Feykir


Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 4

Feykir - 02.06.2021, Blaðsíða 4
Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is BLÖNDUÓSBÆR VÉLAVERKSTÆÐI LÖGREGLUSTJÓRINN Á NORÐURLANDI VESTRA Steypustöð Skagafjarðar SAUÐÁRKRÓKI AÐSENT | Oddvitar í Austur-Húnavatnssýslu skrifa Á laugardag verður gengið til kosninga um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrand- ar. Sameiningarviðræðurnar eiga sér tölu- verðan aðdraganda og byggja á farsælli sam- vinnu sveitarfélaganna í félagsþjónustu og fræðslumálum, tónlistarskóla, atvinnu- og menningarmálum, skipu- lagsmálum og brunavörn- um. Hagsmunir svæðisins eru að miklu leyti sam- eiginlegir, menningin svipuð og atvinnulíf byggir á sömu grunn- stoðum, matvælafram- leiðslu og ferðaþjónustu. Með vísan til þessa var ákveðið að hefja könnunar- viðræður árið 2017 og í október 2020 samþykktu sveitarstjórnirnar að hefja formlegar sameiningarvið- ræður. Á laugardaginn munu íbúar ákveða hvort sveitarfélögin sameinast eða ekki. Vinna við verkefnið hefur gengið vel. Sam- starfið hefur verið gott og samskiptin hafa verið hreinskiptin og uppbyggileg. Samstarfsnefndin hefur ekki alltaf verið sammála, en öll mál hafa verið til lykta leitt og góð samstaða er um helstu hagsmunamál svæðisins. Fimm starfshópar voru skipaðir um ýmsa málaflokka og haldnir voru íbúafundir í öllum sveitarfélögum til að ná fram hugmyndum íbúa. Á fimmta tug íbúa og starfsfólks tók þátt í vinnu starfshópa og rúmlega 100 íbúar mættu til samráðsfunda í mars. Niðurstaða starfshópa, íbúafunda og vinnu samstarfsnefndarinnar eru m.a.: • Að sameinað sveitarfélag gæti orðið sterkari eining í hagsmunabaráttu varðandi samgöngu-, atvinnu- og byggðamál. • Framtíðarsýn um að Austur-Húnavatnssýsla verði umhverfisvænasta samfélag landsins. • Að áhersla verði lögð á að varðveita sérstöðu hvers samfélags fyrir sig. • Að samstaða er um að fyrirkomulag fjallskila- mála verði óbreytt. • Að leik- og grunnskólar verði reknir áfram á Blönduósi og Skagaströnd og samstarf og sam- skipti aukin. Gert er ráð fyrir að Blönduskóli og Húnavallaskóli sameinist í eina rekstrareiningu haustið 2022 og verði á einni starfsstöð eigi síðar en 2024. Ef sameining verður samþykkt. Áætlað er að leikskóli á Húnavöllum starfi áfram, en lagt verði mat á kosti og galla þess að Vallaból og Barnabær sameinist. • Að fjárhagur sveitarfélagsins verður traustur og fjárfestingageta góð. • Að stjórnskipulag sveitarfélagsins verði einfalt og skilvirkt. Stjórnsýslu- og fjármálasvið, þróun- arsvið og hafnarmál myndu hafa aðalstarfsstöð á Skagaströnd en velferðar- svið, framkvæmdasvið, skipulags- og byggingafull- trúi og slökkviliðsstjóri myndu hafa aðalstarfsstöð á Blönduósi. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins, hunvetningur. is. Síðustu vikur hefur sam- starfsnefndin staðið fyrir kynningu svo íbúar geti myndað sér skoðun fyrir laugardaginn kemur. Upp- tökur, spurningar íbúa og svör samstarfsnefndar eru á heimasíðunni. Samstaða sveitarfélaganna fjögurra er þegar farin að skila sér í auknum slagkrafti. Oddvitar og sveitarstjórar hafa átt fundi með öllum þingflokk- um til að kynna hagsmunamál svæðisins. Auk þess hafa mennta- og menningarmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra komið í heimsókn, og fundað hefur verið rafrænt með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Verkefninu er hvergi nærri lokið. Það þarf að fylgja verkefnum eftir og tryggja að þau klárist með nýjum þingmönnum og ríkisstjórn. Hver svo sem niðurstaðan verður á laugardaginn, þá eru helstu hagsmunamál sveitarfélaganna komin betur á dagskrá, samstaða sveitarfélaganna er meiri og íbúar hafa tekið umræðu um þau mál sem brenna á samfélaginu. Við stöndum sterkar saman. Við hvetjum alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn, eða greiða atkvæði utan kjörfundar. Mikilvægt er að þátttaka verði góð og niðurstaðan skýr. Jón Gíslason, oddviti Húnavatnshrepps og formaður samstarfsnefndar Dagný Úlfarsdóttir, oddviti Skagabyggðar Guðmundur Haukur Jakobsson, oddviti Blönduósbæjar Halldór G. Ólafsson, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar Húnvetningar: Framtíðin er okkar Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra, úthlutaði styrkjum nú á dögunum til Atvinnumála kvenna. Alls bárust 300 umsóknir og af þeim hlutu 44 verkefni styrki. Fjögur þeirra koma af Norðurlandi vestra. Elínborg Erla Ásgeirsdóttir hlaut styrk til að gera viðskiptaáætlun fyrir verkefnið „Lífræn blóm í matinn“, Greta Clough hlaut styrk til hönnunar á húsnæði og markaðssetningu fyrir verkefnið „Stúdíó Handbendi“, Ingveldur Ása Konráðsdótt- ir hlaut styrk til að gera viðskiptaáætlun fyrir verkefnið „Hólakot hundahótel og þjálfun“ og að lokum hlaut María Eymundsdóttir styrk til að gera viðskiptaáætlun fyrir verkefnið „Hagnýting burni- rótar“. /SMH Atvinnumál kvenna - Styrkúthlutun Fjórir styrkir á Norðurland vestra 4 22/2021 HOFSÓSI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.