Feykir


Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 12

Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 23 TBL 9. júní 2021 41. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Sunnudaginn 6. júní var Nýprent Open mótið haldið á Hlíðarendavelli Golfklúbbs Skagafjarðar og er þetta mót ætlað fyrir börn og unglinga frá öllum golfklúbbunum á Norðurlandi. Nýprent Open er fyrsta mótið af fjórum í Norður- landsmótaröðinni en einnig verður spilað á Dalvík þann 4. júlí, á Ólafsfirði 27. júlí og svo er síðasta mótið haldið á Akureyri þann 29. ágúst. Leikið er í fimm flokkum, byrjendaflokki, 12 ára og yngri, 13-14 ára, 15-16 ára og svo 17 -18 ára í bæði stúlkna og drengjaflokki. Í ár var 61 keppandi skráður til leiks og var fyrsti hópurinn af eldri krökkunum ræstur út á slaginu 9:00 en þeir spila 18 holur. 12 ára og yngri hópurinn og byrjendaflokkurinn, voru svo ræstir út koll af kolli um eitt leytið og spiluðu þeir 9 holur. Mótið gekk afburða vel og voru veðurguðirnir nokkuð sáttir með að sjá loksins líf og fjör á vellinum og glöddu keppendur með þokkalega góðu golfveðri sem einkenndist af sól og smá vindi. Eftir að keppendur luku leik var farið í vippkeppni og gætt sér á pylsum og verðlaun afhent þeim sem stóðu sig best í hverjum flokki fyrir sig. Þá fengu allir krakkarnir í byrjendaflokki verðlaun fyrir þátttökuna á mótinu. Barna- og unglingaráð GSS vill þakka öllum þeim sem lögðu vinnu í að gera þennan dag ógleymanlegan fyrir krakkana okkar, kærlega fyrir og óskar öllum golfurum gleðilegs golfsumars. / SG Norðurlandsmótaröðin í golfi Nýprent Open Glæsilegur hópur af byrjendum sem eru að taka sín fyrstu skref í golfiþróttinni. MYNDIR: SYLVÍA DÖGG, MARGRÉT HELGA OG HJÖRTUR GEIRMUNDS. Um sumarið Einar umboðsmaður Stefánsson á Reynistað og Þorbergur Jónsson hreppstjóri á Dúki fengu Jens Jenssen Stæhr, plægingamann frá Skipalóni við Eyjafjörð, til að vinna að jarðabótum (plægingum), og var það nýmæli trúlega öðrum þræði runnið undan rifjum Jóns búfræðings Espólíns á Frostastöðum. Nokkur hross voru seld til útflutnings í Skagafirði. Brödrene Jacobsen í Höfða keyptu Grafarósverzlun. Eftir lát Sigurðar Gíslasonar á Fannlaugarstöðum sóttu hreppstjóri Vindhælishrepps og fleiri mjög fast, að kotið yrði ekki byggt aftur heldur „léð til fjárrekstrar“. Eigendur jarðarinnar, Áss- og Hofdalafólk, réð því af að leggja jörðina til Skrapatunguafréttar og fela umsjá hennar ,,valinkunnum manni vestra til allra umráða, ábyrgðar og afgjalds til 5 ára.“ Séra Björn Þorláksson á Höskuldsstöðum tók þetta að sér ,,móti 18 spesía eftirgjaldi“. Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 1852

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.