Feykir


Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 3

Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 3
Úrslitin mikil vonbrigði hjá oddvitum Skagabyggðar og Húnavatnshrepps AÐSENT | Vilhjálmur Egilsson skrifar Leiðinlegasti þátturinn í stjórn- málastarfi að mínu mati er keppni milli samherja og vina um sæti á framboðslista og þá sérstaklega prófkjör. Jafn nauðsynleg og sjálfsögð og þau geta verið draga þau oft fram neikvæðustu hliðar stjórnmálanna. Nú eru Sjálfstæðismenn í kjördæminu í prófkjörsbaráttu þar sem Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir takast á um fyrsta sæti framboðslistans fyrir Alþingiskosningarnar í september. Við verðum að vona að baráttan á milli þessara góðu þingmanna og stuðningsmanna þeirra verði málefnaleg og drengileg allt til enda. Þórdís Kolbrún sækist eftir því að velta Haraldi úr 1. sæti listans. Hún hefur fullan rétt til þess og gerir það á sínum forsendum en enginn á neitt sæti frátekið í prófkjöri. Hún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur staðið sig vel sem ráðherra. Hún hefur sýnt mikið æðruleysi og yfirvegun sem ráðherra ferðamála á erfiðum tímum og vaxið í starfi. Hún er framsýn og áræðin og hefur margt til að bera sem prýðir góðan stjórnmálamann. Haraldur hefur líka staðið sig sérlega vel sem foringi Sjálfstæðis- manna í kjördæminu. Hann hefur verið vakinn og sofinn yfir hagsmunamálum þéttbýlissvæða jafnt og hinna dreifðu byggða og leitt áfram mál s.s. lagningu ljósleiðara og vegamál og staðið þétt með hagsmunum íbúa kjördæmisins varðandi opinbera þjónustu. Haraldur hefur sýnt í forustuhlutverki sínu í fjárlaganefnd Alþingis að hann kann mjög vel til verka og nær að vinna vel með samstarfsmönnum í meirihluta og þeim sem skipa minnihluta enda nálgast hann mál af sanngirni og á málefnalegan hátt. Ég kynntist Haraldi sérstaklega vel þegar hann var í lykilhlutverki við að verja Háskólann á Bifröst og hina háskólana í kjördæminu, LBHÍ og Hólaskóla. Að þessum skólum var hart sótt og fjárveitingar til Háskólans á Bifröst lækkaðar verulega og svo virtist sem vilji yfirvalda stæði til að loka skólanum. Haraldur var sá sem ég, þá rektor skólans, gat alltaf leitað til og alltaf fengið fullan stuðning við að koma fjárveitingum til skólans í eðlilegt horf. Háskólinn á Bifröst var kominn á góðan stað með metfjölda nemenda og á fjárhagslega góðum grunni þegar ég lét af starfi rektors á síðasta ári. Ég tel að Haraldur sé almennt í kjördæminu í góðu áliti sem alvöru stjórnmálamaður og mikilvirkur þingmaður. Allir sem ég hef talað við hvar í flokki sem þeir standa bera honum vel söguna og hann á virðingu þeirra. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt Harald sjálfan hallmæla nokkrum manni og hann getur unnið með öllum. Í prófkjörinu þurfa Sjálfstæðismenn að svara þeirri spurningu hvort þeir telja ástæðu til að afturkalla það traust sem Haraldur hefur haft til að leiða framboðslista flokksins. Ekkert af verkum Haraldar finnst mér gefa tilefni til þess. Þvert á móti er mikil ástæða til þess að endurnýja þetta traust sem honum hefur verið sýnt. Ég álít að það sé enginn ósigur fyrir Þórdísi Kolbrúnu þótt hún nái ekki kjöri í fyrsta sætið og verði áfram í öðru sæti. Traust til hennar yrði endurnýjað. Staða hennar sem ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins yrði óbreytt. Þórdís Kolbrún á vonandi eftir að vera lengi áfram í stjórnmálum og láta til sín taka. Staða hennar minnir mig að nokkru leyti á stöðuna í Norðurlandskjördæmi eystra á sjöunda áratugnum þegar Jónas Rafnar var í efsta sæti framboðslistans en Magnús Jónsson var í öðru sæti. Magnús varð fjármálaráðherra 1965 þegar Gunnar Thoroddsen varð sendiherra í Kaupmannahöfn en í kosningunum 1967 skipaði Magnús áfram annað sæti framboðslistans (og varð svo varaformaður Sjálfstæðisflokksins á árinu 1973). Engum datt í hug að það væri verið að setja Magnús niður þótt Jónas Rafnar skipaði áfram fyrsta sæti framboðslistans. Ég hvet Sjálfstæðismenn til að taka þátt í prófkjörinu og að ganga þannig fram í baráttunni að framboðslistinn verði samhentur og einbeittur í að afla flokknum stuðnings í kosningunum í september. Haraldur Benediktsson – endurnýjað traust AÐSENT | Teitur Björn Einarsson skrifar Um 1.800 börn og ung- menni víða um landið sækja grunnskóla í sínu sveitarfélagi með skóla- akstri, hvern skóladag, allt skólaárið. Vegalengdirnar eru mismunandi og vegirnir misgóðir. Á sumum leiðum er fyrir fjölda barna um tugi kílómetra að fara hvora leið og víða skrölt á hol- óttum malarvegum yfir rysjótta vetrarmánuði. Ég er þeirrar skoðunar að þegar vegaframkvæmdum um landið er forgangsraðað í samgönguáætlun eigi að líta sérstaklega til ástands vega þar sem er skólaakstur. Þegar ég tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi haustið 2018 spurði ég samgönguráðherra nánar út í skólaakstur innan hvers sveitarfélags með tilliti til fjölda nemenda, heildar- kílómetrafjölda, lengd malarvega og fjölda einbreiðra brúa á hverri skólaakstursleið. Langur akstur á vondum vegum Á meðfylgjandi mynd, hér fyrir neðan, má sjá yfirlit sem unnið er upp úr svari ráðherra fyrir skólaárið 2018-2019, skipt eftir kjördæmum. Norðvestur- og norðausturkjördæmi skera sig nokkuð frá öðrum kjördæmum. Fjöldi barna í skólaakstri er þó nokkur, vegalengdirnar miklar og hlutfall malarvega hátt. Hæsta hlutfall malarvega er í NA en í NV eru flestar einbreiðar brýr og vegalengdirnar mestar að meðaltali á hvern nemenda. Ef litið er sérstaklega til skólaakstursleiða innan sveitarfélaga í Norðvestur- kjördæmi sést að víða er verk að vinna. Má þar sérstaklega nefna tengivegi í Borgarfirði, Dölum og Húnavatnssýslum. Tölurnar eru vissulega þriggja ára gamlar og sitthvað hefur áunnist í vegamálum á þeim tíma en það breytir ekki mikið heildarmynd skólaaksturs á landsbyggðinni og stöð- unni í dag á milli kjördæma eða sveitarfélaga. Fjöldi barna er daglega í löngum skólaakstri á vondum, og sumstaðar hættulegum, malarvegum. Áherslur í samgöngu- áætlun 2020-2035 Gildandi samgönguáætlun var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Þar kennir ýmissa grasa enda þörfin fyrir bættar samgöngur um allt land mikil. Peningar ríkissjóðs eru þó tak- markaðir og því þarf að forgangsraða vegafram- kvæmdum eins vel og hægt er á grundvelli málefnalegra markmiða og eftir þeim áherslum sem stjórnvöld setja sér. Þannig er stefnt að greiðum, öruggum og hagkvæmum samgöngum sem þjóni íbúum og atvinnulífi um land allt. Það vekur athygli mína að hvergi í samgönguáætlun er vikið sérstaklega að skólaakstri barna nema það sem fellur almennt undir markmiðið að stytta ferðatíma innan skóla- sóknarsvæða. Þess er þó getið á einum stað undir markmiðinu um öruggar samgöngur að hefja eigi vinnu „við að greina stöðu barna og ungmenna í samgöngum með það að markmiði að stefnumótun í samgöngumálum taki mið af þörfum þeirra“. Ég veit ekki hvort sú vinna er hafin eða hvernig henni miðar áfram en skólaakstur fjölda barna um land allt hlýtur augljóslega að vega þar þungt. Klárt forgangsmál Fái ég til þess umboð mun ég leggja áherslu á það á næsta kjörtímabili að skólaakstur barna verði að sérstöku forgangsmáli í nýrri samgönguáætlun með það skýra markmið að auka öryggi skólaaksturs með því að fækka hratt kílómetrum á malarvegum og yfir einbreiðar brýr. Það er einfaldlega ekki hægt að leggja það á börn að þurfa jafnvel alla sína grunnskólagöngu að hristast tímunum saman dag hvern á holóttum og aurugum malarvegi til að komast í skólann. Teitur Björn Einarsson, Höfundur er búsettur í Skagafirði og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Norðvestur- kjördæmi Skólabílinn úr malardrullunni 23/2021 3

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.