Feykir


Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 12

Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 12
Kæru brautskráningarnemar frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Sveitarfélagið Skagafjörður sendir ykkur hamingju- og heillaóskir í tilefni áfangans Við þökkum samfylgdina á liðnum árum og hlökkum til að eiga samleið með ykkur sem flestum í framtíðinni Það er Ragnar Karl Ingason (1964) sem svarar Tón-lystinni í þetta skiptið. Ragnar býr á Grandanum í Reykjavík en fæddist og ólst upp á Hvammstanga, sonur Sigríðar Karlsdóttir sjúkraliða og Inga Bjarnasonar mjólkurfræðings. „Móðir mín ólst upp á Laugarbakka í Miðfirði en faðir minn flutti á sínum tíma til Hvammstanga frá Selfossi,“ segir Ragnar Karl sem einnig bjó um tíma á Blönduósi. Hann hefur lengi verið viðloðandi tónlist, spilar á gítar, bassa, munnhörpu og mandólín. Aðspurður um helstu afrekin á tónlistarsviðinu segir hann: „Erfitt að segja. Hef verið í hinum ýmsu hljómsveitum í gegnum tíðina en ætli það sé ekki mesta afrekið að hafa, ásamt ásamt æskufélögum mínum Skúla Þórðarsyni og Geir Karlssyni, endurvakið Slagarasveitina eftir u.þ.b. 15 ára hlé með frábærum liðstyrk frá Valdimar Gunnlaugssyni, söngvara, og Stefáni Ólafssyni. Og í framhaldi af því farið að taka upp okkar eigin tónlist sem finna má á Spotify.“ Hvaða lag varstu að hlusta á? Eitthvert lag með Nice Cave sem ég hef verið að hlusta á þessa dagana. Uppáhalds tónlistartímabil? Tímabilið 1963 til 1970 eða frá því að Bítlarnir koma fram er toppurinn Lagalisti Ragnars Karls: I Hope That I Don´T Fall In Love With You TOM WAITS Clay Pigeons JOHN PRINE Fljúðu burt dúfa AUÐUR Into My Arms NICE CAVE & THE BAD SEEDS Ragnheiður biskupsdóttir MEGAS No More Heroes THE STRANGLERS Ragnar Karl Ingason | gítar, bassi, munnharpa og mandólín Hafði planað ferð á tónleika með Paul en þá kom Covid... ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is ótrúlega spennandi tímabil en þá komu margar flottar hljómsveitir fram sem eiga lög sem hafa elst vel. Svo má nefna pönkbylgjuna sem gekk yfir um 1980. Þá komu fram margar áheyrilegar hljómsveitir eins og sjá má í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Það var skemmtilegt tímabil. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Við í Slagarasveitinni erum þessa dagana að taka upp fjögur lög í hljóðveri sem munu koma út í vor og sumar. Eðli málsins samkvæmt þá fylgir þessari vinnu mikil hlustun og ég er að því þessa dagana. Hvers konar tónlist var hlust- að á á þínu heimili? Á mínu æskuheimili á Garðavegi 15 á Hvammstanga var til plötu- spilari sem var hlustað mikið á og með tíð og tíma safnaðist upp ágætis plötusafn með fjölbreyttri músík. Móðir mín spilaði á gítar og hljómborð og hún átti það til að syngja og spila fyrir okkur systkinin. Í minningunni voru það oft lög eftir Sigfús Halldórsson. Hver var fyrsta platan/diskur- inn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta hljóm- platan sem ég keypti mér var með Hljómsveitinni Paradís. Hvaða græjur varstu þá með? Plötuspilari og svo var til kassettutæki sem var óspart notað til að taka upp lög úr útvarpinu. Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Ævintýri með Björgvini Halldórssyni og hljómsveitinni Ævintýri. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Ég á ekkert svo- leiðis lag. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Hef prufað nokkrum sinnum að setja Deildarbungu- bræður á fóninn við þessar aðstæður þegar liðið er á kvöld- ið. Klikkar ekki en tímasetning- in þarf að vera rétt. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Eitthvað rólegt með Leonard Cohen. Ragnar Karl mundar gítarinn. MYND AÐSEND Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Færi á tónleika með Paul McCartney í Barcelona með Skúla Þórðar- syni, Geir Karlssyni og eigin- konum. Þessa ferð var búið að skipuleggja, kaupa miða og átti að verða að veruleika fyrir tæpu ári síðan en Covid eyðilagði þau áform. Hvaða músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst ný- kominn með bílpróf? Bubbi átti sviðið á þeim tíma sem ég fékk bílprófið. Einnig var ég þá búinn að uppgvöta David Bowie og hlustaði mikið á hann. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Þeir eru nú fjölmargir. Paul McCartney og David Bowie koma fyrst upp í hugann af erlendum tónlistarmönnum en hér innanlands eru það Bubbi, Magnús Eiríks, KK svo ein- hverjir séu nefndir. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út eða sú sem skiptir þig mestu máli? Verð að nefna Ísbjarnarblús með Bubba. Það var mikil breyting á hlustun á tónlist hjá mér og mínum vinahópi í framhaldi af útgáfu plötunnar á sínum tíma. 12 22/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.