Morgunblaðið - 04.04.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.04.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Unnið er af fullum krafti að upp- setningu lýsingar og viðburðabún- aðar í Laugardalshöll. Það eru starfsmenn Rafals ehf. sem vinna verkið. „Þeir hafa staðið sig fram- úrskarandi vel,“ segir Birgir Bárð- arson framkvæmdastjóri Laug- ardalshallar um starfsmenn Rafals. Þetta er flókið verk því skrúfa þarf upphengibúnaðinn upp í kúluþakið og nota þarf stórar og þungar vinnu- lyftur, enda lofthæðin 22 metrar. Verkið er að mestu á áætlun að sögn Birgis. Eins og margir aðrir sem standa í framkvæmdum hefur verktakinn lent í því að erfitt hefur reynst að fá rétta íhluti erlendis frá og þá þarf að grípa til annarra ráða. Stefnt er að því að ljúka verkinu í næsta mánuði. Þá verður hafist handa við að leggja parket á gólfið og stefnt er að því að Höllin verði tilbúin fyrir æfingar og keppni í ágúst/september. Hefur verið sér- staklega bagalegt að engir lands- leikir í handbolta og körfubolta hafa getað farið þar fram. Fjölmargir viðburðir hafa verið pantaðir í Höll- inni frá og með haustmánuðum, að sögn Birgis. Laugardalshöll hefur verið lok- uð sem íþrótta- og viðburðahús síð- an 11. nóvember 2020. Þá varð heitavatnsleki sem eyðilagði park- etgólfið. Leggja þurfti nýtt parket og sú ákvörðun var tekin að nota tækifærið og setja upp lýsingu sem uppfyllir nútímakröfur við íþrótta- keppni og notkun hússins sem fjöl- nota húss. Verkið hefur dregist von úr viti vegna þess að útboð hafa ver- ið kærð, tilboð voru svo há að þeim var hafnað af borginni eða hvort tveggja. Búnaður festur upp í kúluþak Hallarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið er af fullum krafti í Laugardalshöll og stefnt að opnun að nýju í haust Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mun fleiri landsmenn áforma utan- landsferð í ár, samkvæmt skoð- anakönnun, en þeir sem spurðir voru á sama tíma á síðasta ári. Ríflega helmingur áformar utan- landsferð. Um 35% hafa hug á sól- arlandaferð og litlu færri borgar- ferð erlendis. Liðlega helmingur aðspurðra ætlar í sumarbústaðar- ferð innanlands á árinu, um 44% í heimsókn til vina og ættingja og um 34% í borgar- eða bæjarferð innanlands. Koma þessar upplýsingar fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Ferða- málastofu fyrri hluta febrúar- mánaðar og birtar eru á vef stof- unnar. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar á undanförnum árum. Fjórðungur hyggst elta veðrið Þótt ferðaáhugi landsmanna hafi aukist frá sama tíma á fyrra hefur hann ekki náð því marki sem var í byrjun árs 2020, áður en áhrifa kórónuveirufaraldursins tók að gæta. Þá höfðu 44% landsmanna áform um sólarlandaferð og 51% ætluðu í borgarferð. Ef litið er á aðra áfangastaði eða tilefni en nefnd eru í upphafi fréttar má sjá að 28% áforma ferð innanlands með vinahópi eða klúbbfélögum, 26% vilja elta veðrið eins og sagt er, 25% áforma heim- sókn til ættingja eða vina erlendis og 24% hyggja á útivistarferð inn- anlands. Skíðaferðir lenda mun neðar á listanum. Þannig eru rúm- lega 9% opnir fyrir skíðaferð inn- anlands og 3% skíðaferð erlendis. Níu prósent aðspurðra hafa engin áform um ferðalög á árinu. Ferðahugur í Íslendingum Telja sig munu ferðast meira í ár en í fyrra Gistiaðstaða sem fólk ætlar að nýta sér á ferðalögum innan- lands á næstu fjórum mánuðum (febrúar, mars, apríl og maí) Árið 2021 (skv. könnun í fyrra) Árið 2022 Heldur meira Mun meira Hótel Gista hjá vinum og ættingjum Sumarhús í einkaeign Orlofshús félagsamtaka Gistiheimili eða farfuglaheimili Í skála, tjaldi eða húsbíl Annað 25 7 32% 23 6 29% 21 10 31% 37 18 55% 2021 2022 Erlendis Innanlands 2021 2022 39% 36% 38%39% 34% 37% 28% 36% 12%12% 15% 9% 4%3% Samkvæmt könnun Gallup fyrir Ferðamálastofu Yfir helmingur áformar nú ferðalög til útlanda - Ferðavilji hefur aukist en er þó enn minni en fyrir faraldur Fjöldi skjálfta reið yfir skammt norður af Grindavíkurbæ í gær, en svo virð- ist sem hrina hafi farið af stað á öðrum tímanum eftir hádegi. Sterkasti skjálftinn var 3,3 að stærð, sam- kvæmt mælingum Veðurstofunnar. En skömmu áður hafði mælst skjálfti af stærðinni 3. Upptök austur af Bláa lóninu Skjálftarnir áttu upptök sín skammt austur af Bláa lóninu, nærri Sundhnúkagígaröð, og varð þeirra vart í bæjarfélaginu. „Við urðum flest vör við þetta, sérstaklega ef fólk sat,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við mbl.is eftir að skjálftarnir höfðu riðið yfir í gær. Áminning um fortíðina „Þetta var stutt hrina sem kom á óvart og ekkert hefur komið svona óvænt síðan um jólin,“ segir Fann- ar en þá hafi skjálftarnir verið stærri. „Það má alltaf búast við einum og einum skjálfta eða smá hrinum ein-hvers staðar á Reykjanesinu. Þetta var smá áminning um fortíð- ina en síðan minnkaði þetta,“ segir Fannar sem kveðst vonast til þess að Grindvíkingar þurfi ekki í bráð að upplifa það sama og í kringum eldgosið í Geldingadölum. Kraftarnir minntu aftur á sig - Jarðskjálftahrina skók Grindavíkurbæ Fannar Jónasson Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnar- son GK-255 er væntanlegur til hafn- ar í Grindavík í dag eftir skrautlegan túr sem skilar meira aflaverðmæti en áður hefur gerst hjá Þorbirni hf sem gerir skipið út. „Já það passar. Þetta verður stærsta löndun sem gerð hefur verið hjá fyrirtækinu,“ sagði Kristján þeg- ar Morgunblaðið sló á þráðinn í gær- kvöldi og spurði hann út í tíðindin. Aflaverðmætið er að hans sögn áætl- að 431 milljón króna en heildaraflinn er 860 tonn. „Uppistaðan í þessum afla er ufsi og þorskur en svo er minna af öðrum tegundum. Við erum einnig með aðeins af ýsu, gullkarfa og djúpkarfa,“ upplýsti Kristján en skipið hélt til veiða hinn 3. mars eða fyrir mánuði síðan. Skipið var mest allan túrinn fyrir sunnan landið en var einnig í tæpa viku út af Vest- fjörðum. Kristján Ólafsson hefur verið skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni í liðlega þrjú ár. Mesta aflaverðmæti í sögu Þorbjarnar - 860 tonn hjá Hrafni Sveinbjarnarsyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.