Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 7
Karen Owolabi var ráðin verslunar- og þjónustustjóri GSS í sumar. AÐSEND MYND.
Dagbjört Rós segir allt reynt til að styðja
vel við nýliða GSS. AÐSEND MYND.
Frá draumastað til nýs heimalands
ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is
Ég heiti Anna Berner, er fædd
í Þýskalandi árið 1997 og
ákvað ég að skrifa þennan
pistil um mína upplifun af því
að flytja til Hvammstanga,
mínar áskoranir og árangur.
Draumur minn var alltaf að
koma til Íslands, að skoða
landslagið, kynnast fólkinu
og að læra meira um íslenska
hesta.
Árið 2017 ákvað ég að koma til
Íslands til að vinna í sveitinni,
kynnast fólkinu, þjálfa hesta
og hjálpa í sauðburði. Það
var allavega planið. En eins
og lífið á Íslandi er, breyttist
planið fljótlega og ég þurfti
að læra að lifa við það og
aðlagast uppáhalds setningu
Íslendinga: „Þetta reddast“.
Á þessum fjórum mánuðum
lærði ég að lifa á allt annan hátt,
njóta hvers einasta dags, fara
út fyrir þægindarammann og
ég varð ekki bara ástfangin af
landslagi og dýrum, heldur líka
kærastanum mínum.
Ekki mikið seinna kom ég svo
aftur til Íslands, byrjaði að
vinna í bakaríi á Hvammstanga,
svo á hóteli á Laugarbakka og
síðustu tvö ár hef ég unnið í
leikskólanum Ásgarði.
Að flytja á nýjan stað er aldrei
auðvelt, sérstaklega ekki
þegar maður þarf að byrja
upp á nýtt í litlu samfélagi þar
sem maður þarf að kynnast
fólkinu, hefðum, tungumálinu
og margt fleira. En eins og ég
er tók ég áskoruninni og gerði
mitt besta. Ég lærði margt um
Ísland og íslenska íbúa, er
að gera mitt besta til að læra
tungumálið og er búin að klára
fyrsta árið mitt í Háskóla Íslands
í leikskólafræðum. Það voru
margar hindranir á leiðinni, en
margt frábært fólk í Húnaþingi
vestra hefur stutt mig í mínu
ferli.
Í dag get ég sagt að ég sé
komin heim á Hvammstanga og
hlakka til að sjá hvað framtíðin
felur í sér.
-
-
-
-
-
-
Anna skorar á Guðrúnu Láru
Magnúsdóttur á Melstað að
koma með pistil í Feyki.
Áskorandinn Anna Berner, nemi í
leikskólafræðum í Háskóla Íslands og
leiðbeinandi á leikskólanum Ásgarði.
MYND AÐSEND
Anna Berner á Hvammstanga
í Skagafirði. Fjöldi móta er
framundan og hugur í
kylfingum og svo er stefnt á
árshátíð um mitt sumar.“
Kristján Bjarni hefur verið
öflugur í formannsstólnum
undanfarin misseri en í nóvem-
ber verður nýr formaður GSS
kjörinn. „Það hefur verið
skemmtilegt og lærdómsríkt að
sinna starfinu og framtíð GSS
er björt. Í klúbbnum er fjöldi
fólks sem leggur sig fram í
sjálfboðavinnu en mörg
spennandi verkefni eru fram-
undan í sumar og á komandi
árum.“
Mikil þátttaka á nýliða-
námskeiði
Golfklúbburinn býður upp á
fimm vikna nýliðanámskeið
þar sem kennt er tvisvar í viku,
klukkutíma í senn. Á nám-
skeiðinu er farið í grunnatriði
golfsveiflunnar og helstu þætti
golfsins og endar það á móti
sem kallast vanur/óvanur þar
sem nýliðar spila með vönum
kylfingum í klúbbnum og slá til
skiptis.
„Þetta mót er virkilega
skemmtilegt og eru vanir
kylfingar alltaf tilbúnir að taka
þátt. Við skráningu á
nýliðanámskeið verða allir
fullgildir meðlimir í GSS,“ segir
Dagbjört Rós Hermundsdóttir,
formaður nýliðanefndar.
„Undanfarin tvö til þrjú ár
höfum við í GSS fundið fyrir
miklum áhuga á golfíþróttinni
og metfjöldi hefur verið á
nýliðanámskeiðum og klúbb-
meðlimum fjölgað ört sl. sumar
og þeim heldur bara áfram að
fjölga. Fyrir þetta sumar var
ákveðið að bjóða upp á
upprifjunarnámskeið fyrir þá
sem voru á nýliðanámskeiðinu í
fyrrasumar og varð mjög góð
þátttaka á því. Á nýliða-
námskeiðinu sem hófst 31. maí
sl. voru því aðeins einstaklingar
sem eru að fara í fyrsta sinn á
nýliðanámskeið eða hafa farið
fyrir einhverju síðan og er það
fullt. Við erum himinlifandi
með þátttökuna sem hefur
verið á námskeiðunum,“ segir
Dagbjört en 44 eru skráðir og
kennt er í þremur hópum.
Eins og áður segir eru
kennarar á námskeiðunum
mæðginin Árný Lilja Árna-
dóttir og Atli Freyr Rafnsson.
Árný Lilja er dóttir Árna
Jónssonar, fv. golfkennara, sem
kenndi m.a. á Króknum á árum
áður. Dagbjört segir Árnýju
reyndan kylfing og margfaldan
klúbbmeistara GSS og hefur séð
um nýliðanámskeiðin í mörg
ár.
Atli Freyr var nýlega ráðinn
íþróttastjóri GSS og mun
annast þjálfun barna og
unglinga ásamt því að sinna
almennum félagsmönnum.
Hann mun einnig skipuleggja
komur gestaþjálfara og starfa
með þeim við þjálfun, ásamt
því að starfa náið með barna-
og unglingadeild GSS.
„Það sem er framundan hjá
nýliðanefndinni er að taka vel á
móti nýliðunum og aðstoða þá í
að öðlast öryggi í því að fara út
á völl að spila. Einnig verða
viðburðir fyrir þá sem eru að
stíga sín fyrstu skref í golfinu.
Við höldum tíu háforgjafarmót
yfir sumarið sem Hard Wok
styrkir með miklum myndar-
skap. Þetta eru níu holu mót
sem haldin eru á þriðjudögum
og eru fyrir byrjendur og þá
sem eru með 30 eða hærra í
forgjöf en mörg dæmi eru um
að fólk komi beint af námskeiði
í háforgjafarmót. Einnig
höldum við gullteigamót fyrir
nýliðana, í þessum mótum er
spilað á svokölluðum gull-
teigum og þá er völlurinn
styttri,“ segir Dagbjört en lögð
er mikil áhersla á að taka vel á
móti nýliðum svo allir finni sig
velkomna í GSS. „Við erum
sífellt að skoða hvernig við
getum stutt betur við nýliða.
Eitt af því sem við erum að
prófa núna er að þeir nýliðar
sem þess óska geta fengið sinn
mentor, sem er vanur kylfingur
í klúbbnum. Hlutverk hans er
t.d. að spila hring eða hringi
með nýliðanum, fara yfir helstu
golfreglur með honum og sýna
hvernig á að skrá sig á rástíma
og í mót. Nýliðinn getur leitað
til síns mentors ef hann er
óöruggur með eitthvað.“
Mikil heilsuvakning hefur
verið hjá landanum síðustu ár
og áhersla lögð á heilbrigt
líferni og mikla útiveru sem
rímar vel við heilsueflandi
samfélag í Skagafirði. Dagbjört
segir golf falla vel að þeim
markmiðum enda góð hreyfing,
útivera og frábær félagsskapur.
„Golf hentar vel sem
fjölskyldusport þar sem allir
geta spilað saman óháð getu.
Við hér í Skagafirði eigum
frábæran níu holu golfvöll sem
fær oft góða umsögn frá
gestum. Við í GSS hlökkum til
golfsumarsins og að taka á móti
nýliðum og öllum þeim sem
heimsækja okkur á Hlíðarenda.“
Tvö ný störf hjá klúbbnum
Fyrir skömmu var greint frá því
á Feyki.is að tvö ný störf höfðu
verið búin til hjá golfklúbbnum
og tvö ráðin til að starfa á
Hlíðarendavelli í sumar. Annar
er áðurnefndur Atli Freyr
Rafnsson, en hann var ráðinn
íþróttastjóri klúbbsins og svo
Karen Owolabi verslunar- og
þjónustustjóri.
Karen starfaði á vöktum í
golfskálanum í fyrra, er stúdent
frá MR og hefur lokið einu ári í
Quinnipiac University, í
Connecticut í Bandaríkjunum.
Hún er uppalin í Hafnarfirði en
ættuð úr Skagafirðinum. „Afi
minn, Sigurður Aadnegard, og
amma mín, Sigríður
Pétursdóttir, búa hér ásamt
flestum ættingjum mínum. Ég
hef eytt flestum sumrum,
jólafríum, og páskum hér á
Króknum þannig að, þó að ég
búi í Hafnarfirðinum, þá tel ég
Krókinn vera heimilið mitt
líka.“ Karen útskrifaðist sem
stúdent frá Mennta-skólanum í
Reykjavík árið 2020 en stundar
nú nám í háskóla í
Bandaríkjunum. „Ég er að læra
stjórnmálafræði og lögfræði í
Quinnipiac University í
Connecticut. Í skólanum er ég í
ýmsum félögum, t.a.m.
nemendastjórn, pre-law society
og góðgerðarfélagi sem heitir
Foundation4Orphans.“
Þó Karen starfi á
golfvellinum segist hún ekki
vera golfari en, líkt og fleiri af
hennar ætt hefur körfuboltinn
heillað þar sem hún lék með
Haukum í tæp 14 ár. „Ég á
ennþá eftir að prófa að skella
mér í golf. Ég er alltaf inni í
skála á meðan aðrir eru úti á
velli en vonandi finn ég tíma til
að taka einn hring í sumar.“
Sem fyrr segir starfar hún sem
verslunar- og þjónustustjóri
sem felur í sér umsjón með
sjoppu og afgreiðslu sem og
aðstoð við gjaldkera og formann
við vöruinnkaup og auglýsingar
á starfi í skálanum.
Hún segir að eftir að skálinn
var opnaður á ný, seint í maí,
hafi bara gengið einstaklega vel
og stefnir allt í frábært
golfsumar. „Í ár erum við með
um 40 nýliða þannig að
golfklúbburinn heldur bara
áfram að stækka og stækka.
Eins og er þá hefur verið frábær
þátttaka í mótum og á
morgnana er skólinn iðandi af
lífi þegar krakkarnir koma á
æfingar þannig að það má búast
við mikilli traffík á vellinum í
sumar.“
23/2021 7