Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 10

Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 10
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér finnst mikilvægt að skáta- starf sé aðgengilegt öllum börn- um,“ segir Harpa Ósk Valgeirs- dóttir, nýr skátahöfðingi. „Á líðandi stundu má segja að und- irbúningur fyrir lífið sé inntakið í starfi skáta með börnum og ung- lingum. Ferðalög, söngur við varð- eld, að snara saman hnútum og fleira slíkt. Þetta eru lærdómsrík ævintýri sem öll fela í sér þjálfun sem hefur markmið.“ Ábyrgð og krefjandi þálfun Skátaþing var haldið á Bifröst í Borgarfirði um helgina þar sem sjálfkjörið var í öll embættin á vettvangi Bandalags íslenskra skáta. Harpa Ósk Valgeirsdóttir tók nú við af Mörtu Magnúsdóttur sem hefur verið skátahöfðingi í fimm ár og gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Á þinginu voru línur lagðar um rammann sem starf skáta byggir á; hug- myndir, áherslur og leiðtogaþjálf- un. Þá var nú í fyrsta sinn kjörið í útilífsráð, sem ætlað er að hvetja til viðburða á vegum skáta sem fela í sér útiveru og ferðalög. „Ég hef alltaf tengst skát- unum. Ragna Rögnvaldsdóttir, móðir mín, er skáti og 5-6 ára fór ég með henni að sækja skátamót og fundi. Byrjaði svo ellefu ára í Ægisbúum, skátafélaginu í Vest- urbæ Reykjavíkur. Var fyrst í stúlknahópnum Sefmeyjum, en fór svo í gegnum öll stig starfsins. Fannst starfið spennandi og ábyrgðin sem fylgdi foringjastarf- inu var skemmtileg og krefjandi þjálfun. Fjölbreytnin er mikil og mér fannst áhugavert að læra skyndihjálp. Slíkt hafði áhrif til þess að ég lærði hjúkrun og ljós- móðurfræði,“ segir Harpa og held- ur áfram: „Ég segi líka oft að í skát- unum geti allir fundið sér við- fangsefni og lært af þeim. Þannig eru krakkarnir mínir þrír allir í skátunum og maðurinn minn er nýlega farinn að starfa sem fé- lagsforingi. Við fjölskyldan förum svo saman í fjölskylduskátana og njótum þess vel “ Að undanförnu hefur oft verið rætt um mikilvægi seiglu og þraut- seigju. Stundum er því haldið fram að of algengt sé að fólk hlaupi frá Úthald og þolgæði er mikilvægt, segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir ljósmóðir sem er nýr skátahöfðingi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þátttaka „Umhverfismál eru rauður þráður í okkar starfi; að skilja vel við náttúruna og koma góðu til leiðar,“ segir Harpa Ósk í viðtalinu. Ævintýri skátastarfs eru lærdómsrík vandamálum í stað þess að takast á við þrautirnar og leysa þær. Þessi umræða var áberandi þegar kór- ónuveiran mallaði sem mest og verst, en þá voru uppi aðstæður sem sannarlega kröfuðust úthalds og þolgæði. Halda áfram þótt á móti blási „Mér þykir vænt um að þú nefnir þetta, því þrautseigja er mikilvægur þáttur í allri þjálfun skáta. Nýlega kom út skýrsla í Bretlandi þar sem seigla var mæld – og þar kom fram sá marktæki munur að börn og ungmenni sem höfðu verið í skátastarfi stóðu bet- ur en önnur að þessu leyti. Þetta eru krakkar sem venjast því að halda áfram þótt á móti blási. Læra að bjarga sér við alls konar aðstæður og vita að mistök eru í eðli sínu lærdómur,“ segir Harpa Ósk og bætir við: „Úr ferðalagi í skálann Arn- arsetur í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum minnist ég stúlku sem treysti sér ekki út í vont veður sem þá gekk yfir. Hópurinn sem hún fór fyrir var á heimleið og þurfti að að ganga í veg fyrir rútuna sem beið okkar. Þegar henni var bent á að sem flokksforingi þyrfti hún að sýna gott fordæmi tók hún skyndi- lega á sig rögg og lagði af stað með hópinn sinn. Þarna yfirsté hún hræðslu, tók forystu og leysti við- fangsefnið með sóma. Fyrir mér var þetta opinberandi stund, sýndi hvað þjálfun í anda skáta er frá- bær og þroskandi.“ Skylda við samfélag sterkur boðskapur Til næstu missera litið segist Harpa sem skátahöfðingi áfram um að gera starfið öllum aðgengi- legt, svo sem ungmennum með með ólíkar þarfir, börn á flótta og svo framvegis. Hún vilji einnig efla starfið úti á landi. Á einstaka stöð- um úti á landi sé raunar mjög öfl- ugt starf og tæpast sé ofmælt að tala um skátabæinn Akureyri. Þá sé margt spennandi fram undan í starfinu á næstunni. Í sumar verði til dæmis á Úlfljótsvatni og á Hömrum við Akureyri haldin fjög- ur landsmót skáta, hvert fyrir sinn aldurshópinn, það er dreka-, fálka-, drótt- og rekkskáta. Ró- verskátar – fólk beggja vegna við tvítugt – ætlar síðan að mætast í Landmannalaugum enda allt þjálf- að í útivist og ögrunum sem henni fylgja. „Skylda við samfélagið er sterk í boðskap hinnar alþjóðlegu skátahreyfingar sem hefur frið í veröldinni sem æðsta markmið. Umhverfismál eru líka rauður þráður í okkar starfi; að skilja vel við náttúruna og koma góðu til leiðar. Flöskumóttakan er til dæm- is stór þáttur í okkar starfi og stendur undir rekstri þess að stórum hluta. Hjá Grænum skátum vinna alls um 35 manns, gjarnan fólk með skerta starfsgetu, sem þarna fær tækifæri til virkrar og ábyrgrar þátttöku – sem er í raun kjarni starfs okkar.“ - Harpa Ósk Valgeirsdóttir er fædd 1981 og menntuð hjúkr- unarfræðingur. Bætti svo við sig námi í ljósmóðurfræðum og lauk því árið 2009. Í kjölfar þess starfaði Harpa á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað en vinnur í dag hjá Björk- inni í Reykjavík sem sinnir fæðingarhjálp og þjónustu við barnshafandi konur. - Ferill Hörpu í skátunum er langur. Hún varð flokksforingi í Ægisbúum árið 1994, þá þrettán ára gömul, og hefur á síðustu áratugum komið að flestum þáttum í starfinu. Hefur sótt margvísleg nám- skeið á vegum skáta. Formað- ur dagskrárráðs Bandalags ís- lenskra skáta frá 2017-2020, aðstoðarskátahöfðingi Íslands frá 2021 og nú skátahöfðingi Íslands. Hver er hún? 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 STOFNAÐ 1953 Við hreinsum sparifötin Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 Skátar Líf og fjör á Úlfljótsvatni þar sem skátar starfrækja útilífsmiðstöð og halda fjölmenn mót, þangað sem þúsundir mæta til leikja og starfs. Ölgerðin hefur tekið í notkun nýja verksmiðju á lóð fyrirtækisins við Grjótháls í Reykjavík. Aðeins tíu mánuði tók að reisa verksmiðju- húsið og hefur það þegar verið skreytt með dósum úr framleiðslu fyrirtækisins. Hús Ölgerðarinnar hafa sem kunnugt er verið skreytt með dósum og flöskum í gegnum tíðina og hafa þær skreytingar ekki farið fram hjá vegfarendum. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari B. Sigurgeirssyni, aðstoð- arforstjóra Ölgerðarinnar, er nýja verksmiðjan búin afar öflugum tækjabúnaði sem geri fyrirtækinu meðal annars kleift að bjóða upp á fyrstu háu og mjóu dósirnar sem framleiddar eru á Íslandi. „Nýja framleiðslulínan opnar á fjölmarga möguleika til fram- leiðslu og var vinsælasti cola- drykkur landsins, Pepsi Max, fyrsta varan sem framleidd var með þessum hætti. Þá bætast nýj- ar og afar handhægar pakkningar í vöruúrval landsmanna og eru bæði Pepsi Max og Collab komin í þann búning. Neytendur munu svo á næstu vikum og mánuðum sjá fjölmargar nýjungar birtast í verslunum í tengslum við nýju framleiðslulínuna,“ segir Gunnar. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Verksmiðja Vörur Ölgerðarinnar eru áberandi á veggjum verksmiðjunnar. Ný verksmiðja tekin í gagnið - Gosið fer nú í háar og mjóar dósir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.