Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 13
Ólafur Bjarni Haraldsson er að
eigin sögn bóndasonur af
Langholtinu sem álpaðist á sjó.
Ólafur er sonur Hadda og
Ragnheiðar í Brautarholti,
lærður smiður og stýrimaður
og starfar sem sjómaður á
Málmey SK1 og sveitar-
stjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu
Skagafirði fyrir Byggðalistann. Í
dag er Ólafur búsettur á
Hofsósi með sambýliskonu
sinni Wioletu Zelek.
Feykir hafði samband við Ólaf
og spurði hann hvernig það
færi saman að vera sjómaður
og sveitastjórnarfulltrúi.
„Það fer nú bara frekar vel
saman. Ég renndi blint í sjóinn
með það þegar ég sóttist eftir að
leiða Byggðalistann í síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Ég
vissi að byggðarráðsfundir
væru vikulega og sveitar-
stjórnarfundir mánaðarlega og
því alveg ljóst að ég gæti
sjálfsagt aldrei náð öllum
fundum sökum fjarveru. En
það lá líka fyrir að maður kæmi
í manns stað og í rauninni ekki
aðalatriðið hver það er sem
kemur okkar sjónarmiðum á
framfæri á fundum. Samstarfs-
fólk mitt í sveitarstjórn og
Ólafur Bjarni Haraldsson sjómaður og sveitastjórnarfulltrúi
Sveitarstjórnarstigið er hugsað
til þess að þjóna nærsamfélaginu
Ólafur Bjarni. MYND AÐSEND
byggðarráði hefur svo verið
liðlegt við að skipuleggja fundi
þannig það henti sem flestum
en meðal annars voru reglulegir
fundir byggðarráðs færðir á
miðvikudaga sem er yfirleitt
löndunardagur hjá Málmey
þannig sjómenn geta vel tekið
þátt í sveitarstjórnarstörfum,“
segir Ólafur.
Ólafur er nokkuð sáttur með
það hvernig kjörtímabilið hefur
gengið hingað til en hann og
Byggðalistinn hafa lagt mikla
áherslu á húsnæðismál leik- og
grunnskóla sveitarfélagsins.
„Ég er nokkuð sáttur með
það hvernig til hefur tekist enn
sem komið er. Upphaf kjörtíma-
bilsins var aðeins strembið, það
voru umdeild mál í gangi sem
við hefðum vilja afgreiða
öðruvísi og höfðum kannski
ekki erindi sem erfiði við
afgreiðslur þeirra. En við höfum
reynt að nálgast hlutina
málefnalega, og almennt hefur
okkur tekist vel til við að hafa
áhrif á hin ýmsu mál. Það má
því segja að markmiðin náist
VIÐTAL
Sæþór Már Hinriksson
Gleðilegan sjómannadag!
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingu
með sjómannadaginn. Góða skemmtun á sjómannadaginn.
því eitt af öðru, þó vissulega
séu einhver eftir. Við settum
sem dæmi mikinn fókus á
húsnæðismál leik- og grunn-
skóla sveitarfélagsins og þar
vil ég meina að hlutirnir séu
að þokast í rétta átt þó það
geri það ekki með neinum
látum.“
Þegar blaðamaður Feykis
spurði Ólaf hver áform hans
og Byggðalistans væru fyrir
sveitarstjórnakosningarnar
næsta vor sagði Ólafur:
„Þó það sé kannski ótíma-
bært að ræða það mikið núna,
þá finnst mér ansi líklegt að
Byggðalistinn muni bjóða
fram öflugan lista fyrir næstu
sveitarstjórnarkosningar. Ég
sjálfur mun örugglega taka
þátt í því á einhvern hátt.
Þegar Byggðalistinn var að
fæðast fyrir síðustu kosningar,
þá lögðum við upp með að
reyna að fá fólk á lista frá sem
flestum svæðum sveitarfé-
lagsins og úr sem ólíkustu
hópum. Sveitarstjórnarstigið
er jú hugsað til þess að þjóna
nærsamfélaginu og því afar
mikilvægt að hafa tengingu
við allt nærsamfélagið. Þar
held ég að okkur hafi tekist
nokkuð vel til, þó alltaf megi
gera betur. Okkur langar að
stækka hópinn og fá enn betri
tengingu við sem fjölbreytt-
ustu hópa samfélagsins. Ætli
sumarið verði ekki notað til
að kortleggja hvar við þurfum
að bæta okkur og reyna svo
að fá með okkur í lið fleira
öflugt fólk til að móta stefnur
og setja okkur ný markmið,“
segir Ólafur að lokum.
22/2021 13