Morgunblaðið - 04.04.2022, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
✝
Gerður Bernd-
sen fæddist í
Reykjavík 23.
mars 1948. Hún
lést á
taugalækninga-
deild Landspít-
alans 26. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Áslaug
Pálsdóttir og Pét-
ur Berndsen. Syst-
ur hennar eru Þrúður Páls-
dóttir, Anika Berndsen sem
er látin, Margrét Berndsen,
Sólveig Berndsen og Jóhanna
Sigríður Berndsen.
Gerður ólst upp á Smára-
götu 8a og árið 1962 flutti
fjölskyldan í Skaftahlíðina
þar sem hún bjó til ársins
1967.
Gerður giftist Kristjóni
Gerður var listræn og
skapandi. Eftir hana liggja
fjórar barna- og unglinga-
bækur sem hún skrifaði og
myndskreytti. Margt býr í
sjónum, Benni og Binni –
óþekkustu strákar í heimi,
Rúna – trúnaðarmál og Fun-
hildur.
Árið 2001 myndskreytti
Gerður og gaf út ljóðabókina
Ljóðaperlur með ljóðum eft-
ir dóttur hennar, Áslaugu
Perlu, sem var myrt árið
2000. Lát hennar varð Gerði
óbærilegt og hún varð aldrei
aftur söm. Þrátt fyrir það
leitaði hún áfram í sköpun
og myndir hennar prýða
veggi margra heimila. Hún
hélt einnig fjölmargar mynd-
listarsýningar með ýmist ak-
ríl- eða vatnslitamyndum
auk þess sem hún vann með
leir, við og mósaík.
Gerður verður jarðsungin
frá Háteigskirkju í dag, 4.
apríl 2022, klukkan 15.
Haraldssyni sama
ár og árið 1972
eignuðust þau
eldri dóttur sína,
Ragnheiði Mar-
gréti. Sjö árum
síðar fæddist Ás-
laug Perla en þá
hafði fjölskyldan
hafði komið sér
fyrir á Ægisíðu.
Gerður og Krist-
jón skildu árið
1990 og þá flutti hún með
dætur sínar á Hjarðarhaga.
Gerður útskrifaðist úr
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands árið 1978 og starfaði í
kjölfarið sem grafískur hönn-
uður á auglýsingastofunni
Argus og fleiri auglýs-
ingastofum. Síðar starfaði
hún sem meðferðarfulltrúi
við iðjuþjálfun á Kleppi.
Elsku besta mamma mín er
dáin og það kremur í mér
hjartað. Hæfileikaríka og
margslungna mamma mín sem
fékk svo rosalega erfið verk-
efni í lífinu að þau buguðu hana
á endanum.
Ólíkt því þegar ég missti
systur mína og pabba fékk ég
svolítinn tíma til að verja með
henni í lokin og kveðja. Það var
ofboðslega erfitt en jafnframt
svo einstaklega dýrmætt að fá
að halda í höndina á henni og
strjúka henni um hárið síðustu
daga hennar á þessu tilveru-
stigi. Ég spjallaði við hana, las
vel valin ljóð eftir systur mína
og spilaði Queen, Edith Piaf og
Neol Einsteiger.
Mamma mín var svo ótal
margt. Hún var hæfileikarík,
eldklár, skemmtileg, fyndin,
listræn og skapandi en hún var
líka reið, bitur, friðlaus og
sorgmædd. Dauði systur minn-
ar árið 2000 var henni svo
óbærilegur að hún varð aldrei
söm og fórnarkostnaðurinn var
gríðarlegur. Á þessum árum
gat verið erfitt að vera dóttir
hennar en til allrar hamingju
náðum við mörgum góðum og
fallegum samverustundum síð-
ustu árin.
Þegar ég var lítil lék mamma
með mér í bíló, bjó til Barbie-
hús úr pappakassa, kenndi mér
að lesa þegar ég var fimm ára
og fór með mér sund í hvaða
veðri sem var. Sem ung stelpa
leit ég upp til og dáðist að
mömmu minni sem var svo
glæsileg með síða ljósa hárið
sitt og hendur og heila sem
sköpuðu bækur, myndlist, leir-
muni og mósaíkverk. Ég á
yndislegar minningar frá því
þegar mamma var í Myndlista-
og handíðaskólanum og ég
fékk undanþágu frá því að vera
á myndlistanámskeiði í skól-
anum þó svo að ég væri ekki
orðin sex ára. Ég man enn
lyktina sem getur flutt mig á
einu andartaki 45 ár aftur í
tímann.
Ég á margar góðar minn-
ingar um mömmu og með
mömmu og með þær í fartesk-
inu kveð ég þennan hluta sögu
minnar. Af litlu fjölskyldunni á
Ægisíðunni er ég ein eftir og
held áfram með mitt líf og
mína sögu.
Ég treysti því að núverandi
tilverustig mömmu umvefji
hana með allri þeirri ást, um-
hyggju og frið sem hún á svo
innilega skilið því annars er
mér að mæta.
Þín elskandi dóttir,
Ragnheiður.
Mögnuð kona er fallin frá.
Lífið fór ekki mildum höndum
um Gerði og það lagði svo
sannarlega meira á hana og
hennar nánustu en nokkur get-
ur þolað. Gerður var mikil
listakona og skarpgreind. Hún
var sú mamma vinkvenna
minna sem ég tengdist mest og
var stór hluti af lífi mínu þegar
ég var að stíga mín fyrstu spor
inn á fullorðinsárin. Ég var
heimagangur á Hjarðarhagan-
um og Kapló og alltaf velkom-
in. Hún vildi alltaf spjalla og
sýndi manni einlægan áhuga
og umhyggju. Hún var kona
sem ég leit upp til og hafði
mótandi áhrif á mig. Hún var
hluti af menningaruppeldi
mínu og hjálpaði án efa til við
að ýta feimnu stelpunni sem ég
var aðeins út úr skelinni. Ég
er þakklát fyrir að hafa haft
Gerði í lífi mínu og vona að
hún hafi nú fundið frið.
Elsku Ragga og Andri Pét-
ur, innilegar samúðarkveðjur
til ykkar.
Hildur.
Þrautseigja Gerðar Bernd-
sen í verkefninu sem hún helg-
aði líf sitt síðustu tvo áratug-
ina var alla tíð aðdáunarverð.
Hún barðist fyrir réttlæti til að
heiðra og verja minningu dótt-
ur sinnar. Af illskiljanlegum
lagatæknilegum ástæðum dauf-
heyrðist kerfið við endurtekn-
um óskum hennar og sendi
hana margsinnis bónleiða til
búðar. Vonandi er að skyndi-
legt og ótímabært andlát Gerð-
ar marki ekki þau þáttaskil að
lokatakmarkið náist aldrei.
Þrotlaus barátta Gerðar fyrir
því að dæmt yrði fyrir allt það
ofbeldi sem dóttir hennar varð
fyrir áður en hún lést tók sinn
toll bæði andlega og líkamlega.
Þegar fundum okkar bar fyrst
saman fyrir nokkrum mánuðum
og Gerður bað mig um að veita
henni liðsinni leyfði ég mér að
gera það sem e.t.v. þykir ekki
fullkomlega fagmannlegt af lög-
manni: Að hrífast með frá
fyrstu mínútu – bæði með mál-
staðnum og móðurinni. Annað
var einfaldlega ekki hægt.
Væntanlega er samkomulagið
sem við gerðum með okkur fyr-
ir vikið nokkuð óvenjulegt.
Líf Gerðar varð aldrei samt
eftir þann voðaverknað sem
framinn var. Saga hennar um
eyðimerkurgönguna frá einu
embættinu til annars er sér-
staklega átakanleg þegar hún
snýst í raun ekki um annað en
að fá hið augljósa viðurkennt; að
dóttur hennar var fyrst nauðgað
og síðan myrt. Kerfið lét sér
nægja að dæma fyrir seinni
glæpinn. Það gat móðirin aldrei
sætt sig við.
Þau stuttu kynni sem ég hafði
af Gerði Berndsen, og nú þetta
ótímabæra andlát hennar, hafa
vakið mig til umhugsunar um
björgunarnet íslensks velferðar-
samfélags. Fjölmargir í fjöl-
skyldu Gerðar hafa átt um sárt
að binda og kannski aldrei borið
þess bætur að missa ástvin sinn
með jafn skyndilegum og voveif-
legum hætti og raun ber vitni.
Hið sama á eflaust við í nær-
samfélagi þess sem verknaðinn
framdi. Kerfinu er í öllum aðal-
atriðum sama enda þótt tjón
samfélagsins sé mikið.
Ég votta fjölskyldu og ástvin-
um Gerðar Berndsen samúð
mína. Ef kerfið fagnar frelsinu
er það hlutverk okkar hinna að
halda á lofti sannleikanum sem
Gerði var svo annt um að koma
á framfæri.
Steinbergur Finnbogason.
Gerður Berndsen
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HÁKON VIÐAR SÓFUSSON,
Bleiksárhlíð 63,
Eskifirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað
á afmælisdaginn sinn 31. mars. Útförin fer
fram föstudaginn 8. apríl kl. 13.00 í
Eskifjarðarkirkju.
Sigrún Valgeirsdóttir
María Hákonard. Benedikt Jóhannss.
Rúnar Hákonars. Petra Sveinsd.
Sófus Hákonars. Lilja Halldórsd.
Svava H. Hákonard. Hilmir Ásbjörnss.
barnabörn og barnabarnabörn
Kær vinur og félagi,
KNÚTUR JÓHANNESSON
frá Haga í Þjórsárdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Lundi
sunnudaginn 20. mars. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jóhanna Haraldsdóttir
Guðrún Haraldsdóttir
Sigrún Guðlaugsdóttir
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
ELÍN PÁLMADÓTTIR,
blaðamaður og rithöfundur,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við
Brúnaveg aðfaranótt 2. apríl sl. Jarðarförin
verður auglýst síðar.
Sólveig Pálmadóttir
Helga Pálmadóttir Helgi Samúelsson
systkinabörn og fjölskyldur þeirra
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR,
prófessor emeritus
og myndlistarmaður,
Hvassaleiti 40, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala laugardaginn 26.
mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 7. apríl.
Brjánn Árni Bjarnason Steinunn Gunnlaugsdóttir
Bolli Bjarnason Ellen Flosadóttir
Gunnlaugur Bollason Unnur Þorgeirsdóttir
Unnur Hólmfríður Brjánsd. Gauti Þormóðsson
Elva Bergþóra Brjánsdóttir Dagur Hilmarsson
Fannar Bollason
Fjalar Bollason
og barnabarnabörn
Elsku afi minn.
Að missa ein-
hvern er aldrei ein-
falt og að vita af
því að þú ert ei lengur hérna
hjá okkur er mér erfið tilhugs-
un. Ég spyr mig; hvern get ég
nú spilað ólsen ólsen við sem
hefur jafn gaman af því og þú?
Spilamennskan þín er eitt af
því sem kemur fyrst í huga mér
þegar ég hugsa um þig. Þegar
þú bjóst í göngufæri við okkur
fjölskylduna var það í þinni
daglegu rútínu að fá þér göngu-
túr og stoppa við hjá okkur. Fá
þér eitt vatnsglas og taka í spil.
Þótt heimsóknir þínir væru
ekki vanalega í lengri kantinum
þá þótti mér mjög vænt um
þennan tíma sem við eyddum
saman.
Við brölluðum margt saman
yfir ævina mína og mörgu get
ég sagt frá. Sundlaugaferðirnar
eru í miklu uppáhaldi, hvort
sem það var ferð í Kópavogs-
laugina eða Grænu laugina í
Kelduhverfi. Leikhúsferðunum
sem við höfðum bæði gaman af,
tökum ekki Litla prinsinn með.
Síðan ferðirnar á þínar heima-
slóðir eða vestur á land. Síðasta
ferðin vestur með þér stendur
ofarlega í minningunni. Þegar
faðir minn þurfti að bera þig
(og mig) yfir ána. Upp á fjallið
þar sem þú gekkst eins og fæt-
ur toguðu, í leitinni að síma-
sambandi eða þegar þú komst
fram hálfsofandi og byrjaðir að
tala um allt fólkið sem væri
þarna með okkur. Mér var smá
brugðið enda langt frá öllum
Þórarinn
Björnsson
✝
Þórarinn
Björnsson
fæddist 11. júlí
1940. Hann lést 23.
mars 2022.
Útför Þórarins
fór fram 2. apríl
2022.
bæjum. Þá rétti ég
þér suðusúkkulaði
og þá var fólkið
farið.
Það sem ég
sakna húmors þíns,
hvernig þú náðir að
halda uppi sam-
ræðum við hvern
sem er og finna
tengingu við ein-
staklinginn sem
samræðurnar voru
við. Ég er ánægð að hafa haft
þig sem afa minn, því betri afa
getur enginn beðið um.
Elsku afi Tóti, þín verður
ávallt saknað.
P.s. Þú munt alltaf eiga litlu
tána mína á vinstri fæti.
Þitt barnabarn,
Bríet.
Í dag kveð ég frænda minn
Tóta í Austurgörðum. Fyrstu
kynni okkar Tóta voru, þó ég
mun vart eftir þeim, þegar ég
kom í heiminn. Þá var hann
ræstur um miðja nótt til að
hringja í ljósmóður en í þá daga
var síminn fyrir Kelduhverfið í
Lindarbrekku, og sagði hann
mér síðar að aldrei hvorki fyrr
né síðar hefði hann verið svona
snar í snúningum. Ég ólst upp
á Austurgarðatorfunni þar sem
Tóti var með hænsnabú og
hafði því not fyrir okkur krakk-
ana í hina og þessa snúninga.
Tóti var einstaklega skapgóður
og reiddist ekki okkur krökk-
unum þó oft hefði hann átt full-
an rétt á því, það kom stundum
fyrir að ég og stundum líka
nafni hans og nágranni úr
Krossdal tækjum dagsfram-
leiðsluna alla og æfðum okkur í
eggjakasti og þá gjarnan á
veggjum hænsnahússins eða í
fjárhúsum sem stóðu þar nærri
og svo sat ég oftast upp með að
þrífa dammið en aldrei varð
Tóti reiður en eigendur nær-
liggjandi fjárhúsa voru ekki
eins spakir. Tóti var mikil fé-
lagsvera og stóð fyrir allskonar
félagsstarfi í Kelduhverfi, t.d
kom hann upp hringsjá sem
sjálf frú Vigdís forseti afhjúp-
aði og var svo um skeið hús-
vörður í Skúlagarði og er það
sennilega eitt litskrúðugasta
tímabil Kelduhverfis. Hann
stóð þar fyrir mörgum skemmt-
unum og dansleikjum með
mörgum frægum sveitum, en
samstarf við hina opinberu lög-
gæslu gekk ekkert sérlega vel
og sat hann um stund innan
rimlanna vegna þeirra. Dag-
blöðin voru oft með fyrirsagnir
tengdar þessum samskiptum
sem svo enduðu fyrir dómi þar
sem Tóti frændi stóð teinréttur
eftir þó ekki væri hann hávax-
inn og er sennilega einn fræg-
asti Keldhverfingurinn. Ég stóð
með frænda í þessum slag þó
ungur væri og kom því til skila
milliliðalaust við yfirvaldið þeg-
ar þeir voru við hraðamælingar
á torfunni hjá okkur. En annars
held ég að rekstur hans á
Skúlagarði hefði gengið betur
fjárhagslega ef við krakkarnir
hefðum ekki verið svona nærri
lagernum fyrir sjoppu Skúla-
garðs, þetta vissi frændi en var
alveg pollrólegur yfir svona
smotteríi. Seinna meir stundaði
Tóti frændi ýmiskonar störf
suður um höfin og land allt og
oftar en ekki kom Kári heitinn í
Laufási með mér þegar ég var
á leið til Reykjavíkur og þá
stoppuðum við hjá Tóta á Mel-
stað eða annars staðar á leið-
inni, en þeir frændur náðu
mjög vel saman og gaman á að
hlusta. Ég gæti skrifað margar
sögur af Tóta en læt hér staðar
numið. Takk fyrir samfylgdina,
kæri vinur og frændi. Tóti, þú
litaðir sannarlega lífið.
Kveðja,
Birkir Þór Jónasson.
Fyrstu kynni okkar Tóta
voru sumarið 1966 þegar Rauða
skikkjan var kvikmynduð í
Kelduhverfi – aðallega í og við
Hljóðakletta, en þó víðar vestan
og austan Jökulsár á Fjöllum.
Við vorum báðir í hlutverkum,
við vinnu á uppsetningu leik-
myndar en einnig í nokkrum at-
riðum sem menn konungs.
Þetta ævintýri, ásamt enn
frekari kynnum okkar er Tóti
var við starfskynningu hjá Jóni
bónda á Reykjum í Mosfells-
sveit um hænsnarækt og upp-
eldi unga, varð síðan til þess að
Tóti, þá orðinn hænsnabóndi í
Austurgörðum og í skólanefnd
sveitarinnar, réð undirritaðan
til starfa við skólann í Skúla-
garði. Þessi ár, en þau urðu
þrjú, voru gefandi og skemmti-
leg. Oft kom maður í Austur-
garð í spjall og spil við fjöl-
skyldurnar sem þar bjuggu.
Þessi ár varð vinátta okkar að
góðum samskiptum, þó svo
lengra væri á milli.
Eftir að Tóti lagði niður bú-
skap og tók sér annað fyrir
hendur kom hann við í hverri
ferð, á Hvammstanga og
Varmalandi, þegar hann starf-
aði við t.d. þáttagerð fyrir
RÚV, seldi tryggingar og fleira.
Það var gaman og gott að hafa
félag í gistingu og mat. Þá var
rifjað upp ýmislegt sem á daga
okkar hafði drifið, sagðar frétt-
ir úr Kelduhverfi – nauðsynlegt
að fylgjast með – og að sjálf-
sögðu af okkur sjálfum.
Eftir því sem árin liðu urðu
samskiptin minni en alltaf vissi
maður hvar Tóti var og bjó.
Mér er sérstaklega í minni
þáttagerð hans við RÚV, en
þeir nefndust Þjóðlíf. Hann lifði
fyrir að ná upptökum af sem
flestum til þess að segja frá því
sem á dagana hafði drifið og
helst frá fyrri hluta tuttugustu
aldar. Eins og Tóti sagði sjálf-
ur: „Að hljóðrita er galdur,
leyndardómur við að fanga tím-
ann.“ Þetta voru vandaðir og
góðir þættir sem Tóti lagði allt
sitt í. En þannig var Tóti, góður
og notalegur vinur.
Börnum, ættingjum og vin-
um og sendum við Kristín Ingi-
björg okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Flemming Jessen.