Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
Costa del Sol
ku
.A
t
20. apríl í 10 nætur
Bajondillo Apartments
595 1000 www.heimsferdir.is
Flug & hótel frá
97.675
10 nætur
Verð frá kr.
99.200
aaaa
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Breska flugmóðurskipið Prince of
Wales er væntanlegt til hafnar í
Sundahöfn fyrir hádegi í dag. Þetta
er stærsta herskip sem komið hefur
til hafnar í Reykjavík, upplýsir Gísli
Jóhann Hallsson yfirhafn-
sögumaður Faxaflóahafna.
Prince of Wales er 94.542 brúttó-
tonn af stærð. Skipið er 280 metrar
að lengd og breiddin er heilir 73
metrar. Það var tekið í notkun árið
2019. Áætlað er að það leggist að
Skarfabakka um klukkan 8.30.
Bretarnir óskuðu eftir því að fjór-
ir dráttarbátar yrðu til taks þegar
skipið legðist að bryggju. Faxaflóa-
hafnir hafa yfir að ráða tveimur
slíkur bátum, Magna og Haka. Því
þurfti að leigja dráttarbátana Seif
frá Akureyri og Herdísi frá Þor-
lákshöfn í verkefnið. Þá verða til
taks lóðsbátarnir Leynir og Þjótur.
„Það munu allir tiltækir starfsmenn
okkar koma að þessu mikla verk-
efni,“ segir Gísli Jóhann.
Varnaræfingin Norður-Víkingur
2022 fer fram á Íslandi og á hafinu í
kringum landið dagana 2.-14. apríl.
Megintilgangur æfingarinnar er að
æfa varnir sjóleiða umhverfis Ís-
land og mikilvægra öryggisinnviða
en einnig leit og björgun á sjó og
landi. Um er að ræða reglubundna
tvíhliða varnaræfingu Íslands og
Bandaríkjanna með þátttöku fleiri
vina- og bandalagsríkja.
Öðrum aðildarríkjum Atlants-
hafsbandalagsins og samstarfs-
ríkjum var boðin þátttaka í æfing-
unni og staðfestu sjóherir
Bretlands, Frakklands, Þýskalands
og Noregs þátttöku. Herskip frá
þessum ríkjum æfa varnir siglinga-
leiðanna suður af Íslandi og taka
þátt í kafbátaleit undan ströndum
Íslands ásamt kafbátaleitarvélum
og -þyrlum frá viðkomandi þátt-
tökuþjóðum.
Stærsta herskip sem
komið hefur til hafnar
Flugmóðurskip Prince of Wales var tekið í notkun árið 2019, en aldrei hefur stærra herskip komið til Reykjavíkur. Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Víða á landinu hafa skólar ákveðið
að banna símanotkun. Grunnskóli
Snæfellsbæjar og Borgarhólsskóli á
Húsavík eru til að mynda nú orðnir
símalausir skólar. „Þetta truflaði
fyrst og fremst einbeitingu nem-
enda, bæði í kennslustundum og
eins í frímínútum,“ segir Hilmar
Már Arason, skólastjóri Grunnskóla
Snæfellsbæjar, í samtali við Morg-
unblaðið. „Núna eftir faraldurinn
eru þau búin að vera innilokuð í tölv-
um og símum þannig að við viljum
hvetja þau til að taka þátt í fé-
lagsstarfi og eiga meiri samskipti.“
Bæta aðstöðuna í staðinn
„Við erum að biðla til foreldra að
vera með okkur í þessu og að sím-
arnir séu geymdir heima,“ segir
Hilmar og bætir við að almenn
ánægja ríki meðal foreldra en hún
sé minni hjá nemendum. Skólinn
fundaði með nemendaráði um
hvernig mætti bæta aðstöðu nem-
enda í frímínútum. Í kjölfarið voru
keyptir nýir sófar, töflum komið fyr-
ir á göngum skólans, spilum fjölgað
og íþróttahúsið var opnað í frímín-
útum. „Það er ekki bara verið að
taka símana af þeim og ekkert kem-
ur í staðinn heldur þarf að bæta að-
stöðu þeirra í frímínútum,“ segir
Hilmar að lokum.
Síminn bætir litlu við
Borgarhólsskóli hefur nú verið
símalaus í tæpar tvær vikur. Kol-
brún Ada Gunnarsdóttir skólastjóri
segir að vel hafi gengið að koma í
veg fyrir að nemendur noti farsíma
á skólatíma. „Þau komu ekki inn úr
frímínútum því þau þurftu að klára
eitthvað sem var að gerast í síman-
um og ef það var dauður tími voru
þau ósjálfrátt farin að teygja sig eft-
ir símanum,“ segir Kolbrún. „Við
töldum að námslega séð væri síminn
ekki að bæta neinu við.“
Var þetta rætt við foreldra og
nemendur í foreldraviðtölum og
voru flestir jákvæðir fyrir þessu,
sérstaklega foreldrar. Mismikil
ánægja var þó hjá unglingum. „Fyr-
ir suma er verið að hrifsa af þeim
ákveðið skjól og voru nokkrir sem
nefndu að þeir væru orðnir nokkuð
háðir þessu.“
Kolbrún segir að börnin séu nú
farin að eiga meira í samskiptum sín
á milli í frímínútum og að útivera
hafi aukist.
Starfsfólk skólans ræðir reglulega
við nemendur um stöðuna. „Við
reynum að vera í stöðugu samtali við
þau um þetta svo þau upplifi að þau
séu líka þátttakendur.“
Þessi leið hefði ekki endilega ver-
ið farin ef ekki væru önnur tæki til
að bjóða upp á í náminu, en nem-
endur skólans geta bæði fengið
Chromebook-tölvur og spjaldtölvur.
Skólarnir taki eigin ákvarðanir
Morgunblaðið ræddi við Helga
Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavíkurborgar, um
hvort skólar í höfuðborginni væru í
sömu hugleiðingum.
„Einhverjir skólar í Reykjavík
hafa stigið þessi skref en þetta er
ákvörðun hvers skóla fyrir sig,“ seg-
ir Helgi. Þá hafi sumir skólar tak-
markað símanotkun. Helgi segir að
margar hliðar séu á málinu og mis-
munandi umræður í skólum. „Sumir
líta á farsímana sem nauðsynleg
tæki til náms, en aðrir ekki,“ segir
Helgi. Mestu máli skipti að skólarn-
ir taki eigin ákvarðanir.
Grunnskólar
banna notkun
farsíma
- Nemendur geymi símann heima
Morgunblaðið/Eggert
Nemendur Lagt hefur verið bann
við notkun farsíma í sumum skólum.
Kristinn Magnússon, ljósmyndari
Morgunblaðsins og mbl.is, tók
íþróttamynd ársins hérlendis í fyrra
að mati dómnefndar Blaðaljósmynd-
arafélags Íslands.
Greint var frá úrslitunum á laug-
ardaginn en myndina tók Kristinn
að loknu Íslandsmótinu í körfuknatt-
leik í júní. Þór Þorlákshöfn varð Ís-
landsmeistari karla í fyrsta skipti
með sigri á Keflavík í úrslitarimm-
unni. Þórsarar tryggðu sér sigurinn
í Þorlákshöfn og þar er myndin tek-
in. Á henni má sjá Deane Williams,
leikmann Keflavíkur, og unnusta
hans reynir að hughreysta leik-
manninn.
„Með því að beina athygli sinni frá
hinu augljósa myndefni, þar sem sig-
urvegarar fagna ásamt stuðnings-
fólki sínu, nær ljósmyndarinn að
stöðva tímann mitt í allri óreiðunni.
Hann nær að frysta tilfinninga-
þrungna stund; rólegt, fallegt og
einlægt augnablik sem vekur sterka
samlíðan hjá áhorfandanum.
Óvenjuleg íþróttamynd sem minnir
sterkt á hve mikilvægan sess íþróttir
skipa í lífi margra,“ segir meðal ann-
ars í umsögn dómnefndar.
Veitt voru verðlaun í sjö flokkum
en Vilhelm Gunnarsson átti mynd
ársins og fréttamynd ársins. Páll
Stefánsson átti portrett ársins, Sig-
tryggur Ari Jóhannsson umhverf-
ismynd ársins, Hörður Sveinsson
tímaritamynd ársins og Heiða
Helgadóttir myndaröð ársins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stöðvaði tímann mitt í óreiðunni
- Kristinn tók
íþróttamynd ársins
Þeir eru strax orðnir kjassgefnir
litlu kiðlingarnir, sem fæddust fyrir
nokkrum dögum á Rauðá í Þingeyj-
arsveit.
Þeir hoppa og skoppa um geita-
húsið og eru mannelskir í meira
lagi. Nú þegar hafa fæðst átta kið-
lingar og von er á fleirum.
Kennir kiðlingunum kúnstir
Vilhjálmur Grímsson, sem búið
hefur með geitur í áratugi, segir
það alltaf jafn skemmtilegt að fá
ungviðið því þá lifnar yfir öllu og
verður vorlegt um að litast. Hann
gefur kiðlingunum góðan tíma og
spjallar við þá auk þess að kenna
þeim kúnstir.
Þá elta þeir hann á röndum og
vilja fá athygli sem hann gefur
þeim með gleði.
Vilhjálmur er bjartsýnn á vorið
eftir léttan vetur í Þingeyjarsýslum
og vonar að kiðlingarnir geti farið
snemma út til þess að bíta gras og
leika sér í sólinni.
Nýfæddir
kiðlingar á
Rauðá koma
með vorið
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Dýravinur Vilhjálmur Grímsson segir alltaf jafn skemmtilegt að fá kiðlinga.