Feykir - 03.11.2021, Qupperneq 5
Liggurðu á frétt?
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Tap í deild og bikar eftir góða byrjun
Hökt á Tindastólsmönnum
Eftir fína byrjun í Subway-
deildinni hafa Stólarnir mátt
sætta sig við tvö töp í Síkinu
síðustu vikuna. Fyrst gegn
spræku liði Grindvíkinga,
77-86, og nú á sunnudag komu
Stjörnumenn og hentu liði
Tindastóls út úr VÍS bikarnum í
spennandi leik sem endaði
78-79.
VÍS bikarinn
Það voru of fáir leikmenn sem
skiluðu alvöru sóknarframlagi
gegn Stjörnunni og í raun
makalaust að það var mögu-
leiki á sigri í lokasókn Tinda-
stóls en liðið var mest 16
stigum undir í þriðja leikhluta.
Badmus og Siggi drógu vagn-
inn en áfram heldur eyði-
merkurganga liðsins utan 3ja
stiga línunnar. Settu Stólarnir
fjóra þrista í 26 skotum, sum
skotin sem klikkuðu voru úr
galopnum færum, en nýting
gestanna var heldur skárri, tíu
niður í 40 skotum! Stólarnir
tóku fleiri fráköst en þar var þó
mjótt á munum.
Badmus var öflugastur í liði
Tindastóls, gerði 23 stig og tók
átta fráköst en tapaði boltanum
fimm sinnum. Siggi Þorsteins
náði aftur vopnum sínum eftir
erfiðan Grindavíkurleik, tók
tíu fráköst og gerði 18 stig og
Taiwo Badmus sýndi góða takta í liði Tindastóls gegn Stjörnunni. MYND: HJALTI ÁRNA
VÍS bikarinn | Breiðablik 111–53
Stólastúlkur áttu ekki breik í Blika
Kvennalið Tindastóls mætti liði Breiðabliks í 16
liða úrslitum VÍS bikarsins sl. sunnudag og var
spilað í Smáranum í Kópavogi fyrir framan 32
áhorf-endur. Lið Blika spilar í Subway deildinni og
er ansi sterkt þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn
af fyrstu sex leikjum sínum í vetur. Þær reyndust í
það minnsta of sterkar fyrir Stólastúlkur og unnu
að lokum stórsigur, 111-53, og lið Tindastóls því úr
leik í bikarnum.
Það var ekki til að auðvelda verkefnið fyrir gest-
ina að í liðið vantaði Ksenju Hribljan sem tók út
leikbann eftir að hafa verið vísað úr húsi gegn KR
í leik liðanna í 1. deildinni fyrr í október. Maddie
Sutton kom liði Tindastóls í 0-2 og síðan í 3-4
áður en mínúta var liðin. En þá skildu leiðir.
Heimastúlkur voru yfir, 30-13, að loknum fyrsta
leikhluta en Stólastúlkur náðu að saxa aðeins á
forskotið í upphafi annars leikhluta, minnkuðu
muninn í 33-20, en þá komu þrjár 3ja stiga
körfur í röð frá Önnu Soffíu Lárusdóttur og
Blikastúlkur brunuðu fulla ferð áfram. Staðan í
hálfleik var 64-27.
Þriðji leikhluti var sígildur hjá liði Tindastóls
sem gerði átta stig á meðan heimastúlkur skiluðu
32 stigum á töfluna. Staðan 96-35 þegar fjórði
leikhlutinn hófst og þá tókst gestunum loks að
vinna leikhluta, 15-18, og laga stöðuna örlítið.
Maddie var atkvæðamest að venju í liði
Tindastóls en hún gerði 22 stig og tók 17 fráköst.
Eva Rún gerði 14 stig og tók sjö fráköst en aðrir
leikmenn skiluðu minna. Blikar voru fremri á
öllum sviðum körfuboltans í dag en þó munaði
litlu í frákastabaráttunni (45/41), Maddie alveg
ólseig þar. Meðalaldur byrjunarliðs Stólastúlkna
í leiknum var 19 ár. /ÓAB
Bess var með 15 stig og tíu
fráköst en skotnýtingin var
ekki góð. Bakverðir liðsins
voru mistækir og þurfa að
gera betur en í þessum leik ef
liðið ætlar að vinna leiki á ný.
Helgi Rafn var ónotaður vara-
maður líkt og í síðasta leik en
hann glímir við meiðsli. /ÓAB
Subway-deildin
Grindvíkingar héldu sigur-
göngu sinni áfram í Subway-
deildinni í körfubolta og sóttu
tvö mikilvæg stig í Skaga-
fjörðinn sl. fimmtudag þegar
þeir báru sigurorð af lánlitlu
Tindastólsliði. Þriðji leikhlut-
inn reyndist heimamönnum
erfiður og kostaði þá sigurinn
þegar upp var staðið. Loka-
tölur 77 - 86.
Javon Anthony Bess var
sem fyrr öflugur í liði
Tindastóls og gerði 30 stig en
tók aðeins fimm fráköst og
Taiwo Hassan Badmus 13 stig
og þrjú fráköst.
„Við eiginlega héldum ekki
okar plani, sóttum lítið inn,
drævuðum lítið í götin en
þegar við gerðum það þá setti
Bess nokkra þrista í röð.
Hefðum við gert það áfram
hefði þetta kannski endað
öðruvísi en við alla vega
gerðum ekki það sem við
ætluðum okkur í þessum
leik,“ sagði Helgi Rafn Viggós-
son í samtali við Feyki. /PF
Anna Karen Hjartardóttir gerði sex stig. MYND: DAVÍÐ MÁR
Landsamband hestamannafélaga
Guðmar Freyr efnilegastur og
Þúfur keppnishestabú ársins
Fyrir helgi fór fram á Hotel
Natura verðlaunahátíð
Landssambands hesta-
mannafélaga en þar áttu þrír
Skagfirðingar möguleika á
knapaverðlaunum og tvö
skagfirsk bú fyrir keppnis-
hestabú ársins 2021. Guðmar
Freyr Magnússon var valinn
efnilegasti knapi landsins 2021
og Þúfur hlaut nafnbótina
keppnishestabú ársins.
Guðmar Freyr Magnússon
hlaut þann heiður að vera
valinn efnilegasti knapi árs-
ins 2021 en sumarið var
honum heilladrjúgt þrátt fyrir
skakkaföll sem næstum komu
í veg fyrir að hann næði að
keppa á helstu hestamótum
landsins eins og fram kom í
viðtali við hann í Feyki síð-
ustu viku.
Í frétt á Eiðfaxa.is má sjá
tilkynningu frá LH þar sem
segir að Guðmar Freyr hafi
staðið sig afar vel á árinu.
„Hann varð Íslandsmeistari
ungmenna í tölti á Sigursteini
frá Íbishóli og vann ung-
mennaflokk á Fjórðungs-
mótinu í Borgarnesi á Eldi frá
Íbishóli. Hann er efstur á
stöðulista ársins í tölti ung-
menna. Hann náði einnig
góðum árangri í fimmgangi á
Rosa frá Berglandi og er
ofarlega á stöðulista ársins í
þeirri grein. Guðmar Freyr
kemur vel fyrir með kurteisina
að vopni og hann á svo sannar-
lega framtíðina fyrir sér, hann
er efnilegasti knapi ársins.“
„Þakklæti kemur efst í
huga fyrir veittan stuðning frá
pabba, mömmu og öllum
hinum,“ sagði Guðmar við
fyrirspurn Feykis um hvernig
honum væri innanbrjósts eftir
daginn.
Þá hlutu Þúfur viðurkenn-
ingu sem Keppnishestabú árs-
ins en þar ráða þau Mette
Mannseth og Gísli Gíslason
ríkjum. „Að Þúfum í Skaga-
firði rækta þau Gísli Gíslason
og Mette Mannseth afreks-
hross í fremstu röð og hafa
gert um árabil. Hross frá þeim
voru í úrslitum í öllum hring-
vallargreinum á Íslandsmót-
inu með knöpum sínum en
það voru þau Skálmöld, Kalsi,
Sólon, Blundur og List. Þá stóð
Kalsi efstur í A-flokki gæðinga
á Fjórðungsmótinu í Borgar-
nesi auk þess að þau List og
Blundur voru í A-úrslitum í
B-flokki. Frábær árangur hjá
búi þar sem að þegar þessi
hross voru að koma í heiminn
fæddust á bilinu 8-10 folöld á
ári. Fleiri hross en þau sem
áður hafa verið upp talin
standa að baki þessum frábæra
árangri og má þar nefna þau
Kaktus og Værð. Gísli og Mette
temja, þjálfa og sýna langflest
af sínum hrossum sjálf og eru
fagmenn fram í fingurgóma,“
segir í umsögn LH.
Aðrir sem hlutu verðlaun
voru Jakob Svavar Sigurðsson
sem íþróttaknapi ársins,
Daníel Jónsson gæðingaknapi
ársins, Konráð Valur Sveinsson
skeiðknapi ársins en Árni
Björn Pálsson fékk tvenn
verðlaun, annars vegar sem
kynbótaknapi ársins og það
sem allir sækjast eftir; knapi
ársins 2021. /PF
Eldur frá Íbishóli eftir sigur á Fjórðungsmóti. MYND: BRYNJA GNÁ BERGMANN
42/2021 5