Feykir


Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 2

Feykir - 09.06.2021, Blaðsíða 2
Þegar ég var yngri maður en ég er í dag fór ég s n e m m a að hafa áhuga á þjóðmálum, þeim málum sem eru í gangi í þjóðfélaginu og í mínu heimahéraði. Ég myndaði mér skoðanir á ákveðnum hlutum, varði þær síðan og studdi eins og íþróttalið. Ef einhver hafði út á þær skoðanir að setja hafði hann einfaldlega bara rangt fyrir sér og ég rétt. Síðan fór ég í framhaldsskóla, kynntist nýju fólki, prófaði nýja hluti og öðlaðist víðari sýn á hlutina. Ein mín stærsta og verðmætasta reynsla í lífinu var þegar að ég áttaði mig á því að það væru fleiri hliðar á teningnum en sú sem ég sá. Ég fór að kynna mér röksemdir þeirra sem voru ósammála mér og uppfærði skoðun mína samkvæmt því, annað hvort féll ég meira frá henni eða að henni fyrir vikið, en eitt var víst, skoðunin sem slík styrktist. Grunnurinn varð betri, milliveggirnir og þakið, hún fór að halda vatni. Það kom einnig fyrir að ég áttaði mig á að skoðunin var einfaldlega á sandi byggð og féll hún því í næsta steypiregni. Þetta var hugljómun sem ég vona að fleiri hafi orðið fyrir, því ég mæli sterklega með þessari upplifun. Það er erfitt að reyna að bæta samfélagið ef meginþorri íbúa þess er búinn að ákveða að samfélagið sé ömurlegt og ekkert fær þeim haggað. Ég vona innilega að við viljum öll bæta okkar samfélag og ég held að lykillinn að því sé að auka víðsýni, ekki horfa á vandamál heldur lausnir og ganga í takt, því að flestar hindranir eru yfirstíganlegar í krafti fjöldans. Fjöldinn þarf ekki að vera sammála um allt saman, en svo lengi sem hann er sammála um sett markmið og til í að leita sameiginlegra lausna frá öllum hliðum, þá er vegurinn greiður. Sæþór Már Hinriksson blaðamaður LEIÐARI Víðsýni er öllum til happs AFLATÖLUR | Dagana 30. maí til 5. júní á Norðurlandi vestra Arnar landaði tæpum 471 tonnum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Elfa HU 191 Handfæri 3.284 Fengur ÞH 207 Handfæri 2.581 Hjalti HU 313 Handfæri 3.016 Hrund HU 15 Handfæri 1.506 Húni HU 62 Handfæri 547 Ísak Örn HU 151 Handfæri 1.355 Jenny HU 40 Handfæri 1.840 Kambur HU 24 Handfæri 1.981 Kópur HU 118 Handfæri 512 Kristín HU 168 Handfæri 1.257 Loftur HU 717 Handfæri 2.445 Lukka EA 777 Handfæri 1.599 Svalur HU 124 Handfæri 1.406 Sæunn HU 30 Handfæri 1.594 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.935 Viktoría HU 10 Handfæri 1.656 Víðir EA 432 Handfæri 1.249 Alls á Skagaströnd 49.040 HOFSÓS Skotta SK 138 Handfæri 1.136 Alls á Hofsósi 1.136 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 10.372 Alls á Hvammstanga 10.372 SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 470.574 Álborg SK 88 Handfæri 325 Drangey SK 2 Botnvarpa 210.128 Gammur II SK 120 Grásleppunet 2.255 Gjávík SK 20 Handfæri 1.633 Hafey SK 10 Handfæri 2.226 Kristín SK 77 Handfæri 2.011 Maró SK 33 Handfæri 1.437 Már SK 90 Handfæri 738 Málmey SK 1 Botnvarpa 148.217 Skvetta SK 7 Handfæri 1.121 Tara SK 25 Handfæri 1.270 Vinur SK 22 Handfæri 1.215 Alls á Sauðárkróki 843.150 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 1.784 Arndís HU 42 Handfæri 2.448 Auður HU 94 Handfæri 3.107 Bergur Sterki HU 17 Handfæri 2.402 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.978 Blíðfari HU 52 Handfæri 3.254 Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.450 Dagrún HU 121 Handfæri 1.854 Það var landað rúmum 843 tonnum í síðustu viku á Króknum og af þeim átti Arnar HU 1 meira en helming eða 470.574 kg. Togararnir Drangey SK 2 og Málmey SK 1 lönduðu einnig í vikunni samanlagt 358.354 kg. Strandveiðibátarnir níu sem voru á veiðum í þessari viku lönduðu tæpum 12 tonnum og var aflahæst Hafey SK 10 með 2.226 kg. Gammur II SK 120 landaði svo 2.255 kg af grásleppu en hann er sá eini sem er ennþá á grásleppuveiðum á Norðurlandi vestra. Á Skagaströnd voru 25 bátar á standveiðum í síðustu viku og náðu þeir að landa rúmum 49 tonnum og var Elfa HU 191 aflahæst með 3.284 kg en fast á eftir henni kemur Blíðfari HU 52 með 3.254 kg. Einn standveiðibátur landaði á Hofsósi, Skotta SK 138, 1.136 kg og einnig landaði einn bátur á Hvammstanga, Harpa HU 4, en hún var á dragnótarveiðum og var með 10.372 kg. Alls var landað 903.698 kg á Norðurlandi vestra. /SG Sameiningartillagan felld á Skagaströnd og í Skagabyggð Úrslitin mikil vonbrigði hjá oddvitum Skagabyggðar og Húnavatnshrepps Síðastliðinn laugardag var kosið um sameiningartillögu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húna- vatnssýslu; Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar. Tillagan var felld á Skagaströnd, þar sem 69,2% íbúa sögðu nei við sameiningu, og í Skagabyggð sögðu 54,7% íbúa nei. 89,4% íbúa Blönduósbæjar sögðu já við sameiningu og í Húnavatns- hreppi sögðu 56,6 % íbúa já. „Sveitarstjórnirnar fjórar hafa lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sam- einingarviðræður og kosið að nýju,“ segir á vef sam- eininganefndar. „Að sjálfsögðu voru þetta mikil vonbrigði, að þessum sveitarfélögum sem hafa haft mikið samstarf um langt skeið, skyldi ekki öllum lánast að samþykkja sameiningu. Ef til vill var það of mikil bjartsýni að vonast til að þetta gengi en það kom mér á óvart að Skagabyggð skyldi fella og hversu stórt hlutfall kaus gegn sameiningu á Skagaströnd, fyrst sveitar- stjórnin þar ákvað að taka þátt í þessari vinnu á annað borð,“ segir Jón Gíslason, formaður sameiningarnefndar og oddviti Húnavatnshrepps. Hann segir samstarfs- nefndina vera nú um það bil að ljúka störfum þar sem þessu verkefni er lokið en sveitarfélögin sem samþykktu tillöguna hafa ekki rætt framhaldið. „Það er ljóst að meirihluti íbúa í Húnavatnshreppi og á Blönduósi tók afdráttarlausa afstöðu með þessari sam- einingu. Hvað verður í framhaldinu verður tíminn að leiða í ljós. Ég vil þakka þeim félögum í RR ráðgjöf Róberti Ragnarssyni og Jóni Hróa Finnssyni kærlega fyrir gott samstarf og fag- mannlega vinnu í þessu sameiningarferli og óska þeim góðs gengis í sínum störfum í framtíðinni. Einnig vil ég þakka öllum nefndarmönnum fyrir samstarfið með von um að við getum öll notið sumarsins sem er nú loksins komið.“ Best að vera ekki með svartsýnisraus „Viðbrögð mín eru fyrst og fremst vonbrigði með niður- stöður hér í Skagabyggð og á Skagaströnd og komu þær mér á óvart. Ég taldi að íbúar væru á þeirri skoðun að gott væri að sameinast öllum hinum sveitarfélögunum í A-Hún. Mikil vinna er að baki hjá samstarfsnefnd og því eru það vissulega vonbrigði að þetta sé niðurstaðan,“ segir Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti Skaga- byggðar og bætir við að sveitarstjórn muni í framhaldi funda um niðurstöður en ekki liggur fyrir hvernig framhald gæti orðið. „Það er mikilvægt að íbúar sveitarfélaga fái að segja sína skoðun í framtíðaráformum þess og niðurstaðan hjá okkur er sú að fólki hugnast betur að vera án fjöldans, hvernig sem það á eftir að ganga. Best að vera ekki með svartsýnisraus hvað það varðar á þessari stundu heldur horfa fram á veginn og vinna úr niðurstöðum,“ segir Dagný Rósa. /SMH, PF 2 23/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.