Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 8
Nú seilist Bók-haldið stafrænt
suður yfir heiðar og mælir sér
mót við Móheiði Hlíf
Geirlaugsdóttur, þýðanda,
bókavörð og skáld. Móa er
árgangur 1976, fædd í
Aix-en-Provence í Frakklandi
en býr nú í Holtunum í
Reykjavík. Foreldrar hennar
eru Petrína Rós Karlsdóttir og
Geirlaugur Magnússon skáld
en hann kenndi til fjölda ára
við Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra svo öllu sé nú til
haga haldið og passað upp á
tengingar hingað í hið villta
[Norðurland] vestur.
Nú í október kom út önnur
ljóðabók Móheiðar hjá Pastel-
ritröð. Bókin heitir Gríseyjar –
ósýnilegt landslag og hún fæst á
heimasíðu þeirra, Pastel.is. Á
döfinni segir hún að sé að fá út-
gefnar ljóðaþýðingar sem hún
hefur verið að fást við.
Hvaða bækur ertu með á nátt-
borðinu? Ég er yfirleitt með
nokkrar í gangi, þær hafa verið
mislengi á náttborðinu en gott
að geta flakkað á milli ólíkra
bóka. Secondhand Time: The
last of the Soviets eftir Svetlana
Alexievich – stórmerkileg frá-
sögn Rússa um endalok komm-
únismans eftir Nóbelsverð-
launahafann Alexievich. Red
Comet: The short life and
blazing art of Sylvia Plath. Til-
tölulega nýleg ævisaga skáld-
konunar Sylvíu Plath. Rivage de
la Colère eftir Caroline Laurent
– frönsk skáldsaga sem gerist í
fyrrverandi frönsku nýlend-
unni Mauritius. Hefnd gras-
flatarinnar, smásögur eftir R.
Brautigan í frábærri þýðingu
Þórðar Sævars Jónssonar.
Hver er uppáhaldsbókin af þeim
sem þú hefur lesið gegnum
tíðina? Mémoires d‘une jeune
fille rangée eftir Simone de
Beauvoir sjálfsævisöguleg bók
um æsku og líf Beauvoir sem
ungrar stúlku, Landið sem ekki
er til eftir Edith Södergran,
ljóðabók í þýðingu Njarðar P.
Njarðvík, Anna Karenina eftir
L.Tolstoy, Kveðjuvalsinn eftir
Milan Kundera í þýðingu
Friðriks Rafnssonar og Dæs
eftir Lóu Hjálmtýsdóttur.
( BÓK-HALDIÐ ) oli@feykir.is
Finnst gaman að reyna að finna
einhverja fjársjóði í fornbókabúðum
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir | þýðandi, bókavörður og skáld
Hvers konar bækur lestu helst?
Ég les mest af skáldsögum og
ljóðum en les líka mikið af
ævisögum, teiknimyndasögum
og barnabókum og í raun allt
sem vekur áhuga minn.
Hvaða bækur voru í uppáhaldi
hjá þér þegar þú varst barn? Ég
er uppalin í Frakklandi og lærði
að lesa á teiknimyndasögum
eins og Mafalda og Lukku Láka.
Þar las ég líka Fimm bækurnar
eftir Enid Blyton. En eftir að ég
fluttist til Íslands las ég mikið af
bókum sem voru á háaloftinu
hjá ömmu minni eins og t.d.
Möttu Möju bækurnar og svo
varð ég fljótlega fastagestur á
Bókasafni Kópavogs og las alls
kyns barna og unglingabækur.
Eina bók, Sesselja Agnes eftir
Maria Gripe, tók ég aftur og
aftur á bókasafninu.
Er einhver ein bók sem hefur
sérstakt gildi fyrir þig? Mjög
margar bækur eru ómissandi
og hafa mikið tilfinningalegt
gildi. Allar ljóðabækurnar hans
pabba míns, Geirlaugs Magnús-
sonar, margar af fyrri bókunum
hans teiknaði ég og krassaði í á
mínum yngri árum sem gerir
þær enn persónulegri – mér
þykir mjög vænt um áritanirnar
hans. Einhverju sinni fékk ég
lánaða Önnu Kareninu hjá
pabba, kilja sem lá nú bara
þarna á einhverjum af bóka-
stöflunum sem var alltaf mikið
af í kringum hann. Pabbi var nú
ekkert á því að lána mér hana
en hann neitaði mér um fátt. Á
endanum féllst hann á það með
semingi, einhvern veginn varð
þessi marglesna trosnaða kilja
hans pabba ein af mínum
uppáhaldsbókum sem mér
finnst gott að hafa nálægt mér.
Hvaða rithöfundar eða skáld fá
hjartað til að slá örar? Ég er
alltaf spennt að sjá nýjar bækur
frá Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur, Auði Övu, Gyrði Elías-
syni og Óskari Árna meðal
annars. Ég hef verið að kynnast
ungum frönskum kvenrithöf-
undum frá fyrrum nýlendum
þeirra í gegnum franskan
bókaklúbb sem ég er í sem er
mjög hressandi því það er erfitt
að fylgjast með öllu því sem er
að gerast í bókmenntalífinu í
fæðingarlandi mínu héðan frá
skerinu.
Áttu þér uppáhalds bókabúð?
Ég átti mína uppáhaldsbóka-
búð í Aix þegar ég var barn,
þetta var frekar lítil búð en þar
voru barnabækur í hólf og gólf
og var þessi búð ævintýra-
heimur í mínum huga, mamma
fór oft með mig þangað og við
fórum sjaldan tómhentar út. Ég
hef sérstakt dálæti á fornbóka-
búðunum í Edinborg þar sem
ég bjó ásamt fjölskyldu minni í
þrjú ár. Ég mæli sérstaklega
með þeim sem eru í Grass-
market sem og í Stockbridge.
Ég á margar uppáhaldsbóka-
búðir í París. Það er frábær
heimspekibókabúð beint fyrir
utan Sorbonne háskólann t.d.
og svo auðvitað Shakespeare og
co á Signubökkum. Þó hún sé
orðin túristavædd er hún alltaf
jafn skemmtileg. Nú svo er ég
með mína eigin fornbókabúð í
bílskúrnum, Kanínuholan -
fornbókaveröld – sem er í stöð-
ugri þróun. Ég er bæði að gera
skúrinn upp smátt og smátt og
raða bókum og flokka. Opn-
unartímar eru enn frekar tak-
markaðir en það er alltaf hægt
að vera í sambandi ef fólk hefur
áhuga á að kíkja. Bókakostur-
inn sem er þar kemur að mestu
frá föður mínum en hann átti
mikið bókasafn sem mamma
mín, Petrína Rós Karlsdóttir,
hefur geymt fyrir mig eftir að
pabbi lést.
Hversu margar bækur heldurðu
að þú eignist árlega? Ég hef enga
tölu á því og það er alltaf mun
meira en ég ætla mér og nei ég
kemst ekki yfir þær allar – en
alltaf gott að eiga nóg að lesa.
Ertu fastagestur á einhverju
bókasafni? Ég er reyndar bóka-
vörður á Bókasafni Seltjarnar-
ness þannig ég er þar daglegur
fastagestur.
Hvaða bækur lastu fyrir börnin
þín? Einar Áskel, Astrid Lind-
gren, Sálminn um blómið, Lóu-
Móheiður á slóðum Einars Braga og Þórbergs Þórðarsonar í Suðursveit.
MYND AÐSEND
bækurnar, Barbapabba, Dæmi-
sögur Esóps, Roald Dahl og alls
kyns ævintýri um prinsessur.
Hefur þú heimsótt staði sér-
staklega vegna þess að þeir
tengjast bókum sem þú hefur
lesið? Já, við fjölskyldan skoð-
uðum hús Beatrix Potter í Lake
District í Englandi. Þegar ég var
12 ára fór ég í ferðalag með afa
og ömmu til Svíþjóðar til að
skoða hús Selmu Lagerlöf. Um
tvítugt bjó ég í París og fór á
slóðir Simone de Beauvoir,
Sartre og Bukowski m.a. Síðasta
sumar dvaldi ég í Sléttaleiti,
húsi gefið rithöfundasamband-
inu af fjölskyldu Einars Braga,
las þýðingar hans á samískum
og grænlenskum ljóðum og fór
á hið dásamlega Þórbergssetur
og las Í Suðursveit eftir Þór-
berg.
Hver er eftirminnilegasta bókin
sem þú hefur fengið að gjöf? Ég
á voðalega erfitt með að velja
eina en ein af þeim er þýðing á
ljóðum Edith Södergran sem
pabbi gaf mér að mig minnir á
19 ára afmælisdaginn. Sú bók
opnaði fyrir mér nýjan ljóða-
heim. Arnar Eggert, maðurinn
minn, er líka mjög duglegur að
gefa mér bækur, hann gaf mér á
síðasta ári nýútkomna ævisögu
Sylvíu Plath sem ég hef einmitt
að vera gæða mér á hægt og
rólega síðan.
Hvað er best með bóklestri?
Kaffibolli og malandi köttur í
kjöltunni.
Ef þú ættir að gefa einhverjum
sem þér þykir vænt um bók,
hvaða bók yrði þá fyrir valinu?
Ég myndi líklega gefa honum/
henni ljóðabók eftir einhvern af
mínum uppáhaldshöfundum.
Mér finnst líka gaman að reyna
að finna einhverja fjársjóði í
forn-bókabúðum. Nú, ef ég
væri aðeins ríkari myndi ég
gefa öllum sem ég gæti bókina
Dæs eftir Lóu Hjálmtýsdóttur.
Bókin eru teikningar sem hún
gerði, eina á dag frá annus
horribilis 2020. Á ótrúlega
sjarmerandi og fallegan hátt
fangar Lóa samtíð sína, skondnu
hliðar hversdagsins og tragí-
kómíkina.
8 41/2021