Feykir


Feykir - 03.11.2021, Side 10

Feykir - 03.11.2021, Side 10
Alex Már Sigurbjörnsson, veitukall hjá Skagafjarðar- veitum, er fæddur og uppalinn á Króknum en flutti sig fram í Varmahlíð og býr þar í dag með fyrirliða meistaraflokksliðs Tindastóls. Ekki fer miklum sögum af afrekum Alex á völlum fótboltans á síðu KSÍ annað en að hann hafi skipt úr Tindastól í Drangey og fengið leikheimild um miðjan júlí 2017. Alex er þekktari fyrir fimi sína á bassagítarinn þar sem hann er m.a. meðlimur Hljómsveitar kvöldsins. Hann vill þakka Halldóru frænku sinni fyrir þessa áskorun og dembir sér í spurningarnar. Hvert er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Ég er búinn að halda með Liverpool frá því að ég man eftir mér. Líklega hefur rauði liturinn heillað mig þegar ég mátti kaupa fyrsta gallann. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Þeir munu lík- lega eiga ágætis tímabil í ár. Sé þá fyrir mér í topp fjórum. Enn er líklega fullsnemmt að fara að koma með einhverjar titilóskir þar sem það hefur nú komið í bakið á manni stundum. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Já, mjög svo. Vel þjálfað og mannað lið sem spilar skemmtilegan sóknarbolta. Mættu samt kannski bæta við einum framherja. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Það vill nú þannig til að ég vinn á þannig vinnustað að meiri- hlutinn heldur með Júnæted. Þar af leiðandi er það eiginlega óumflýjanlegt að lenda stund- um í rifrildi við þá, en maður veit svo sem að þeir vita ekki betur og leyfir þeim því oft bara að pústa. Hver er uppáhaldsleikmað- urinn fyrr og síðar? -Væri auðvelt að segja Gerrard, en ég hef alltaf haldið mikið upp á danska varnartröllið Daniel Agger. Einnig var ég líka alltaf mjög hrifinn af Bendtner, leik- manni Arsenal. Svoleiðis slútt- arar sjást ekki oft í dag. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Hef ekki enn gerst svo frægur að fara á leik með þeim og skammast mín þokkalega fyrir það. Það er samt búið að vera á stefnuskránni síðustu ár, vantar bara kjarkinn. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Á nokkrar treyjur og trefla og þess háttar dót. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðn- ingi við liðið? -Náði nú bróður mínum með mér í samfélagið, þó að foreldrarnir séu Arsenal- fólk. Einnig á ég einn frænda sem heldur með Arsenal sem er farinn að suða um inngöngu í klúbbinn. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Aldrei dottið það í hug. Uppáhalds málsháttur? -Illt er að kljást við kollóttan. Einhver góð saga úr bolt- anum? -Maður lenti nú örugg- lega oft í einhverju skemmtilegu í boltanum, en annars stendur alltaf upp úr hjá manni þegar við í 3. flokki karla fórum út til Danmerkur að keppa á móti þar og enduðu í 2. sæti. Þar vorum við alltaf að snáðast og lentum í ýmsum uppákomum. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Maður hefur nú ekkert mikið verið að hrekkja en það kemur svona annað slagið fyrir að maður er plataður í eitthvað, misgóðir hrekkir að sjálfsögðu og kannski ekki allt prentvænt. Spurning frá Halldóru Andrés- dóttur: -Ef þú gætir farið aftur í tímann og farið á hvaða leik sem er í ensku, hvaða leik myndir þú velja og af hverju? Yrði líklega að velja Liverpool- AC milan 2005, það var einn stórgóður leikur. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Arnór Guðjónsson. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Kann Tommi Tuchel ekki að nota Lukaku eða er þetta sprungin blaðra ? Alex Már. MYND AÐSEND Leyfir illa upplýstum vinnufélögum bara að pústa LIÐIÐ MITT | palli@feykir.is Alex Már Sigurbjörnsson | Liverpool Lagfæringar við Laxárvatnsvirkjun Nauðsynlegt að þétta stífluna Húnahornið segir frá því að steypuskemmdir eru í vegg Laxárvatnsvirkjunar við Laxá á Ásum og hefur RARIK óskað eftir heimild frá Húnavatns- hreppi til viðgerða á stíflunni. „Að mati RARIK er nauð- synlegt að þétta stífluna og styrkja og verður það gert með því að klæða hana að innan með dúk og fylla þar að með möl og kjarnaefni. Að framan verður stíflan styrkt með grófum kjarna og grjóti. Leyfi hefur fengist frá Fiskistofu vegna framkvæmdar- innar, sem og frá landeigendum báðum megin ár og frá þremur stjórnarmönnum í veiðifélagi Laxár á Ásum,“ segir í fréttinni á Húni.is. /ÓAB Siglufjarðarvegur Aldrei verður hægt að laga veginn almennilega Á Vísi.is er sagt frá því að Vegagerðin hafi í byrjun október lýst yfir viðvarandi óvissustigi á Siglufjarðarvegi vegna jarðskriðs og hættu á grjóthruni allt árið um kring. Fyrrverandi eftirlitsmaður telur að aldrei muni vera hægt að laga veginn almennilega, finna verði varanlegri lausn. Allur hluti vegarins sem liggur um Almenninga er flokk- aður sem skriðuhættusvæði og þegar því lýkur við Mánárskriður tekur við grjóthrunssvæði alla leið inn í Siglufjörð. Ástandið á veginum er að sjálfsögðu afar bagalegt fyrir þá sem þurfa að fara um svæðið; Siglfirðinga sem heimsækja eða fara um Skagafjörðinn og til dæmis Fljótamenn sem þurfa að sækja þjónustu á Sigló. Þá hefur umferð um Tröllaskaga aukist með tilkomu Héðinsfjarðar- ganganna enda spennandi og fallegt svæði sem höfðar til ferðalangsins. Í frétt Vísis.is kemur fram að í viðbragðsáætlun Vegagerðar- innar vegna hættu á veginum segi að þar aki að meðaltali 295 bílar á sólarhring. Þeir eru mun fleiri yfir sumartímann; 510 að meðaltali á dag en 130 á veturna. Þær eru ófáar fréttirnar sem hafa birst í Feyki síðustu árin þar sem sagt er frá skriðuhættu á veginum, bæði vegna grjót- hruns, jarðsigs, skriðuhættu og vegurinn ósjaldan ófær vegna snjóa eða snjóflóðahættu yfir veturinn. Vitað er til þess að fólk veigri sér við að fara veginn vegna ástands hans. Það er í raun ekki eftir neinu að bíða með að bora göng úr Fljótum í Siglufjörð. /ÓAB Stífla Laxárvatnsvirkjunar í Austur-Húnavatnssýslu. MYND AF VEF RARIK Frá Siglufjarðarvegi 5. febrúar 2021. MYND: ÓAB 10 42/2021

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.