Feykir


Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 8

Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 8
Hammond C3 – Hefur hljómað á plötum með Trúbrot, Pelican og Paradís HLJÓÐFÆRIÐ MITT | Sæþór Már bladamadur@feykir.is Rögnvaldur Valbergsson | Hammond C3 Feykir fékk Rögnvald Valbergsson til að svara því hvert hans uppáhalds- hljóðfæri væri og greina nánar frá því. Rögnvald þarf nú vart að kynna en hann hefur verið áberandi í skagfirsku tónlistarlífi í fleiri, fleiri ár. Rögnvaldur er tónlistar- kennari við Tónlistarskóla Skagafjarðar, organisti í Sauðárkrókskirkju, undir- leikari Kvennakórsins Sóldísar ásamt því að útsetja og sjá um hljómsveitarstjórn á mörgum tónleikum sem haldnir eru víðsvegar um land. Hvaða hljóðfæri heldur þú mest upp á af þeim sem þú átt? -Hammond C-3 orgel, árgerð 1970. Ert þú fyrsti eigandinn að hljóðfærinu? -Ég er fimmti eigandi. Fyrsti eigandi var Karl J. Sighvatsson í Trúbrot, þá Pétur Hjaltested og svo Nikulás Róbertsson, þá eignaðist Hilmar Sverrisson það og ég keypti það af honum. Orgelið var orðið illa farið af slæmri meðferð en ég fékk Hjört Ingason listasmið hér í bæ til að taka kassann í gegn og heppnaðist afar vel, svo tók sjálfur Þórir Baldursson innvolsið (electronikina) fyrir tveimur árum og hljóðfærið er sem nýtt í dag. Hefur hljóðfærið hljómað á einhverjum plötum eða lögum? -Fjölmörgum plötum, Trúbrot, Pelican, Paradís, Póker og Start, svo fátt eitt sé nefnt, og á jólaplötu hjá Geirmundi meira að segja. Hefur þetta hljóðfæri eitthvað fram yfir svipuð hljóðfæri að þínu mati? -Nei ekki endilega, það er að vísu búið að setja í það svokallaðan Stringbass sem gefur því skemmtilega möguleika (hljómar svipað og kontrabassi). Gætir þú hugsað þér að selja það einhvern tímann? -Helst ekki fyrr en ég verð hættur að spila. Hefur þú séð á eftir einhverju hljóðfæri sem þú værir til í að eiga í dag? -Já, t.d. Burns Marvin gítar sem ég keypti af Elíasi Þorvalds í Gautum frá Siglufirði og hann hafði keypt hann af Gunna Þórðar í Hljómum frá Keflavík, þetta var reyndar ekki neitt sérstakur gítar, aðallega fallegur og svo út af sögunni, á reyndar miklu betri gítara í dag. Rögnvaldur Valbergsson við Hammond-inn sinn. MYND: AÐSEND Sigurður Ingi Einarsson að reyna að ná til veðurguðanna í gegnum yoga. MYND: AÐSEND Viðtal við Sigga Kúsk Búið að vera rosalega þurrt vor Nú þegar sólin hækkar og barómetið stígur upp fer jarðvinnsla í sveitum að taka enda. Blaðamaður Feykis forvitnaðist um það hvernig jarðvinnslan í vor hefur gengið hingað til og hafði samband við Sigurð Inga Einarsson, eða Sigga Kúsk eins og hann er jafnan kallaður. Þegar blaðamaður náði tali af Sigga hafði hann nýlokið sáningu í Sólheimagerði í Blönduhlíð hjá þeim Eyþóri og Dísu og var á leiðinni með sáðvélina í slipp á Kúskerpi eins og hann orðaði það. Siggi Kúskur býr á Kúskerpi og starfar hjá Kúskerpi ehf. við hin ýmsu störf sem falla til í landbúnaði, en í vor hefur hann aðallega séð um sáningu og mun síðan koma til með að sjá um rúllubindingu í sumar. Sigurður er spurður út í þau verk sem hann og Kúskerpi ehf. hafa verið að taka að sér í vor, en þau hafa verið af margvíslegum toga. „Sko, það er náttúrulega svo svakalega mikið, það er í rauninni bara allt sem kemur að jarðrækt skilurðu; það er þá plæging, tæting, sáning, völtun, áburðardreifing og kalk- dreifing. Þetta er svona aðaldæmið sem við höfum verið í en margir eru náttúrulega með þetta, ég er bara að sá, Helgi Fannar er að plægja, Dóri bróðir (Halldór Einarsson) er í áburðinum og Einar Örn í kalkinu, þetta dreifist á okkur, en þetta eru verkin sem við höfum verið að taka að okkur í vor. 26. apríl byrjuðum við að plægja eyrina á Kúskerpi. Ég sáði síðan í hana tveimur dögum síðar, 28. apríl. Aðstæðurnar, þær voru... þetta bara slapp. Þær voru ekkert mikið betri en það því það var svo kalt í vetur og lítill snjór að frostið náði svo mikið ofan í jörðina og var svo lengi í henni, en eyrin er svona malarmelur þannig að það var ekkert mál. Við rusluðum henni bara á þremur dögum eða eitthvað, plægðum hana, sáðum og völtuðum. Þannig að eyrin byrjaði þetta og síðan bara koll af kolli sko. Við erum búin að plægja 200 hektara, 85 af þeim eru fyrir okkur, Kúskerpi ehf., hitt er fyrir aðra. Ég er búinn að sá í 300 hektara og 85 hektarar af þeim eru líka fyrir okkur." Sigurður segir að þetta vor sé búið að vera frábrugðið öðrum, en það hefur verið óvenjulega þurrt og kalt í vor. „Þetta er búið að vera rosalega þurrt vor náttúrulega, bara svona óvenju þurrt, ekki búið að rigna neitt eiginlega og klakinn var svo mikill og lengi að fara úr jörðinni, þannig að við þurftum aðeins að velja stykkin til að fara í út af klaka. En þetta er samt ekkert sem hefur stoppað okkur. Helgi Fannar var nú að plægja áðan fyrir Gísla Björn á Vöglum og það kom meira að segja aðeins klaki þar, ekkert sem tefur verkið en það kom samt klaki upp úr jörðinni, 2. júní taktu eftir. Þetta var ekkert svona í fyrra. Og svo annað, hvað það var lengi að spíra fræið, ég sáði i eyrina í lok apríl og venjulega tekur þetta svona sjö, átta daga að spíra og koma upp, en núna? Ég veit ekki hvort þetta var hálfur mánuður eða hvað. Næturfrostið var svo mikið, alltaf, í byrjun maí, og náttúrulega engin bleyta, þannig að þetta var svo lengi að spíra og koma upp miðað við í venjulegi árferði. Hvað sem við svo sem köllum venjulegt." Sigurður er spurður að því hvenær hann haldi að heyskapur fari af stað, eitthvað sem margir hafa velt fyrir sér. „Heyrðu, þetta er mjög erfið spurning. En ég ætla að skjóta á að ef við fáum bleytu og það hlýnar dálítið hjá okkur, þá er ég að skjóta á 20. júní, eða eitthvað svoleiðis. Að heyskapur fari af stað þá, kannski ekkert á fullt, en fari af stað,“ segir Sigurður kátur að lokum. / SMH 8 23/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.