Feykir


Feykir - 08.09.2021, Side 7

Feykir - 08.09.2021, Side 7
 Gestir voru fróðleiksfúsir og vonandi einhvers vísari á eftir. Gaman var að sjá sýrlensku íbúana kynna sér arfleifðina og takast á við bolina með áhuga og krafti. Takk fyrir komuna og sam- veruna. Á Byggðasafninu á Reykjum var sjónum beint að rekavið, vinnslu, nýtingu og mikilvægi í búsetusögu landsins. Nem- endur skólabúðanna fengu fræðslu þar að lútandi innifalda í safnakennslu vikunnar en síðan var sérstök dagskrá fimmtudaginn 2. september undir yfirskriftinni „Rekaviður, bátar og búsgögn“. Starfsmenn safnsins fóru þar yfir tilurð rekaviðar, björgun og vinnslu, og gestir fengu að spreyta sig. Stórtré var Myndir frá Evrópskum menningarminjadögum á Reykjum. MYNDIR: GR Eyjólfur Ármannsson Oddviti í Norðvesturkjördæmi Hleypum lífi í sjávarbyggðirnar! Leyfum frjálsar handfæraveiðar. Þær setja fiskastofna aldrei í hættu. Stórátak í samgöngum. Bættar samgöngur efla atvinnulíf og auka hagvöxt. Útrýmum fátækt. Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi. velt með skrúftogi, raftur var rifinn í girðingarstaura og lesið í boli. Sértaklega var rætt um heiti á einstökum stærðum á rekavið, lengdarmælingum og sverleika. Inni var hákarlaskipið Ófeigur sem smíðaður var úr rekaviði 1875 norður í Ófeigs- firði á Ströndum skoðaður, sem og aðrir minni hlutir og munir, en Strandamenn og Húnvetningar voru þekktir báta- og búsgagnasmiðir, með efniviðinn innan seilingar. Mjög mikilvægt er að draga fram það gríðarmikla erfiði, tíma og um leið kunnáttuna sem liggur að baki hverjum grip frá því að rekaviðarbolur valt um í fjöru og þar til hann var orðinn að báti, ausu eða aski, unnið með frumstæðum handverkfærum við misjafnar aðstæður. Menningarminjadagar á Byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði Rekaviður, bátar og búsgögn Fyrstu viku september hafa staðið yfir Evrópskir menn- ingarminjadagar þar sem markmiðið er að miðla fjöl- breyttum menningararfi þjóða til sem flestra einstaklinga og hópa með það fyrir augum að efla vitund og vitneskju um hvað einkennir bæði áþreifanlega og óáþreifanlega menningu landa. TEXTI & MYNDIR Gunnar Rögnvaldsson 34/2021 7

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.