Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 4. A P R Í L 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 79. tölublað . 110. árgangur . STEFNIR Í ENDURTEKNA BARÁTTU KUSK FÓR MEÐ SIGUR AF HÓLMI SKYLDA VIÐ SAMFÉLAGIÐ ER STERK MÚSÍKTILRAUNIR 28-29 HARPA SKÁTAHÖFÐINGI 10FRAKKLAND 14 Andrés Magnússon andres@mbl.is Skelfileg grimmdarverk rússneska hersins í Úkraínu hafa komið í ljós síðustu dægur eftir að herlið hans var dregið frá umsátri um Kænu- garð, höfuðborg Úkraínu. Fundist hafa mörg hundruð lík óbreyttra borgara, sem virðast hafa verið teknir af lífi eða drepnir af handahófi á götum úti. Þar á meðal eru konur og börn, þó að meirihlutinn séu karlar. Sum líkanna hafa verið skilin eftir eins og hráviði á götum bæjarins Bútsja, skammt norðvestur af höf- uðborginni, en á einni þeirra fundust a.m.k. 20 lík á víð og dreif. Annars staðar hafa fundist lík í fjöldagröfum, þar sem höfuð eða lík- amslimir hafa stungist upp úr jörð- inni, en á öðrum stöðum hefur þeim verið komið fyrir í kjöllurum. Gerð hefur verið tilraun til þess að brenna sum líkanna og allmörg bera merki þess að fólkið hafi sætt pyntingum. Fundist hafa lík, þar á meðal af börnum, sem virðast hafa verið bundin og síðan tekin af lífi. Aðrir, sem virðast hafa reynt að komast undan á flótta, hafa verið afhöfðaðir. Hernaðarsérfræðingar telja að um skipulögð ódæði sé að ræða, Rússaher hafi áður beitt sömu að- ferðum í Tsjetsjníu. Pútín ber ábyrgðina Vestrænir leiðtogar hafa fordæmt þessi grimmdarverk „Svívirðilegar árásir Rússlands á saklausa borgara í Írpín og Bútsja eru til enn frekari sönnunar um Pút- ín og her hans fremja stríðsglæpi í Úkraínu,“ sagði Boris Johnson, for- sætisráðherra Bretlands í gær. „Við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en réttlætinu er fullnægt.“ Að sögn Írynu Venediktovu, rík- issaksóknara Úkraínu, er þegar búið að finna 410 lík óbreyttra borgara, en sú tala er ekki staðfest. António Guterres, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, sagði í gær myndir frá Úkraínu vera átakanlegar og að sjálfstæð rannsókn á atburðunum væri nauðsynleg. Rússar segja myndirnar sviðsettar. BLÓÐBAÐ Í BÚTSJA - Skipuleg fjöldamorð Rússa á óbreyttum borgurum í Úkraínu blasa við - Konur og börn á meðal hinna myrtu - Rússlandsher sakaður um skipulagða stríðsglæpi - Vestrænir leiðtogar vilja draga Vladímír Pútín til ábyrgðar M Rússar fremja stríðsglæpi »13 Ronaldi Schemidt/AFP Úkraína Fjöldi líka af óbreyttum borgurum hefur fundist á víð og dreif í nágrenni Kænugarðs, sum á götum úti en önnur í fjöldagröfum eða staflað upp í kjöllurum. Þar á meðal eru konur og börn. _ „Við höfum ekki tekið á móti einni steinvölu frá Ölfusi í Bola- öldu og við höf- um engar tekjur af þessari starf- semi,“ segir Ell- iði Vignisson, bæjarstjóri Ölf- uss, um fyrirhug- aða lokun Bola- öldu fyrir urðun jarðvegs frá höfuðborgarsvæðinu. „Þessi mál verður að leysa þar sem þau eiga heima,“ bætir hann við en kveðst hafa skilning á óvissu verktaka. »2 Sveitarfélögin þurfa að sjá um sig sjálf Elliði Vignisson Ari Páll Karlsson Kristján Jónsson Vesturbæingar í grennd við Hótel Sögu hafa margir lagst á eitt við að útvega flóttafólki, sem þangað er komið frá Úkraínu, ýmsar nauðsynj- ar og aðrar vörur. „Samtakamátturinn er ótrúleg- ur,“ segir Markús Már Efraím, sem leitt hefur hópinn. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að stjórn- völd megi gera margt betur þegar kemur að aðbúnaði fólksins. „Þetta eru orðnir 92 flóttamenn sem eru þarna á hótelinu núna. Sumir þeirra skilst mér að séu ekki einu sinni með rúm,“ segir Markús. „Þetta er auðvitað rosalegur fjöldi að kemur hingað en manni finnst það auðvitað bagalegt að það geti gerst á Íslandi að flóttamanneskja sé sett í herbergi þar sem er ekki einu sinni rúm.“ Fjöldi fólks hefur boðið fram krafta sína eftir að Markús stofnaði til framtaksins. „Það er svo margt sem vantar. Fólk er ekki með kló- settpappír eða neitt.“ Opinber fjöldi þess flóttafólks frá Úkraínu sem komið er hingað til lands nálgast 600 manns og mun bætast í þann hóp að sögn Gylfa Þór Þorsteinssonar, aðgerðastjóra vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. „Það er nokkuð ljóst að þessi hóp- ur mun bara halda áfram að stækka, þótt við höfum ekkert í hendi hvað það varðar.“ »2 Margt megi gera betur - Aðbúnaði flóttafólks ábótavant - Nær hundrað á Hótel Sögu _ Á sumum vinnustöðum hefur orðið vart við togstreitu á milli þeirra sem vilja halda í fjarvinn- una og hinna sem vilja vinna aft- ur með gamla laginu. Herdís Pála Pálsdóttir segir marga hafa fundið sig vel í sveigjanleikanum sem fjarvinnan veitti í kórónuveirufaraldrinum og langar ekkert að fara til baka í hefðbundið skrifstofuumhverfi. Stjórnendur verða að kunna að koma til móts við ólíkar þarfir fólks ella hætta á að missa það frá sér. » 12 Taka ekki í mál að geta ekki unnið fjarvinnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.