Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 24

Morgunblaðið - 04.04.2022, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Hafðu í huga að á þessum tíma ævi þinnar hentar þér best að sinna fjölskyldu þinni og nánasta umhverfi. Aðeins þannig geturðu haldið þér síungum. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefur verið svolítil eyðslukló ný- verið. Notaðu daginn til þess að meta eigin- fjárstöðuna, hann er frábær til þess. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þolinmæðin er ekki þín sterka hlið en nú er nauðsynlegt að þú temjir þér hana. Sýndu vinum þínum umbeðinn trúnað. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert að ganga í gegnum undar- legt tímabil. Láttu ekki deigan síga við að fá fram þau úrslit mála, sem þér eru mest að skapi. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Þú hefðir gott af því að breyta til á einhvern hátt hvort sem er heima fyrir eða í vinnunni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Láttu það ekki hvarfla að þér að láta aðra um að leysa þín mál. Notaðu daginn til þess að losa þig við þessa hamslausu hrifn- ingu fyrir fullt og allt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú þarft að afkasta miklu í dag og þá ríður á að vera skipulagður í vinnubrögðum og láta ekki aðra eyða fyrir sér tíma að óþörfu. Láttu ekkert trufla þig. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú átt hægt um vik með að sýna öðrum góðvild og örlæti í dag. Mundu að verður er verkamaður launa sinna og það á við um þig sem aðra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér vinnst ekki tími til þess að framkvæma allar þínar hugmyndir. Einhver er að reyna að leyna þig einhverju og þú færð ekki rétta mynd af stöðu mála. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er langt því frá að allt sé úti, þótt þú þurfir að breyta um áherslur í starfi. Aðrir gætu nú reynst þér rausnarlegir og þú átt að grípa tækifærið. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þér finnst allir vera í andstöðu við þig en láttu það ekki brjóta þig niður. Það er ekki nóg að sýna áhuga í orði ef hann er ekki á borði líka. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er mikið að gera í dag og þér finnst eins og allir þurfi á þér að halda. Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þínum hag sé borgið. Hann var formaður Framsóknar- félags Grýtubakkahrepps í mörg ár og var lengi formaður Lands- sambands kartöflubænda sem síðar gekk inn í Félag garðyrkjubænda. Bergvin sat í stjórn Garðyrkju- bænda um árabil. Bergvin var í byrjuðu svo Anna Bára dóttir Berg- vins og maðurinn hennar Sveinn Sigtryggsson félagsbúskap með Bergvin og Sigurlaugu. Bergvin var einn af stofnendum hestamannafélagsins Þráins og stundaði hestamennsku sín yngri ár. B ergvin Jóhannsson fæddist 4. apríl 1947 í Bergi á Svalbarðseyri. Hann bjó þar til 8 ára aldurs og flutti þá með foreldrum sínum og systkinum á ný- býlið Áshól í Grýtubakkahreppi. Þar hófu foreldrar hans að rækta upp land fyrir kartöflur, kýr og sauðfé og varð Bergvin strax áhugasamur um búskapinn. Bergvin gekk í barnaskóla á Grenivík ásamt því að hjálpa til við búskapinn. Því næst fór hann í tvo vetur í undirbúning fyrir gagnfræð- ing hjá séra Jóni og Jóhönnu í Lauf- ási. Þá lá leiðin í Laugaskóla í smíð- anám. Árið 1966 fór Bergvin í bændaskólann á Hvanneyri í tvo vet- ur og á þeim tíma hóf hann félags- búskap með foreldrum sínum. Hann útskrifaðist frá Hvanneyri sem bú- fræðingur árið 1968 og kvæntist sinni heittelskuðu Sigurlaugu Önnu Eggertsdóttur 22. júní það ár. Árið 1969 hóf Bergvin að byggja sér íbúð sem efri hæð ofan á hús for- eldra sinna og árið 1972 gerðist Bergvin skólabílstjóri við Stóru- tjarnarskóla. Aukið var við kartöflu- rækt í búskapnum og hætt með kúabúskap, fjósi var breytt í kart- öflugeymslu, byggt við hlöðuna og fjárhús stækkuð. Bergvin hefur alltaf verið mikill áhugamaður um skógrækt og byrjar snemma að gróðursetja tré í órækt- anlegt land. Skógrækt einkennir Ás- hólslandið í dag. Fljótlega eftir að faðir Bergvins dó hóf bróðir hans Guðbrandur og fjölskylda hans fé- lagsbúskap með Bergvin og móðir hans fluttir til Akureyrar. Félags- búskapur þeirra bræðra stóð til 1985 en þá flutti Guðbrandur á Svalbarðs- eyri og Bergvin og fjölskylda héldu áfram búskap á Áshóli. Árið 1986 hófst loðdýrarækt í Áshóli sem stóð í nokkur ár. Bergvin fór svo á sjó á Víkur- bergið GK sem átti einungis að vera yfir eina vertíð en sjómennskan stóð yfir í 10 ár samhliða búskapnum. Eftir að Bergvin hætti á sjónum og vatt sér aftur alfarið að búskapnum byrjaði hann einnig sem skólabíl- stjóri í Grenivíkurskóla. Árið 1996 nokkur ár landvörður í Fjörðum og hafði aðsetur í húsbíl við Gil í Fjörð- um. Árið 2018 heiðraði Samband garðyrkjubænda Bergvin fyrir framúrskarandi störf til fjölda ára fyrir íslenska garðyrkju. Þau hjónin höfðu þá staðið vaktina í áratugi sem kartöflubændur. „Þótt ég sé að mestu hættur sem kartöflubóndi og yngra fólkið tekið við þá er ég alltaf kallaður kartöflubóndinn, meira að segja þegar ég var til sjós.“ Bú þeirra hjóna hefur alltaf verið þekkt fyrir fegurð og góða um- gengni. „Ég er mikill náttúruunn- andi og hef alltaf verið iðinn við að planta trjám og reynt að rækta land mitt vel. Ég hef haft mikinn áhuga á að varðveita gamlar minjar og unnið að því að gera upp traktora og önnur landbúnaðartæki. Svo sækja barna- börnin dálítið í mig og það er mér mjög kærkomið að þau vilji knúsast með afa, bæði þegar þau eru mjög ung og svo fram eftir aldri.“ Fjölskylda Bergvin er kvæntur Sigurlaugu Önnu Eggertsdóttur, f. 25.6. 1949, húsmóður í Áshóli, vann við af- greiðslu í gamla bænum í Laufási og Bergvin Jóhannsson kartöflubóndi – 75 ára Stórfjölskyldan 70 ára afmæli Sigurlaugar. Á myndina vantar yngsta barnabarnið, Mikael Má, og langafastelpuna Alexöndru Ósk. Alltaf kallaður kartöflubóndinn Áshóll Bergvin ólst þar upp frá 8 ára aldri og hefur búið þar síðan. Bústörf Bergvin við kartöflu- niðursetningu síðasta vor. Bjarni Sævar Eyjólfsson, Friðrik Már Hjaltason, Hilmar Marinó Arnarsson, Sig- mundur Ævar Ármannsson og Stefán Berg Jóhannsson gengu í hús og söfnuðu peningum, ásamt því að leggja hver og einn hluta af eigin sparifé í söfnun fyrir Úkraínu, alls 54.577 krónur. Söfnunin fór fram á Akureyri. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir rausnarlegt framlag til mannúðarmála. Hlutavelta Þorlákshöfn Dagur Blær Diego fædd- ist 9. ágúst 2021 kl. 21.44. Hann vó 3.988 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Tinna og Brynjar Máni. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.