Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 9

Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 2022 ÁRGERÐIR KOMNAR ÍVERSLUN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM FLEIRI LITIR Í BOÐI ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 104.990 kr. MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 124.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 Guðmundur Ari Sigurjónsson mun leiða lista Samfylkingar og óháðra á Sel- tjarnarnesi, sem samþykktur var í gær. Samfylkingin bauð fram sér í síðustu kosn- ingum, en í til- kynningu segir að flokkurinn bjóði nú fram „ásamt óháðum Seltirn- ingum sem vilja leggja sitt að mörk- um við að bæta þjónustu við íbúa,“ Athygli vekur að í þriðja sæti listans er Bjarni Torfi Álfþórsson, sem kjörinn var í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2018 og situr enn í nafni hans. Leiðir hans og flokkssystkina hans skildi í umfjöll- un um fjárhagsáætlun bæjarins seint á liðnu ári, þegar Bjarni Torfi ákvað að styðja tillögu minnihluta bæjarstjórnar um hækkun á útsvar- sprósentu. Hann uppskar ákafa gagnrýni félaga sinna og tók ekki þátt í prófkjöri flokksins í febrúar. Samfylkingin fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn 2018. Samfylkingin á Sel- tjarnarnesi býður fram með óháðum Guðmundur Ari Sigurjónsson Litlu munaði að íslenska öld- ungaliðið kæmist í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu í brids í gær þegar liðið hafnaði í 9. sæti af 24, aðeins sex stigum á eftir áttunda sætinu. Liðið lauk mótinu með stórsigri á liði Frakka, 18,09 gegn 1,91. Sá sig- ur nægði þó ekki til að komast í úr- slitakeppnina sem hefst í dag. Liðið tekur nú þátt í sveitakeppni með liðum sem ekki komust í úrslit. Íslenska liðið er skipað þeim Að- alsteini Jörgensen, Ásgeiri Ás- björnssyni, Birni Eysteinssyni, Guð- mundi Sv. Hermannssyni, Hauki Ingasyni og Þorláki Jónssyni og Júlíus Sigurjónsson er fyrirliði. Spilað er í fjórum flokkum á mótinu, sem haldið er í Salsomag- giore á Ítalíu: opnum flokki, kvennaflokki, blönduðum flokki og seníoraflokki en þar geta þeir spil- að sem eru 63 ára og eldri. Öldungar komust næstum í úrslit Ljósmynd/Aðsend Ísland Liðið hafnaði í 9. sæti af 24. Einar Jón Páls- son, stöðvarstjóri og forseti bæj- arstjórnar, mun leiða D-lista sjálfstæðismanna og óháðra í Suð- urnesjabæ í kom- andi kosningum. Framboðslist- inn var sam- þykktur í gær og segir í tilkynningu að hann sé skip- aður fjölbreyttum hópi, bæði reynslumiklu fólki sem komið hafi að farsælli stjórn sveitarfélagins undanfarin ár, en einnig nýjum frambjóðendur sem nú stígi sín fyrstu skref í sveitarstjórn- armálum. Í efstu fimm sætum eru Einar Jón Pálsson, Magnús Sigfús Magn- ússon, Oddný Kristrún Ásgeirs- dóttir, Svavar Grétarsson og Eva Rut Vilhjálmsdóttir. Einar Jón leiðir D- lista í Suðurnesjabæ Einar Jón Pálsson 2022 Andrés Magnússon andres@mbl.is Aðstandendur F-listans á Seltjarn- arnesi, Fyrir Seltjarnarnes, hafa rætt það undanfarna daga að bjóða á ný fram til bæjarstjórnar. Fari svo kynni það að veikja stöðu sjálfstæð- ismanna í kosningabaráttunni, en talið er að F-listinn hafi aðallega sótt sér fylgi hægra megin miðju. Að sögn Skafta Harðarsonar, sem var í efsta sætinu síðast, voru haldnir fundir í liðinni viku um hvort bjóða skyldi fram og segir hann áhuga ungs fólks á því greinilegan. „Það hefur ekkert verið ákveðið um það enn, en við létum verða af þessu með þriggja daga fyrirvara síðast og við höfum fram á föstudag núna,“ segir Skafti. F-listinn var boðinn fram í kosn- ingunum 2018 og vantaði aðeins 23 atkvæði til þess að ná inn manni á kostnað 4. manns Sjálfstæðisflokks- ins og meirihlutinn þá fallinn. Á Facebook-síðu listans er leitað áhuga á því að boðið sé fram á ný og minnt á að umræddur fjórði maður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Torfi Álfþórsson, hafi nýverið samþykkt tillögu vinstrimanna um útsvars- hækkun. Hann hefur nú tekið sæti á framboðslista Samfylkingar. Margir litu á F-lista sem klofn- ingsframboð frá Sjálfstæðisflokki, en megináherslumál hans fólust í ábyrgari fjármálastjórn bæjarins. Rætt um framboð F-lista - Framboð F-listans á Seltjarnarnesi aftur til athugunar - Gæti orðið til að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins - Finna fyrir áhuga ungs fólks á framboðinu Skafti Harðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.