Feykir - 03.11.2021, Side 4
Það hafa eflaust margir rekið
augun í hann Lúðvík Björn
sem flatmagar í garðinum á
Öldustígnum á Króknum.
Lúðvík eða Lúlli eins og hann
er oftast kallaður er nefni-
lega ekki mikið að kippa sig
upp við það að einhver labbi
framhjá garðinum hans en
eigandi hans er Benjamín
Elínór, sjö ára, en foreldrar
hans eru Sigurlaug Vordís og
Sigfús Arnar.
Lúlli er af tegundinni
Chow Chow sem minnir
einna helst á mjög loðinn
bangsa og er eitt af einkennum
tegundarinnar tvöfaldi þykki
feldurinn og er hann extra
þykkur í kringum hálssvæðið.
Augun eru möndlulaga og
frekar djúpsett en það
furðulegasta við þá er tungan
því þessi tegund er með
fjólubláa eða blásvarta tungu
sem þykir skrítið og er talið,
út frá henni, að þessi tegund
sé komin af úlfum.
Hvernig eignuðust þið Lúlla?
„Mamma og pabbi fengu
hann hjá Dropasteins-
ræktun, rétt hjá Hveragerði
árið 2012. Lúlli er því tveimur
árum eldri en ég.“
Hvað er skemmtilegast við
Lúlla? „Það er skemmtilegast
að knúsa hann því hann er
svo loðinn og mjúkur.“
Hvað er erfiðast? „Stundum
þegar ég er að hlaupa, þá eltir
hann mig.“
Ertu með einhverja sniðuga
eða merkilega sögu af Lúlla?
„Lúlli á það til að stelast upp í
sófa og þá kallar pabbi hann
Sofanius Klemenz og það
finnst mér mjög fyndið. Einu
sinni hoppaði hann upp á
borð og át fullann poka af
osta Doritos snakki en upp-
áhalds maturinn hans er
Lasagne. Lúlla finnst hund-
leiðinlegt að horfa á íþróttir í
sjónvarpinu en hann elskar
að liggja í garðinum og
sérstaklega þegar það snjóar.
Lúlli þolir ekki að stíga í polla
hann heyrir bara það sem
hann vill heyra og svo hrýtur
hann rosalega hátt. Þá er Lúlli
alltaf fyrstur til að taka á móti
gestum og er rosalega góður
við alla.“
Feykir þakkar Benjamín kær-
lega fyrir að svara þættinum
Ég og gæludýrið mitt.
Benjamín Elínór og Lúðvík Björn í góðu yfirlæti.
AÐSENDAR MYNDIR
Lúlli horfir
ekki á íþróttir!
ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | siggag@nyprent.is
Benjamín Elínór Sigfússon | Hundurinn Lúlli
Skákþing Norðlendinga á Kaffi Krók
Skákmeistarinn verður að
eiga lögheimili á Norðurlandi
Skákþing Norðlendinga verður haldið á Kaffi
Krók á Sauðárkróki 12. til 14. nóvember og hefst
taflmennskan kl. 19.00, föstudagskvöldið 12.
og verða þá tefldar fjórar umferðir atskáka
með 25 mín. umhugsunartíma.
Á laugardeginum verða tefldar tvær kappskákir
90 mín. + 30 sek. á leik og er sú fyrri kl. 10.00
og sú seinni kl. 16.00. Þriðja kappskákin er svo
kl. 10.00 daginn eftir og að henni lokinni
Hraðskákþing Norðlendinga, sem líklega verður
um kl. 14.00, eftir því sem kemur fram á
heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks. Þátttökugjald
er kr. 2000 á skákþingið en ekkert í hrað-
skákmótið. Fyrstu verðlaun verða kr. 50.000,
önnur 35.000, þriðju 20.000, fjórðu 15.000 og
aukaverðlaun til efsta manns undir 1800 stigum,
10.000. Peningaverðlaun skiptast milli þeirra
sem fá jafn marga vinninga. Titilinn Skákmeist-
ari Norðlendinga getur aðeins hlotið sá sem á
lögheimili á Norðurlandi og ræður þá stiga-
útreikningur verði menn jafnir að vinningum.
Hægt er að tilkynna þátttöku á Skák.is eða hjá
jhaym@simnet.is og í 8653827.
Að sögn Jóns Arnljótssonar, formanns TS,
tók félagið þátt í Íslandsmóti Skákfélaga fyrir
skömmu og gekk vel. Eftir fyrri hlutann situr það
í efsta sæti fjórðu deildar en seinni hlutinn fer
fram í mars. Jón segir að liðið hafi að miklu leyti
verið skipað brottfluttum að þessu sinni. /PF
Sláturtíð að enda
Lömbin talsvert vænni nú en fyrir ári
Rúv.is sagði frá því fyrir helgi að
sláturtíð væri víðast hvar að
enda en í einhverjum
sláturhúsum verður þó slátrað
fram í nóvember. Hjá
sláturhúsinu á Hvammstanga er
meðalþyngd dilka talsvert hærri
en í fyrrahaust og það þakkar
sláturhússtjórinn sífellt betri
árangri bænda við ræktun.
Í fréttinni var rætt við Davíð
Gestsson, sláturhússtjóra Slátur-
húss KVH á Hvammstanga, en
þar lauk slátrun sl. föstudag. 150
manns hafa unnið við slátrun á
Hvammstanga frá því um
mánaðamótin ágúst september.
Heldur færri voru við slátrun
þar nú en í fyrra, að mestu
pólskir verkamenn. „Það helgast
dálítið af því að fólk var ragt við
Sláturhúsið á Hvammstanga. SKJÁSKOT AF VEF RÚV
Flottir félagar.
að láta bólusetja sig og koma en
við mæltumst til þess að fólk
myndi koma bólusett. En svona
heilt yfir gekk þetta bara nokkuð
vel, nokkuð góður mannskapur
sem við höfum,“ sagði Davíð.
Samtals var 92.500 fjár
slátrað á Hvammstanga og yfir
90 prósent af því lömb sem
hann segir hafa verið talsvert
vænni en í fyrrahaust og
meðalvigtin því hærri. „Já, ég
held að við séum að fara einhver
400 grömm yfir síðasta ár. Það
þykir nokkuð gott.“ /ÓAB
Sveitarfélagið Skagafjörður
Hvatapeningar hækka um áramótin
Á heimasíðu Sveitarfélagsins
Skagafjarðar segir að
sveitarstjórn hafi samþykkt
tillögu félags- og tóm-
stundanefndar um að hækka
hvatapeninga úr 25.000
krónum í 40.000 krónur frá og
með 1. janúar nk. Hvatapeningar
eru ætlaðir til niðurgreiðslu
íþrótta- og tómstundastarfs
barna á aldrinum 5-18 ára með
lögheimili í Sveitarfélaginu
Skagafirði. Reglur um
hvatapeninga verða áfram
óbreyttar.
Í reglum um hvatapenina
segir m.a. að öll börn 5-18 ára
með skráð lögheimili í
Sveitarfélaginu Skagafirði eigi
rétt á Hvatapeningum. Iðkendur
eiga rétt á styrk frá og með því
ári sem fimm ára aldri er náð, til
og með því ári sem 18 ára aldri er
náð. Hvatapeninga er hægt að
nýta til að greiða niður æfinga-/
þátttökugjöld í skipulögðu
íþrótta-, lista- og tómstundastarfi
og er ætlað að auka jöfnuð í sam-
félaginu, fjölbreytileika íþrótta-,
lista- og tómstundastarfs og
styrkja félagslegt umhverfi og
hafa jákvæð áhrif á þroska barna
og unglinga.
„Eins og bókað var á fundi
félags- og tómstundanefndar þá
er ástæða til að fagna samstöðu
um hækkun hvatapeninga, enda
mikilvægt að styðja enn frekar
við íþrótta- og tómstundaiðkun
barna,“ segir í fréttinni á vef
sveitarfélagsins. /ÓAB
Frá Sauðárkróki. MYND: ÓAB
4 42/2021