Morgunblaðið - 04.04.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
✝
Örn Hall-
dórsson fædd-
ist 3. febrúar
1964. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 23. mars
2022.
Foreldrar Arn-
ar voru Halldór
Hjálmarsson raf-
virkjameistari, f.
29. ágúst 1931, d.
9. maí 2018, og Sigþrúður
Guðbjörg Pálsdóttir, ljós-
móðir, f. 19. desember 1928, d.
9. september 2007.
Systkini Arnar eru: 1) Stein-
unn, f. 9. maí 1953, gift Einari
Steingrímssyni, f. 15. janúar
Örn útskrifaðist með B.Ed.-
gráðu frá Kennaraháskóla Ís-
lands árið 1989 og með M.Ed.-
meistaragráðu í stjórnun
menntastofnana frá Háskóla
Íslands árið 2019. Örn hóf
starfsferil sinn sem kennari
við Grandaskóla strax að
kennaranámi loknu og árið
1991 tók hann við stöðu að-
stoðarskólastjóra sama skóla
og gegndi því starfi til ársins
1997 eða þar til hann tók við
stöðu skólastjóra Grandaskóla
í afleysingum einn vetur. Árið
2001 tók Örn við stöðu skóla-
stjóra Selásskóla og gegndi
því starfi til ársins 2012, en
það ár tók hann við stöðu
skólastjóra Grandaskóla og
gegndi því starfi alla tíð síðan.
Útför Arnar fer fram frá
Neskirkju við Hagatorg í dag,
4. apríl 2022, klukkan 13.
1950; 2) Sigmar
Júlían, f. 25. júlí
1953, kvæntur Sól-
eyju Björgvins-
dóttur, f. 29. júlí
1954; 3) Hjálmar,
f. 10. apríl 1954, 4)
Rún, f. 28. maí
1957; 5) Páll, f. 4.
nóvember 1958,
kvæntur Stellu
Arnlaugu Óladótt-
ur, f. 20. maí 1959.
Eiginkona Arnar er Ingi-
björg Bryndís Sigurðardóttir,
f. 21. nóvember 1966. Þau gift-
ust 2. júlí 1994. Börn Arnar og
Ingibjargar eru: 1) Sif, f. 12.
október 1993; 2) Halldór
Smári, f. 28. október 1996.
Elsku Örn.
Hvernig kemur maður heilli
ævi af minningum fyrir í nokkr-
um orðum? Þegar ég hugsa um
þig koma óteljandi hlutir upp í
hugann.
Sú minning sem er hvað sterk-
ust af þér er þegar ég kom upp á
spítala að heimsækja Ingibjörgu
þegar Sif var nýfædd og fékk svo
far með þér heim. Þú varst á litla
rauða bílnum ykkar sem ég skildi
aldrei alveg hvernig þú náðir að
komast inn í. Þú varst með átekna
kókflösku í bílnum og fékkst þér
sopa, réttir svo flöskuna til mín og
spurðir: „Viltu slef?“
Ég var svo heppin að vera í
Grandaskóla meðan þú varst að
aðstoðarskólastjóri þar. Þar var í
fyrsta og eina skiptið sem ég
heyrði þig æsa þig. Þegar bekkj-
arbróðir minn hafði gert einhvern
óskunda og þú komst inn í stofuna
og baðst um að fá að ræða við
hann. Stofan var ofan í kjallara og
fyrir framan dyrnar lágu tröppur
upp. Þið fóruð fram og þú lokaðir
hurðinni, svo heyrðust hljóð sem
ég trúði ekki að kæmu frá þér. En
bekkjarbróðir minn hefur greini-
lega brotið mjög illa af sér því þú
reiddist ekki auðveldlega.
Nokkrum dögum seinna kem-
ur þú aftur inn í stofuna og biður
um að fá að tala við mig. Hjartað í
mér sökk! Ég hugsaði Ó nei, hvað
gerði ég af mér? Ekki mundi ég
nú eftir neinu og það kom kliður
um bekkinn, allir héldu að nú ætti
að skamma mig líka. Ég kom
fram með öndina í hálsinum og
beið örlaga minna. En svo spurðir
þú mig hvort ég vildi koma með
ykkur Ingibjörgu í ungbarnasund
um kvöldið! Þegar ég kom aftur
inn í stofuna voru allir mjög for-
vitnir hvað hefði átt sér stað.
Ég er þakklát fyrir allar minn-
ingarnar og tímann sem við átt-
um saman. Mikið vildi ég óska að
hann hefði verið mun lengri. Það
er mikill missir að eins góðum
manni og þér og harmur fjöl-
skyldunnar er mikill. Sárið mun
aldrei gróa en við munum því
miður þurfa að læra að lifa með
því.
Vonandi er allt morandi í veiði-
ám og Bruce Springsteen hjá þér
núna. Þar til næst.
Þín
Arnrún.
Sumarsólin skín inn um
glugga. Borðin eru dúklögð og
veitingar bíða. Skólaslit eru að
baki og skólastjórnendur tínast
inn á vorfögnuð sinn með kolleg-
um og fá sér sæti. Margir eru úr-
vinda en flestir þó sælir eftir enn
einn viðburðaríkan vetur með
börnunum. Einn okkar er þó upp-
fullur orku, boðinn og búinn til að
létta okkur hinum lundina. Bón-
góður sem ávallt. Þetta er stundin
hans og verðskulduð stundin okk-
ar. Enn og aftur var Örn vinur
okkar tilbúinn til stíga á svið og
gleðja okkur hin með gítarleik og
söng. „Viljið þið hljómsveit? Þá
koma Keli og strákarnir bara
líka.“ Smátt og smátt byrjar sal-
urinn að iða, því allir lifna við þeg-
ar Örn hendir sér í hvert lagið á
fætur öðru. Einbeittur og glað-
beittur í senn, rjóður í kinnum.
Smátt og smátt hafa allir orku til
að dansa við glaðværa tónlist og
sífellt lengri skugga.
Okkur vinum og kollegum þyk-
ir vænt um að fá tækifæri til að
draga hér upp mynd af skemmti-
legum og traustum manni og ein-
stökum félaga. Örn Halldórsson
var skólamaður af guðs náð, barn-
góður, þolinmóður og hlýr. Undir
það síðasta deildi hann því með
okkur hve stoltur og þakklátur
hann var fyrir að fá að vera kenn-
ari og skólastjóri. Og hann mátti
vera svo sannarlega vera stoltur
af sínu starfi, við hefðum öll viljað
hafa börnin okkar í skóla hjá hon-
um.
Hann var líka traustur banda-
maður okkar hinna í faginu og
sérlega hjálpfús þegar til hans
var leitað. Við fundum það sterkt
hversu mikilvægt honum fannst
að styðja okkur hin með ráði og
dáð. Við sem skrifum þessa grein
kynntumst því vel þegar við sát-
um með honum í stjórn félagsins
okkar. Í því samstarfi skapaðist
líka vinátta milli okkar sem hélt
allt til enda og lifir nú áfram með
góðum minningum. Við munum
einlæglega sakna Arnar um
ókomna tíð.
Við sendum Ingibjörgu og fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúðar-
kveðjur. Hann var allra stoltastur
af ykkur.
Guðlaug Erla, Hanna Bubba,
Margrét og Jón Páll.
Fyrir um það bil þrjátíu árum
störfuðu sjö karlkennarar við
Grandaskóla í vesturbæ Reykja-
víkur. Það þótti nokkuð gott því
karlkennarar voru heldur fáliðað-
ir í barnaskólunum. Næsta ára-
tuginn störfuðu fimm þeirra sam-
an við skólann í þágu menntunar
barna í Grandahverfinu. Um
aldamótin lítur út fyrir að hóp-
urinn sé að flosna upp því þrír
karlanna hætta störfum við skól-
ann. Leiðir skilja samt ekki alveg
því þá var Smíðaklúbburinn
Grandi stofnaður.
Næstu tuttugu árin hittist
smíðaklúbburinn reglulega yfir
vetrartímann í veglegum matar-
veislum þar sem skólamál, menn
og málefni voru skeggrædd fram
eftir nóttu. Eins og gengur og
gerist var það ekkert endilega
alltaf þannig að menn væru sam-
mála en það gerði þessar kvöld-
stundir bara skemmtilegri. Góðir
vinir þurfa ekki alltaf að vera
sammála. Það einkenndi Örn að
hann vildi ávallt sjá styrkleikana í
hverjum manni og vildi ætíð
reyna að greiða götu samferða-
manna sinna. Hann gætti alltaf
hófs í orðum í þessu kvöldspjalli
okkar og dempaði jafnvel um-
ræðuna ef honum þótti aðrir
klúbbfélagar kveða of fast að orði.
Á fyrstu árum samstarfs meðlima
smíðaklúbbsins var tölvutæknin
að hefja innreið sína inn í skólana.
Áður var krítin og kjafturinn
helsta verkfæri kennarans til að
miðla námsefninu til nemendanna
en með nýrri tækni voru að opn-
ast nýjar leiðir. Örn var sérlega
áhugasamur um að flétta tölvu-
tæknina inn í námsefni grunn-
skólans og reyndi með ráðum og
dáð að styðja alla viðleitni til að
þróa þessa nýju tækni áfram inn-
an skólans. Kennsla í náttúruvís-
indum var honum einnig mjög
hugleikin.
Fljótlega eftir stofnun Smíða-
klúbbsins Granda var veiðideild
klúbbsins stofnuð og fór deildin í
eina veiðiferð á sumri. Mottó
veiðiferðanna var að finna nýja
veiðistaði sem klúbburinn hafði
ekki veitt í áður. Þá var farið í
Selá, Hítarvatn, Þórisvatn,
Skagaheiði, Arnarvatnsheiði,
Steinsmýrarvötn og ónefndu
draumavötnin okkar. Örn var ein-
staklega lunkinn í laxveiðinni og
má segja að hann hafi kennt öðr-
um meðlimum klúbbsins að veiða
lax. Það var með hreinum ólíkind-
um hve fundvís hann var á fisk-
inn. Þau eru ótal skiptin þar sem
hann stóð ásamt einhverjum okk-
ar við fallegan hyl til að skyggna
hann eftir fiski. Yfirleitt var það
þannig að Örn sá fiskinn og við
hinir bara þóttumst sjá hann. Það
var okkur hinum óskiljanlegt
hvernig hann fór að þessu og
hann átti það til að slá okkur hin-
um algerlega við í veiðinni. Í þess-
um veiðiferðum landaði Örn sam-
tals 181 fiski og að sjálfsögðu
landaði hann einnig stærsta fisk-
inum, fjórtán punda hæng úr Sel-
hyl í Selá í Steingrímsfirði. Alls
fór veiðideildin fimm sinnum í
Selá og dvaldist þá í húsi Arnar á
Hólmavík þar sem rætur hans
liggja.
Með þessum orðum kveður
Smíðaklúbburinn Grandi kæran
vin. Minningar um ævintýri á
ýmsum veiðislóðum, um stóra
fiska, um marga fiska, um þann
stóra sem slapp og um fjölmörg
ánægjuleg vetrarkvöld yfir góð-
um mat og drykk lifa.
Ingibjörgu, Sif og Halldóri
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Björn Sigurðsson, Valgeir
Gestsson og Hörður Grétar
Gunnarsson.
Kæri vinur, félagi og sam-
starfsmaður.
Það er ótrúlegt til þess að
hugsa að þú sért fallinn frá, það
var svo mikið sem við áttum eftir
að gera saman sem búið var að
skipuleggja. En svona er lífið
hverfult, engin veit sína ævina
fyrr en á enda er.
Kynni okkar hófust haustið
1991 þegar ég hóf störf í Granda-
skóla og þá varst þú aðstoðar-
skólastjóri.
Þvílíkt ljúfmenni sem þú varst,
skapgóður og alltaf tilbúinn til að-
stoðar ef þess var þörf eða bara í
smá spjall um daginn og veginn.
Þú skiptir um skóla um tíma
þegar þú varðst skólastjóri Sel-
ásskóla, en heima er alltaf best og
mér til mikillar gleði komstu til
baka og varðst skólastjóri í
Grandaskóla.
Margt skemmtilegt er hægt að
tína til öll þessi ár í Grandaskóla
en það er ekki er hægt að sleppa
því að minnast á ferð okkar til
Grikklands í tengslum við Eras-
mus-verkefnið Stand By Me og
Smíðaklúbbinn Granda. Í þessari
ferð okkar til Grikklands kynnt-
umst við enn betur þremur
Grikkjum sem höfðu áður komið í
heimsókn í Grandaskóla og
mynduðust órjúfanleg bönd milli
okkar og þeirra sem hafa haldið
alla tíð síðan. Vá, hvað þetta var
ógleymanleg og skemmtileg ferð.
Smíðaklúbburinn Grandi var
stofnaður eitt árið þegar ég var
einn eftir af okkur karlkennurum
skólans og ákváðum við að hittast
heima hjá einum okkar góða
kvöldstund í mat og drykk til að
fá fréttir af hver öðrum. Í ljós
kom að það var endalaust hægt að
tala saman, reyndar svo mikið að
kvöldið og nóttin dugðu ekki til. Í
framhaldinu ákváðum við að
halda áfram að hittast og skipt-
umst á að bjóða heim til hver ann-
ars í mat og drykk. Þetta var dýr-
mætur tími og ógleymanlegur.
Til stóð að þið félagarnir kæm-
uð til mín í mat og drykk ásamt
því að skoða nýju íbúðina mína
stuttu fyrir andlát þitt og vorum
við búnir að skipuleggja allt svo
þú gætir komist, en svo fór að Co-
vid-19 varð þess valdandi að ekk-
ert varð af matarboðinu.
Á hverju sumri reyndi Smíða-
klúbburinn að fara saman í veiði-
ferðir vítt og breitt um landið og
eru þær hluti af þeim mörgu
ógleymanlegu stundum saman.
Hólmavík, þvílík dásemdar
paradís sem þessi staður er. Í
hvert skipti sem Smíðaklúbbur-
inn fór saman til Hólmavíkur í
laxveiði í Selá fannst mér eins og
ég væri kominn heim í minn
gamla heimabæ sem ég ólst upp í.
Ekkert stress, bara gleði, af-
slöppun og Boney M á vínilfón-
inum. Vá, hvað það var gaman.
Hvað er hægt að segja meira. Það
var ótrúlegt hvað þú varst alltaf
glöggur að sjá fisk í ánni þegar
við hinir sáum ekki neitt.
Einnig var ógleymanleg ferðin
sem ég og Ingibjörg fórum í norð-
ur til þín í berjamó, út á sjó að
veiða á sjóstöng og sjá alla hval-
ina. Þetta var sannkallað ævin-
týri.
Kæri vinur, takk fyrir allar
ómetanlegu stundirnar saman og
allt sem þú hefur gefið mér.
Hörður Grétar Gunnarsson.
Elsku Örn, minn kæri vinur!
Það var heiður að hafa kynnst
þér. Mikill heiður!
Ég hafði fyrst samband við þig
í nóvember 2016 til að biðja þig
formlega um leyfi til að heim-
sækja Grandaskóla. Ekkert svar
barst. Ég hafði aftur samband.
Ekkert svar. Ég sendi skilaboð
gegnum Messenger. Ekkert svar
enn og aftur.
Ég hugsaði með mér „oh þetta
Norðurlandalið, þau eru svo
snobbuð“. Ég hætti að skrifa og
hafa samband og gleymdi þessu.
Mánuði seinna fékk ég svo
sendar myndir í pósti af glöðu
andliti, brosandi risa. Risinn að
veiða með sínum „amigos“, risinn
í jólasveinabúningi eða að spila á
gítar fyrir krakkana í skólanum.
Síðan þá höfum við talað sam-
an aftur og aftur. Við deildum svo
mörgum hlutum. Þegar við hitt-
umst loks í persónu í ágúst 2017
þá varstu kominn inn í líf mitt til
að vera.
Minningin sem mér þykir kær-
ust er frá ferð okkar til Hólmavík-
ur. Sögurnar um álfana, þjóðsög-
urnar, persónulegu hlutirnir sem
við deildum.
Hver steinn hafði sögu sem þú
gast sagt okkur frá. Hver bátur
og hvert tré. Þú varst svo stoltur
af því að geta sýnt okkur fæðing-
arstað þinn. Það var eins og þú
gætir snúið aftur í tíma og kynnt
okkur fyrir 4 ára gömlum Erni, 8
ára og 10 ára. Allt þitt líf var fyrir
framan augu okkar.
Því næst heimsóttir þú okkur á
Grikklandi. Við vorum gott teymi.
„Þegar ruglaðir Íslendingar hitta
ruglaða Grikki.“ Við skemmtum
okkur, ferðuðumst og hlógum. Þú
varðst hluti af fjölskyldunni.
Hluti af okkar lífsspili. Fallegur
og litríkur hluti.
Minn kæri Örn, þú ert nú þar
sem þú átt heima. Jörðin er of lítil
fyrir risa, of lítil fyrir erni, of lítil
fyrir vængi þína, of lítil fyrir þinn
anda, draumana og þína sýn.
Þín sýn var að gera Granda-
skóla heimsfrægan. Gera hann
opinn og ögrandi, skóla án að-
greiningar.
Það vantar fleira fólk eins og
þig, sem fer út fyrir þæginda-
ramma sinn til að ferðast til
Kóreu, Ítalíu, Bandaríkjanna og
Grikklands til að verða betri
kennarar. Aðeins þeir sem geta
flogið hátt geta haft sömu sýn og
þú hafðir.
Einhvern daginn, fyrr eða síð-
ar, þegar við hittumst aftur minn
kæri vinur þá máttu geyma blá-
ber fyrir mig í vasa þínum, æv-
intýri, tröll… geymdu fyrir mig
mitt uppáhaldslag, „Stand by
me“, þar sem það var síðasta lagið
sem við sungum saman í afmæl-
isveislu hjá einum af þínum
„amigos“.
Stattu við hlið fjölskyldu þinn-
ar, sem þú munt skilja eftir.
Það var mikill heiður að hafa
kynnst þér!
Mikill heiður minn kæri rugl-
aði Íslendingur!
Katerina Karkali,
Lamia, Grikklandi.
Okkar kæri vinur Örn!
Við erum í molum og þykir svo
leitt hvað þú féllst frá snögglega.
Lífið getur stundum verið ósann-
gjarnt. Við munum ennþá eftir
okkar fyrstu ferð til Íslands sem
var í ágúst 2017. Þú tókst á móti
okkur í skólanum þínum með öllu
vinalega starfsfólkinu og bauðst
okkur í ferðalag um landið í frí-
tíma þínum. Þú bauðst okkur
meira að segja að gista í sum-
arbústaðnum þínum við sjóinn.
En eins og við segjum í Grikk-
landi: „Guð elskar gott fólk og
tekur það snemma til sín.“
Megi þú hvílast í friði í Paradís,
nálægt englunum, þar sem fyrir-
finnst hvorki sársauki né sorg.
Við munum ávallt minnast þín
með ást og fallegum minningum.
Þínir grísku vinir,
Katerina og Christos,
Lamia, Greece.
Þegar Lóan kom gerði Örninn
sig ferðbúinn og flaug í sumar-
landið. Táknrænt fyrir okkur
starfsfólk Grandaskóla þar sem
Örn hafði mikið yndi af nátt-
úrunni og náttúrufræðikennslu.
Hann hafði sérhæft sig á því sviði
og hafði mikinn metnað fyrir
góðri náttúrufræðikennslu. Sjó-
búr, útungunarvél og vindstiga-
mælar hafa verið staðalbúnaður í
langan tíma, allt fyrir tilstilli Arn-
ar.
Örn var farsæll skólastjóri
Grandaskóla. Hann var leiðtog-
inn okkar, hugsjónarmaður, drif-
kraftur og skemmtanastjóri. Það
skipti ekki máli hvert hann setti
hug sinn í skólanum alltaf kom
það vel út. Hann smíðaði hillur á
kaffistofuna, fyrstur til að taka
upp kústinn ef honum þótti skól-
inn ekki nógu snyrtilegur, var
með puttann á púlsinum varðandi
menntamál og tók svo upp gítar-
inn í gleðskap.
Hugsjón hans í starfi var mikil
og var hann sífellt að finna nýjar
leiðir til að bæta skólastarfið.
Alltaf margt í gangi en aldrei
neinn æsingur. Yfirvegaður og
rólegur í öllum verkum.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera hans staðgengill.
Hans nákvæmni, útsjónarsemi,
næmni og fagþekking var mikil.
Hann dvaldi ekki í smáatriðum,
horfði heldur á heildarmyndina
og fannst lykilatriði að öllum liði
vel. Þegar veikindi hans gerðu
vart við sig og kom að því að stað-
gengillinn tæki við lagði hann sig
fram við að aðstoða mig í starfi.
Ómetanleg eru samtölin og ráð-
leggingarnar og stuðningur hans
til síðasta dags eitthvað sem ég
gleymi aldrei.
Stórt högg hefur verið hoggið í
skólasamfélag Grandaskóla.
Hans hugsjónir lifa áfram og
munum við sem eftir stöndum
gera okkar besta í að halda þeim á
lofti.
Við sendum Ingibjörgu, Sif,
Halldóri Smára og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minning um góðan sam-
starfsfélaga og vin lifir.
Fyrir hönd starfsfólks Granda-
skóla.
Anna Sigríður Guðnadóttir.
Látinn er langt fyrir aldur
fram mannvinurinn og skólamað-
urinn Örn Halldórsson, skóla-
stjóri í Grandaskóla í Reykjavík.
Örn stýrði grunnskólanum í borg-
inni sem er vestast í Vesturbæn-
um hvar vorskólin fegurst skín
eins og skáldið kvað. Skugga ber
nú á skin vorsólarinnar vegna
andláts góðs skólamanns og ljúfs
félaga. Skólasamfélagið í Granda-
skóla og skólafólk í Reykjavík
saknar sárt skólastjórans og góðs
vinar.
Örn hóf starfsferil sinn við
grunnskóla Reykjavíkur sem
kennari við Grandaskóla og síðan
aðstoðarskólastjóri og skólastjóri
í afleysingum 1989-2001. Örn var
síðar skólastjóri í Selásskóla í
Reykjavík en Vesturbærinn tog-
aði fast í hann og fór hann í
„heimahagana“ og tók við stöðu
skólastjóra Grandaskóla árið
2012.
Örn var góður skólamaður,
með þá sýn að nemendum hans
liði vel og þeir næðu góðum ár-
angri í náminu. Hann var farsæll
leiðtogi, átti gott með að vinna
með samstarfsfólki sínu, hvatti
þau til góðra verka en umfram
allt treysti hann fagmennsku
þeirra og hæfni. Hann var vinsæll
meðal nemenda sinna og vel lát-
inn af foreldrum.
Örn tók mikinn þátt í starfi
með skólastjórum borgarinnar.
Hann var öflugur liðsmaður bæði
er kom að skólaþróun og umræðu
um stöðu skólastjóra. Örn var tal-
naglöggur, enda maður náttúru-
vísindanna og sérlega vandvirkur
og nákvæmur þegar kom að
rekstri skólanna sem hann stýrði.
Hann tók þátt í ýmsum hópum
varðandi rekstur grunnskólanna
og veitti skólayfirvöldum og koll-
egum jafnan góð ráð í tengslum
við þann málaflokk. Framkoma
hans einkenndist af hógværð, já-
kvæðni og trausti. Hann var alltaf
til í að leggja góðum málum lið og
styðja við félagana hvenær sem
til hans var leitað. Hann var
traustur vinur vina sinna. Í hópi
samstarfsmanna sinna gat Örn
verið hrókur alls fagnaðar og þá
var oft stutt í hláturinn og gleði-
gjafann í honum. Það voru ekki
örfáar stundirnar sem hann létti
mönnum lífið eftir fundi eða í lok
vinnudags með því að taka upp
gítarinn og skella í lag.
Um leið og við þökkum Erni
fyrir frábært samstarf í rúma tvo
áratugi þá viljum við fyrir hönd
menntayfirvalda í Reykjavík,
þakka fyrir öll þau ár sem hann
helgaði starfskrafta sína börnum
og ungmennum í borginni.
Með Erni er fallinn frá einstak-
ur mannvinur, frábær skólamað-
ur og einlægur talsmaður barna.
Við kveðjum þig kæri vinur
með orðum Bólu-Hjálmars:
Far svo til æðri farsældar
úr félagi voru blessaður,
önd þinni héðan álengdar
andi vor fylgir þakklátur.
Við sendum fjölskyldu Arnar,
samstarfsfólki og félögum inni-
legar samúðarkveðjur.
Helgi Grímsson,
Ragnar Þorsteinsson.
Með sorg í hjarta höfum við
fylgst með baráttu Arnar vinar
okkar við þann sjúkdóm sem á
skömmum tíma hefur lagt hann
að velli, langt um aldur fram. Og
nú þegar fallinn er sá dómur sem
enginn getur áfrýjað hvarflar
hugurinn til fjölda ánægjulegra
samverustunda, bæði á vettvangi
starfa okkar en ekki síður þegar
við litum upp úr amstri dagsins.
Örn Halldórsson