Feykir


Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 4

Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 4
 Forðum þú ungur áttir ærunnar stöðu hreina. Með henni lifa máttir, merktir ei bletti neina. Stóðstu þá fjarri föllum, forðaðist vegi pretta. Saklaus í siðum öllum sýndir þar breytni rétta. Gott var þá góðu að hlýða, gekkstu með sól í hjarta. Fannst ekki fyrir kvíða, framtíð þér áttir bjarta. Tókst ekki táli neinu, tjáðir þig vel í önnum. Fús vildir hafa á hreinu hugsjón á grunni sönnum. En heimurinn engum hlífir, hann er í slæmu fari. Sig móti öllu ýfir, einkum þó hreinu svari. Rekur fólk víða í villu, vargstönn í flesta heggur. Sparar ei sporin illu, spillir og eyðileggur! Þannig varst þú svo tekinn það var á villumiðum, hristur til skaða og skekinn, skemmdur á flestum sviðum. Settur í þrauta þvingur, þreyttur á göngu brattans, léstu svo litla fingur lenda í höndum skrattans! Síðan, já, síðan fékkstu setningarfræði nýja. Öfugt að öllu gekkstu, annað þig fór að knýja. Sagður þó sértu slyngur, sál þína margt nú skaðar. Þú átt ei þína fingur, þeir eru annars staðar! AÐSENT | Rúnar Kristjánsson skrifar Farnir fingur Eftir sumardaginn fyrsta var lítið hlýrra á morgnana en áður hafði verið, hrímuð jörð og kuldi í lofti. Það kallaði á eftirfarandi viðbrögð: Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sæþór Már Hinriksson, bladamadur@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 4 23/2021 Feykir rekur nú inn nefið á Hvammstanga og forvitnast um bók-hald Helgu Hreiðarsdóttur, hjúkrunar- fræðings og ljósmóður. Þegar Helga er spurð út í hvaða bækur hún sé með á náttborðinu segist hún ekki geta talist afkastamikill lestrarhestur þó hún sé alltaf með minnst eina bók á náttborðinu og lesi fyrir svefninn. „Misjafnt hvað ég kemst yfir mikið áður en svefninn sigrar, stundum bara ein blaðsíða. Núna eru þrjár bækur á náttborðinu,“ segir hún. „Ein er nýjasta árbók Ferðafélags Íslands sem að þessu sinni er skrifuð af Ólafi Erni Haraldssyni og fjallar um gönguleiðirnar Laugaveginn og Fimmvörðuháls. Það er alltaf tilhlökkunarefni að fá árbókina í hendurnar. Svo er þarna bók sem nefnist Íslenskar ljósmæður og er í þrem bindum. Ég var svo heppin að finna þessar bækur á Nytjamarkaðnum hér á Hvammstanga. Þessar bækur eru mikill fjársjóður, þær lýsa lífi og starfi ljósmæðra á árum áður, ótrúlegum hrakningum á ferðum þeirra til fæðandi kvenna og mikilli fórnfýsi þessara hugrökku ljósmæðra. Séra Sveinn Víkingur tók saman þessar merku sögur. Ég ( BÓK-HALDIÐ ) oli@feykir.is „Þvílík hamingja að eignast þessa bók!“ Helga Hreiðarsdóttir | hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga Helga Hreiðarsdóttir. MYND AÐSEND get endalaust gluggað í þessar bækur. Þriðja bókin heitir Húsið okkar brennur, frábær bók sem segir baráttusögu Gretu Thunberg og fjölskyldu hennar. Einlæg lýsing á því hvernig þessi unga sænska stúlka yfirsteig mikla erfiðleika til að berjast gegn stærstu ógn sem nokkurn tímann hefur steðjað að mannkyninu.“ Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegnum tíðina? „Erfitt er að tiltaka einhverja eina uppáhaldsbók, ætli það væri þá ekki helst bók sem ber nafnið Bókaþjófurinn. Þetta er einstaklega góð bók, mögnuð saga sem gerist í Þýskalandi stríðsáranna. Hún er skrifuð af ungum áströlskum höfundi sem á rætur sínar í Þýskalandi, Markus Zusak. Margar fleiri bækur gæti ég nefnt, t.d. Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason, Mátturinn í núinu eftir Eckhart Tolle og lítil bók sem ber heitið Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki hver annari eftir sænsku höfundana Lizu Marklund og Lottu Snickare. Heiti þeirrar bókar er setning sem höfð er eftir Madeleine Albright, fyrstu konunni sem varð utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, þegar hún hélt fyrirlestur í Stokkhólmi 2004. Snilldarbók.“ Helga segist lesa alls konar bækur en hafi lítið gaman af glæpasögum og les hvorki Arnald né Yrsu. „Hins vegar finnst mér sögulegar skáld- sögur oft mjög skemmtilegar. Margar ljóðabækur eru líka í uppáhaldi,“ segir hún. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? „Þegar ég var krakki las ég allt sem ég komst í, til dæmis Fimm fræknu eftir Enid Blyton, Anna í Grænuhlíð og Tengdadóttirin eftir Guðrúnu frá Lundi, allt í bland. Á unglingsárunum man ég eftir að hafa lesið þá frægu bók Kapítólu fram á rauða morgun, með vasaljós og sængina breidda yfir haus.“ Er einhver ein bók sem hefur sérstakt gildi fyrir þig? „Þegar ég var unglingur las ég bókina Ég lifi eftir Martin Grey og hún hafði gríðarleg áhrif á mig. Þetta er sjálfsævisaga höfundar og gerist að miklu leyti í gettóinu í Varsjá í Póllandi í seinni heimsstyrjöldinni. Lýsir miklum hörmungum og áföllum í lífi höfundarins. Man eftir að hafa grátið ósköpin öll í koddann minn. Löngu síðar áskotnaðist mér þessi bók og las hana aftur og það var ekkert síður áhrifamikið.“ Hvaða rithöfundar eða skáld fá hjartað til að slá örar? „Jón Kalman Stefánsson, Hallgrímur Helgason, Vigdís Grímsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir og margir fleiri og svo vona ég að Ásdís Halla Bragadóttir eigi eftir að skrifa fleiri bækur.“ Áttu þér uppáhalds bókabúð? „Á ég ekki bara að segja Nytjamarkaðurinn á Hvamms- tanga?“ Hversu margar bækur heldurðu að þú eignist árlega? „Ég eignast ekki margar bækur á ári, kannski svona 4 – 5 sem ég les auðvitað allar.“ Ertu fastagestur á einhverju bókasafni „Nei, það get ég ekki sagt“.“ Hefur þú heimsótt staði sér- staklega vegna þess að þeir tengjast bókum sem þú hefur lesið? „Já, til dæmis gekk ég ásamt fleira fólki að rústum bæjarins Sjöundár á Rauðasandi. Þá hafði ég nýlega lesið bókina Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson. Þarna er sögusvið Sjöundármorðanna sem voru einhver umtöluðustu morðmál Íslandssögunnar og bókin segir mikla sögu af örlögum ógæfufólks, ástum og harmi.“ Hver er eftirminnilegasta bókin sem þú hefur fengið að gjöf? „Þetta er erfið spurning. Kannski er bara eftir- minnilegast þegar mamma gaf mér bókina Love Story þegar ég var 14 ára. Þá var ég nýbúin að sjá myndina og gat endurupplifað hana við lestur bókarinnar sem ég las margsinnis. Ekki skemmdi fyrir að í bókinni voru nokkrar myndir af aðalleikurunum í kvikmyndinni, þeim Ali MacGraw og Ryan O´Neal. Þvílík hamingja að eignast þessa bók!“ Hvað er best með bóklestri? „Góður koddi og mjúk sæng.“ Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? „Líklega myndi ég velja bókina Einsamræður eftir Birtu Þórhallsdóttur. Falleg bók og fer vel í vasa, vel skrifuð og skemmtileg. Ef gjöfin væri ætluð barni myndi ég velja bókina Miðbæjarrottan sem er eftir Auði Þórhallsdóttur. Sú bók er ekki síður skemmtileg og fallega myndskreytt af höfundi. Þessar hæfileikaríku skáldkonur eru systur, ættaðar af Vatnsnesinu og ég er svo heppin að eiga þær fyrir frænkur,“ segir Helga að lokum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.