Morgunblaðið - 04.04.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.04.2022, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í gær tóku gildi breytingar á leiðakerfi Strætó og mættu þær að ósekju verða þeim sem fara með fjármuni skattgreiðenda til um- hugsunar. Breytingarnar sem kynntar voru fela í sér að stytta þann tíma sem boðið er upp á þjónustu strætisvagna auk þess að draga úr tíðni tiltekinnar leiðar og taka upp pöntunarþjónustu á öðrum leiðum á ákveðnum tímum. Í tilkynningu Strætó vegna þessa segir að kórónuveirufarald- urinn hafi leikið reksturinn grátt og að tekjur hafi minnkað um allt að 1,5 milljarða á síðustu tveimur árum. Ekki skal efast um að kór- ónuveiran hefur dregið úr tekjum Strætó líkt og margra annarra, en Strætó fékk líka aukið framlag, bæði frá eigendum sínum, sem að stærstum hluta er Reykjavík- urborg, og frá ríkinu, þó að það hafi ekki dugað til að rétta af tekjufall upp á 1,5 milljarða króna. Sú tala er þó afar hæpin þegar skoðaðir eru reikningar byggðasamlagsins Strætó, því að tekjur af fargjöldum á föstu verð- lagi voru rúmir 1,8 milljarðar króna að meðaltali á árunum 2020 og 2021 en að meðaltali um 2,2 milljarðar næstu tvö ár á undan. Tekjutapið samkvæmt þessu er innan við helmingur þess sem Strætó heldur fram, nema verið sé að horfa líka til akstursþjón- ustu við fatlaða, sem væri óeðli- legt þar sem tekjur og gjöld henn- ar vegna jafnast út. Umfjöllun um tölur vegna al- menningssamgangna er viðvar- andi vandamál því af einhverjum ástæðum er rík tilhneiging til að halda staðreyndum frá almenn- ingi, ekki síst þegar kemur að áformum um framtíðina og þá einkum svokallaða borgarlínu. Ein staðreynd um almennings- samgöngur er til að mynda að hlutfall fargjalda af rekstr- artekjum hefur farið mjög minnk- andi á þessari öld. Hlutfallið var 41% árið 2001 en 25% í fyrra, og er þá horft fram hjá tekjum af akstursþjónustu fatlaðra, enda er hún allt annað mál og ætti ekki að rugla saman við rekstur almenn- ingssamgangna þó að hún sé rek- in undir hatti Strætó. Þegar þró- un þessa hlutfalls er skoðað fyrir síðustu tvo áratugi má sjá að lækkunin er ekki nýtilkomin held- ur hefur hún átt sér stað yfir lengri tíma og hefur raunar farið enn neðar en nú er. Engin leið er að fullyrða um hvernig þetta hlut- fall mun þróast en afar ósennilegt er að það hækki verulega nema þá mögulega með umtalsverðri hækkun fargjalda, en þá er vissu- lega hætt við að mun færri nýttu sér vagnana. En fyrst að einungis fjórð- ungur tekna Strætó kemur frá notendum, hvaðan skyldi þá hitt koma? Jú, framlag eigenda var í fyrra um 56%, eða rúmir fjórir milljarðar króna, og framlag rík- isins var 14%, eða rúmur millj- arður. Samtals er framlag hins opinbera því um 70% af tekjum Strætó, en fór hæst í 77% á árunum 2008 og 2009, sem var áð- ur en framlag rík- isins kom til árið 2012 með sérstöku samkomulagi um að flytja fram- lag til samgöngumála á höf- uðborgarsvæðinu frá vegafram- kvæmdum og til Strætó. Síðasta áratug hefur Strætó fengið vel á tíunda milljarð króna, á verðlagi síðasta árs, eða tæpan milljarð á ári frá ríkinu. Samtals fékk Strætó um fimm milljarða króna frá opinberum að- ilum í fyrra og svipaða upphæð mörg undanfarin ár. Þetta eru há- ar fjárhæðir sem vitaskuld hafa gert Strætó kleift að bjóða mun betri þjónustu en ella, ekki síst utan annatíma eins og sést á stórum vögnum fyrirtækisins sem aka iðulega allt að því tómir drjúgan hluta dagsins. Eins og sagði hér í upphafi hefur Strætó ákveðið að bregðast við taprekstrinum með því að draga úr þjónustunni. Það er út af fyrir sig eðlileg ákvörðun og sennilega óhjákvæmileg til skamms tíma litið, en varpar um leið ljósi á hversu fáránleg um- ræðan um almenningssamgöngur hefur verið hér á landi á und- anförnum árum. Strætó gengur ekki þrátt fyrir fimm milljarða árlegt framlag hins opinbera og fargjöldin skila aðeins um fjórðungi teknanna. Þrátt fyrir þessa staðreynd og það að ekkert bendir til að þessi auknu framlög og aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til, svo sem að útbúa sérstakar hraðakreinar fyrir vagnana, hafi aukið notkun á þessum almenningssamgöngum, hafa sveitarfélögin í samstarfi við ríkið ákveðið að setja í það minnsta eitt hundrað milljarða króna í nýtt strætisvagnakerfi, borgarlínuna. Í þeirri tölu er gert ráð fyrir að áætlanir standi nokk- urn veginn, sem allir átta sig væntanlega á að er í besta falli óvarlegt að gera ráð fyrir. Til viðbótar þarf að standa und- ir rekstri borgarlínunnar, en ekk- ert liggur enn fyrir um hvernig það verður gert eða hversu há ár- leg framlög hins opinbera þurfa að vera. Rekstraráætlun liggur hreinlega ekki fyrir, jafn ótrúlegt og ábyrgðarlaust og það er. Augljóst er að rekstrarframlag hins opinbera verður hátt og al- veg örugglega hærra en þær tekjur sem Strætó hefur nú af far- gjöldum, sem eru um 1,8 millj- arðar króna. Fyrir skattgreið- endur blasir við að mun minni kostnaður, að ekki sé talað um áhætta, fælist í því að fella niður fargjöld í Strætó en að ráðast í borgarlínuverkefnið. Og með því mætti þá láta á það reyna hvort hægt er að auka notkun á þessum ferðamáta án þess að henda í þá tilraun hundrað milljörðum, að viðbættum himinháum rekstr- arkostnaði inn í eilífðina. Ef ekki er hægt að halda úti Strætó án skerðinga, hverjum dettur þá í hug að borgarlínan sé lausnin? Fáránleiki borgarlínu afhjúpast} Strætó fækkar ferðum R íkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur nú selt meirihlutaeign rík- isins í Íslandsbanka. Ríkið er því komið í minnihluta og aðrir hlut- hafar ráða för þegar ákvarðanir eru teknar um stefnu og rekstur bankans, sem svo sannarlega varðar almannaheill. Og það sem meira er – við höfum ekki enn fengið að vita hverjir keyptu hluti í síðasta útboði á sérstökum vildarkjörum. Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar sjálfstæðismenn og Fram- sókn seldu bankana með alþekktum afleið- ingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hug- ann. Þessi leynd er ekki til þess fallin að draga úr vantrausti almennings í garð fjármálafyr- irtækja. Haustið 2012 sat ég í stóli fjármálaráðherra og þá mælti ég fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherr- ann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Haustið 2012 áttum við 5% í Íslandsbanka. Það var svo árið 2015 sem ríkið eignaðist Íslandsbanka að fullu með svokölluðum stöðuleikaframlögum. Þar með hélt ríkið á stærsta hluta bankakerfisins og tækifæri skapaðist til að breyta kerfinu og vinna gegn fákeppni, draga úr áhættusækni og auka ábyrgð- arkennd og þjónustu við almenning. Frá bankahruni hefur ekki farið fram nauðsynleg umræða meðal almennings um hvernig æskilegt sé að bankakerfið þróist hér á landi og hvað þurfi til að koma til móts við vilja almennings í þeim efnum. Um fjöl- breytni, samkeppni, öflugt eftirlit, neyt- endavernd og örugga ódýra innlenda greiðslumiðlun. Nú hefur þetta tækifæri runnið okkur úr greipum. Svo mikið lá á að einkavæða bank- anna að nýju. En til að gera bankana sölu- vænni og gefa nýjum eigendum meiri gróða- von var bankaskatturinn lækkaður þannig að minna færi af arði fjármálafyrirtækjanna í ríkissjóð en meira í vasa nýrra eigenda – sem við fáum ekki að vita hverjir eru. Hinir útvöldu fengu afslátt frá markaðsverði. Um helmingur þeirra keyptu fyrir minna en 50 milljónir króna. Hverjir eru þetta? Hvernig voru þeir valdir? Eru þetta vinir og kunningjar þeirra sem ráða? Hafa þeir fjárhagslega burði til að standa á bak við bankann ef á móti blæs? Hafa þeir flekklausan feril eins og við hljót- um að ætlast til af bankaeigendum? Hvers vegna mátti ekki láta þá bíða og kaupa hluti síðar á markaðsverði? Almenningur á fortakslausa kröfu á að fá að vita þetta. Hér var nefnilega verið að selja eign almennings. oddnyh@althingi.is Oddný G. Harðardóttir Pistill Vantraust og glötuð tækifæri Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is Þ að er varla að annað hafi komist að undanfarinn mánuð en stríðið í Úkraínu. Það á einnig við í Frakk- landi, þótt þar standi forsetakosn- ingar fyrir dyrum. Fyrri umferð þeirra fer fram næsta sunnudag og spennan er að aukast, þótt flestir geri ráð fyrir því að þar verði þau Emm- anual Macron Frakklandsforseti og Marine Le Pen leiðtogi Þjóðfylking- arinnar hlutskörpust. Fari svo mun seinni umferðin 24. apríl verða bar- átta þeirra tveggja og flestir veðja á að Macron beri þá sigur úr býtum. Fyrir fimm árum vann Macron glæstan sigur á Marine Le Pen. Hann var svo að segja nýtt nafn í frönskum stjórnmálum, bauð fram undir nýjum merkjum og kjósendur voru alls ekki vissir um fyrir hvað hann stæði, svona fyrir utan að vera ekki hluti gömlu flokkamaskínunnar í París (sem stóðst þó varla skoðun). En hann naut þess að vera nýr og eins hins að andstæðingarnir voru flestir óvenjuveikir frambjóðendur. Forsetatíð Macron hefur hins veg- ar ekki nein sigurganga. Hann hefur ekki náð þeim tökum á frönskum stjórnmálum, hvað þá efnahagslífi, sem heitið var og hefur lent í alls kyns vandræðum öðrum, bæði á heimavelli og úti í heimi, þar sem hann hefur án árangurs reynt að gera sig breiðan. Marine Le Pen beið afdrátt- arlausan ósigur í forsetakosning- unum 2017, en hún hefur haldið vin- sældum sínum og náð til nýrra hópa, einkum ungs fólks og láglaunafólks, sem áður fyrr hefði hallað sér til vinstri. Bæði er að vinstriflokkarnir eru hálflaskaðir, en eins að stefnumál hennar eru mörg vel til vinstri við miðju, einkum í efnahagsmálum. Fleiri frambjóðendur setja svip á kosningabaráttuna svo sem vinstri- maðurinn Jean-Luc Mélenchon, hægripópúlistinn Eric Zemmour og miðhægrimanninn Valerie Pécresse. Margir litu á forsetakosningarnar 2017 sem uppgjör við gömlu stjórn- málin, sem þrjóturinn Nicolas Sar- kozy og liðleskjan François Hollande voru verðugir fulltrúar fyrir. Þar tók- ust á ný öfl, Macron hin nýja ásjóna hófsemi og Evrópusinna, en Le Pen hið pópúlíska svar Frakklands við Trump og Brexit. Í fyrri umferðinni 2017 fékk Mac- ron ekki nema 24% og Le Pen 21%, en í hinni síðari fékk hann 66% at- kvæða. Macron hefur ekki aukið á vinsældir sínar og tilraun hans á dög- unum til þess að tileinka sér útlit Vo- lodymyrs Selenskís Úkraínuforseta vakti aðhlátur. En hann er samt sem áður forseti á stríðstímum og það kann vel að duga, sérstaklega ef and- stæðingurinn er Le Pen, sem margir vilja allt til vinna að komist ekki í Ély- sée-höll. Síðast gekk Marine Le Pen lítið að vinna kjósendur annarra frambjóð- enda á sitt band. Hún á samleið með kjósendum Zemmour, en hann legg- ur fæð á hana og kynni að fá þá til að sitja heima. Eins kynni hún að fá eitt- hvað af kjósendum Pécresse og mögulega eitthvað frá Mélechon af vinstri vængnum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Macron lengi siglt mjög lygnan sjó í námunda við 25% atkvæða. Í fyrra komst Le Pen í um 27% en dal- aði svo mjög og er nú aðeins með um 17%. Zemmour og Pécresse eru bæði í 14% og Mélenchon með 11%. Vana- lega ætti áskorandinn að fá meira af þeim atkvæðum en forsetinn, en það á ekki endilega við um Le Pen. Má þar minnast kosninganna þegar faðir hennar atti kappi við hægrimanninn Jacques Chirac. Þá gerðu vinstri- menn út um kosningarnar þegar þeir héldu um nefið og kusu frekar Chirac undir slagorðinu „Frekar þjófinn en brjálæðinginn“. Forsetakosningar í skugga stríðs og kreppu Philippe Lopez/AFP Frakkland Veggir Parísarborgar eru nú þaktir veggspjöldum forseta- frambjóðenda, en þar eru þau Macron og Le Pen fremst meðal jafningja. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í tveimur umferðum. Fyrri umferðin fer fram á sunnu- dag, 10. apríl. Fái einhver hrein- an meirihluta er hann réttkjör- inn, en það er sjaldnast, enda sægur frambjóðenda; aðeins þarf 500 meðmælendur til framboðs í fyrri umferð. Því er haldin seinni umferð tveimur vikum síðar, sunndaginn 24. apríl, en þá eru aðeins á kjör- seðlinum tveir efstu frambjóð- endur úr fyrri umferðinni og mikil hrossakaup fyrrum fjenda. Tvær um- ferðir for- setakosninga FRAKKLAND AFP Kosningar Aðdáandi Macron veifar frönskum fána á kosningahátíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.