Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is Halldór Jónsson verkfræðingur veltir fyrir sér stokka- hugmyndum Reykjavíkurborgar á blog.is: „Bara setja í stokk alla um- ferð á Miklubraut og Sæbraut og byggja svo blokkir ofan á stokknum. Lóðirnar borga stokkinn segja menn. - - - Þannig komast fleiri íbúar í nánd við Miklatún og Sæbrautarfjöru. - - - Hvernig verða þessir stokkar? Sjá menn fyrir sér þversnið með tvær akreinar í tvær áttir? Þurfa menn ekki að hugsa hvað gerist ef árekstur verður eða elds- voði í svona mannvirki. Hlýtur þetta ekki að kalla á 3. akreinina í hvora átt? - - - Og dygði hún? Þarf ekki neyðarbíll að kom- ast fram hjá slysstað? Þriðja akrein plús eitt neyðarspor? - - - Svo koma vandamál við reykræst- ingu. Og auðvitað stöðuga loft- ræstingu inn og út úr stokknum. Mun ekki þurfa beygjuakreinar að og frá svona stokkum? - - - Höfum við hugsað málið til enda? Hver er kostnaðurinn og hverjar eru tekjurnar af lóðasölunni ofan á stokkunum?“ - - - Fleiri spurninga mætti spyrja, svo sem þeirrar hvort borgarbúar vilji þurfa að aka neðanjarðar um borgina sína. Er það spennandi til- hugsun í stað þess að njóta birtu og útsýnis? - - - En fólk í fjölskyldubílum er svo sem ekki í forgangi hjá borg- inni svo slíkar spurningar skipta lík- lega ekki máli. Halldór Jónsson Fólk sett í stokk STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Styrktarfélag barna með einhverfu, sem þekkt var sem „Blár apríl“, hef- ur lagt bláa litinn á hilluna og tekið upp nafnið „Einstakur apríl“. Á þessi breyting að endurspegla fjöl- breytileika einhverfunnar. Hlutverk félagsins er að stuðla að velgengni barna á einhverfurófi, fyrst og fremst með fræðslu fyrir foreldra og fullorðna sem starfa með börnum. Nú verður aukin áhersla lögð á það að einhverfir skuli sjálfir alltaf hafa sæti við borðið. Þannig verður fræðsluefni byggt á raun- verulegri reynslu þeirra sem eitt sinn voru börn á einhverfurófi. Al- þjóðlegur dagur einhverfu var hald- inn hátíðlegur með listasýningu og lifandi dagskrá þar sem listafólk á einhverfurófi var í aðalhlutverki. Listafólk á einhverfurófi í aðalhlutverki - Einstakur apríl - Áhersla á fjöl- breytileika og raddir hlutaðeigandi Morgunblaðið/Óttar Sýning Á laugardag voru verk listamanna á einhverfurófi í sviðsljósinu. Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Fulltrúar á Búnaðarþingi segja að Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hafi vísað for- manni Bændasamtakanna á dyr í mót- töku flokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings á fimmtudag. Í ár var þingið haldið undir yfirskriftinni Framsýnn landbúnaður. Um kvöldið héldu þingflokkarnir, Sjálfstæðis- flokkurinn, Framsóknarflokkurinn og fleiri stjórnmálaflokkar, móttökur fyr- ir bændur, stjórn og framkvæmda- stjórn Bændasamtakanna. Kærði sig ekki um faðmlag Þegar Gunnar Þorgeirsson, for- maður Bændasamtakanna, kom í veisluhöld Framsóknarflokksins tók Lilja á móti honum með spurning- unni: „Gunnar, hvað ert þú að gera hér?“ Þá gerði Gunnar tilraun til að faðma Lilju en hún stoppaði hann af. „Móttakan í anddyrinu var þannig að ég sá ekki ástæðu til að vera þar áfram. Ég ætlaði bara að heilsa henni,“ segir Gunnar en eftir stutt orðaskipti við Lilju ákvað hann að fara aftur á hótelið sitt í stað þess að ganga inn í veislusalinn. Upplifun hans var sú að Lilja hafi í raun vísað honum á dyr. „Hún gaf engar skýr- ingar á því hvers vegna hún vildi ekki hafa mig þarna. Ég ætlaði ekki að fara að munnhöggvast við hana.“ Rótin í Garðyrkjuskólanum Lilja telur Gunnar hafa móðgast óþarflega mikið. Hún sé gjörn á að gantast og það hafi hún verið að gera þegar hún heilsaði Gunnari með þessum hætti. Þá kveðst hún lítt gef- in fyrir faðmlög, sérstaklega sem kona í stjórnmálum. Hún játar að þótt Gunnar hafi fagnað því að sjá hana, hafi hún ekki verið jafn glöð að sjá hann. „Ég hef ekki verið hrifin af hans framgöngu varðandi Garðyrkjuskól- ann á Reykjum,“ útskýrir hún. Gunnar var, sem formaður Sam- bands garðyrkjubænda, ötull í gagn- rýni vegna reksturs Garðyrkjuskól- ans á Reykjum, eftir að hann var settur undir Landbúnaðarháskól- ann. Beindist gagnrýnin að mennta- málaráðherra á þeim tíma, en því embætti gegndi Lilja. Gunnari þótti málaflokkurinn afskiptur en Lilja er á öðru máli. Fleiri atvik eru sögð hafa borið við á Búnaðarþingi, sem meðal annars verða rædd á stjórnarfundi Bænda- samtakanna í dag. Lilja kærði sig ekki um knús - Viðburðarík veisluhöld á Búnaðarþingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.