Skvetta SK 7 Handfæri 1.721 Steini G SK 14 Handfæri 1.091 Tara SK 25 Handfæri 1.143 Vinur SK 22 Handfæri 1.713 Alls á Sauðárkróki 507.102 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 2.204 Arndís HU 42 Handfæri 1.661 Auður HU 94 Handfæri 2.342 Bjartur í Vík Handfæri 2.033 Blíðfari Handfæri 1.160 Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.114 Dagrún HU 121 Handfæri 1.624 Elfa HU 191 Handfæri 2.264 Fengur ÞH 207 Handfæri 1.304 Á Króknum var landað rúmum 507 tonnum í síðustu viku og var Drangey SK 2 aflahæst með rúm 204 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Þá landaði einnig Silver Fjord tæpum 150 tonnum af rækju og Málmey SK 1 var með rúm 137 tonn af þorski. Tíu strandveiðibátar lönduðu á Króknum, alls 13.261 kg, og einn bátur landaði 2.981 kg af grásleppu. Á Skagaströnd voru 20 bátar á strandveiðunum og náðu þeir að landa 27.069. Aðeins einn bátur var ennþá við grásleppuveiðar, Ísak Örn HU 151, en hann landaði 495 kg. Þrír bátar lönduðu á Hofsósi samtals 1.833 kg og voru þeir allir á strandveiðunum. Einn bátur landaði á Hvammstanga, Steini G HU 45, alls 1781 kg af grásleppu og er hann þá einn af þrem bátum sem eru enn þá við grásleppuveiðar á Norðurlandi vestra. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 558.913 kg. /SG Þverárfjallsvegur um Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá Styttist í að verkið fari í útboð Eins og sjálfsagt flestir íbúar á Norðurlandi vestra vita þá stendur til að hefja framkvæmdir við Þverárfjallsveg um Refasveit og Skagastrandarveg um Laxá á næstunni en heildarlengd nýrra vega og brúar verða um 11,8 km. Nú styttist í að verkið verði boðið út en fjárveitingar til verksins eru á samgönguáætlun fyrir árin 2022 til 2024 eða samtals um tveir milljarðar króna og verður stærsta verkefni Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra næstu misserin. Heildarlengd nýrra vega og brúar er um 11,8 km. Forsendur fyrir framkvæmdum við nýjan veg eru skv. frummatsskýrslu Vegagerðarinnar að Skaga- strandarvegur (74) í Refasveit og að Höskuldsstöðum er stofnveg- ur en með varhugaverða hæðar- og planlegu. Vegsýn er víða skert. Þá liggur vegurinn þvert í gegn- um vatnsverndarsvæði, auk útivistar- og skógræktarsvæðis. Núverandi brú á Laxá er einbreið með varhugaverðri hæðar- og planlegu. Vegsýn er mjög skert og slæm aðkoma að brúnni beggja vegna. Neðribyggðar- vegur (741) er tengivegur, einbreiður malarvegur með mörgum tengingum. Markmiðið með fram- kvæmdinni er að bæta og tryggja greiðar samgöngur á Norður- landi vestra og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið auk þess að gera samgöngur á svæð- inu öruggari. Framkvæmdasvæð- ið er í Blönduósbæ og Skaga- byggð. Sveitarfélagamörk liggja um Laxá. Nýbygging Þverárfjallsvegar er 8,5 km að lengd en nýbygging Skagastrandarvegar er 3,2 km löng. Vegirnir verða 8 m breiðir, nokkuð uppbyggðir og verða lagðir bundnu slitlagi, þ.e. klæðingu. Vegurinn verður hannaður fyrir 11,5 t öxulþunga. Byggðar verða samtals tíu nýjar vegtengingar að býlum, urðunar- stað og núverandi vegum. Þær munu tengjast nýjum vegum á átta stöðum. Nýjar vegtengingar verða 4 m breiðar (vegtegund D) nema tenging að Stekkjarvík sem verður 7 m breið. Byggð verður ný brú yfir Laxá og verður hún staðsett um 0,8 km í loftlínu neðan við núverandi brú. Ný brú er 109 m löng eftir- spennt bitabrú í þremur höfum. Akbraut brúar verður 9,0 m að breidd og bríkur 0,5 m breiðar. Heildarbreidd er því 10 m. Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB Yfirlitsmynd af síðu Vegagerðarinnar. Bláa línan sýnir ný vegastæði. 2 22/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.