Morgunblaðið - 04.04.2022, Síða 25

Morgunblaðið - 04.04.2022, Síða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022 DENGSI VISSI EKKI HVAÐAN ALLAR HUGMYNDIRNAR KOMU – OG HANN VILDI EKKI VITA ÞAÐ. „SVONA… ÞÚ VERÐUR ALDREI VARÐHUNDUR EF ÞÚ STARIR BARA Á ÞETTA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sakna þess að hittast ekki bara á Zoom. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG SPYR ALDREI… HVERNIG VAR DAGURINN HJÁ ÞER? ÆÐI! ÉG ÁT ROTTU Í HÁDEGISMAT OG SKOTTIÐ FESTIST Á MILLI TANNANNA Á MÉR… OG SVO FANN ÉG GRÆNA STÖFFIÐ SEM VEX Í NIÐUR- SUÐUDÓSUNUM Í RUSLAGÁMINUM… NÁTTÚRAN ER STÓRFENGLEG! HRÓLFUR, EIGUM VIÐ AÐ TÍNA BER? NAHH, ÉG ER GÓÐUR! ÉG VARÐ AÐ SPYRJA á Grenilundi, sambýli fyrir aldraða á Grenivík. Silla í Áshóli eins og hún er alltaf kölluð söng með kirkjukór Laufáskirkju í 50 ár. Foreldrar Sig- urlaugar voru Eggert Ólafsson sjó- maður og Sigríður Stefánsdóttir frá Hvammi í Grýtubakkahreppi. Börn Bergvins og Sigurlaugar eru 1) Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, f. 4.12. 1970, hársnyrtimeistari, gift Svani Stefánssyni húsasmíðameist- ara. Þau eiga þrjá syni, Bergvin, Svan Berg og Stefán Berg. 2) Anna Bára Bergvinsdóttir, f. 2.5. 1972, leik- og grunnskólakennari, bóndi, skólabílstjóri og ferðaþjónustu- bóndi, gift Sveini Sigtryggssyni bú- fræðingi. Þau eiga þrjár dætur, Guð- björgu Ósk en sambýlismaður hennar er Arnór Reyr Rúnarsson og eiga þau dótturina Alexöndru Ósk, Rakel Lind og Sigurlaugu Önnu; 3) Berglind Bergvinsdóttir, f. 18.3. 1977, leik- og grunnskólakennari, gift Sveini Fannari Ármannssyni viðskiptafræðingi. Eiga þau þrjár dætur, Marín Elvu, Önnu Guðnýju og Júlíu Margréti; 4) Ásdís Hanna Bergvinsdóttir, f. 7.7. 1987, leik- skólakennari, gift Hjalta Má Guð- mundssyni bifvélavirkja. Eiga þau þrjá syni, Friðrik Má, Birgi Má og Mikael Má. Fyrir á Hjalti tvö börn, Nikolai og Emilíu. Systkini Bergvins eru Fjóla Krist- ín, f. 22.9. 1937, d. 31.8. 1990, Reynir, f. 18.1. 1940, Guðrún, f. 4.8. 1943, Guðbrandur, f. 23.5. 1949, d. 20.8. 2005, og Freygarður, f. 7.8. 1955. Foreldrar Bergvins voru Jóhann Friðberg Bergvinsson, f. 2.1. 1913, d. 7.11. 1974, og Sigrún Sigríður Guð- brandsdóttir, f. 1.1. 1917, d. 24.3. 2007, bændur í Áshóli. Bergvin Jóhannsson Jóhann Friðberg Bergvinsson bóndi á Hallanda og Gautsstöðum á Svalbarðsströnd Elín Sesselja Jónadóttir húsmóðir, f. á Illugastöðum í Fnjóskadal Bergvin Jóhannsson barnakennari, vann við síldveiðar og síldarverksmiðju, bjó á Bergi Sumarrós Magnúsdóttir húsmóðir á Bergi á Svalbarðseyri Jóhann Friðberg Bergvinsson bóndi og bifreiðarstjóri í Áshóli Magnús Oddsson bóndi á Efri-Vindheimum á Þelamörk Sigríður Jónasdóttir húsmóðir, fædd á Gili í Fjörðum Sigurður Hallsson bóndi í Hringveri í Hjaltadal Sigríður Einarsdóttir vinnukona víða í Hjaltadal, frá Hrafnsstöðum Guðbrandur Sigurðsson búfræðingur og bóndi í Litla-Árskógi Kristín Jóhannsdóttir húsmóðir í Litla-Árskógi á Árskógsströnd Jóhann Magnússon bóndi á Hellu á Árskógsströnd Freygerður Árnadóttir húsmóðir, frá Hólakoti í Fljótum Ætt Bergvins Jóhannssonar Sigrún Sigríður Guðbrandsdóttir húsmóðir og bóndi í Áshóli í Grýtubakkahreppi, S-Þing. Á fimmtudaginn sendi Ingólfur Ómar mér póst, sagði „kominn er vorhugur í mig og að því tilefni langar mig að gauka þessari vísu að þér“: Svellin þána, sólin hlær, seiðir þrána vorsins blær. Fjöllin blána, grundin grær, glitrar ránarflötur skær. Ármann Þorgrímsson spyr á fés- bók: „Ætli sé samband þarna á milli?“ Hausinn tapar hárunum, hopar lífsins gaman; montið eykst með árunum oft fer þetta saman. Jón Karl Einarsson svaraði: „Þessi er snilld. Þú kannast kannski við þessa?“ Áður helst minn hróður jók hárið þykkt og mikið. En Drottinn gaf og Drottinn tók og Drottinn fór yfir strikið. Ingólfur Ómar Ármannsson: Fjörið dvínar, fölnar skart fljótt til þurrðar gengur. Það sem áður þótti smart þykir ekki lengur. Dagbjartur Dagbjartsson segir á Boðnarmiði: „Öllu fer aftur sem er fullfarið fram.“ Af mér bæði ljóst og leynt lekur sálarforðinn og skrokkurinn er skelfing hreint skjátulegur orðinn. Stefán Jónasson yrkir „Án skýr- ingar“: Ábyrgð sýna öllum ber eins fyrir smáa og stóra hversu leitt sem lífið er lengur vilt helst tóra. Hörður Björgvinsson tekur „úr neðstu skúffunni“: Trúlega hefur hent oss flest í hvössu orðaskaki að setja sig á háan hest - og hrynja svo af baki. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og kallar „Sjálfstæðing“: Hann Bjartur var baráttuglaður og blés á allt samvinnuþvaður, ei studdist við staf, en standandi svaf, hann var sannur sjálfstæðismaður. Páll Jónasson í Hlíð leggur fyrir „Guðfræðilega spurningu“: Eru englarnir fuglar sem fljúga og fylgja þeim sem að trúa um fjarlæga geima til fegurri heima? spurði talsmaður kristinna kúa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorhugur og ort án skýringar Góð heyrn glæðir samskipti Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.