Morgunblaðið - 04.04.2022, Qupperneq 29
Sóðaskapur var komin á svið. Það er
pönktríó úr Reykjavík; þrjár stelpur
sem spila frumstæða pönktónlist
með ádeilutextum. Þær skipta um
hljóðfæri sín á milli og syngja til
skiptis og þeim tekst að skapa mikla
og góða stemmningu á sviðinu. Nýja
lagið þeirra heitir „Ef þú átt prent-
ara þá kýstu Sjálfstæðisflokkinn“ og
inniheldur meðal annars textalín-
una: „Það þarf talsvert meiri köku til
að ég skipti um lið.“ Textinn í loka-
laginu, Gróðurhúsaáhrifin, er svo al-
veg meiri háttar. Í viðlaginu er góð
vísa endurtekin og hún er sko ekki
of oft kveðin: „Gróðurhúsaáhrif eru
þér að kenna, gróðurhúsaáhrif eru
mér að kenna. Þú ert að drepa plán-
etuna, ekki gleyma að muna!“ Þetta
er ekki flókið.
KRÍSA var næstsíðust á svið og
sannarlega eitt allra áhugaverðasta
band Músiktilrauna í ár. Í miðjulag-
inu gerði gæsahúðin aftur vart við
sig svo um munaði þegar strákarnir
fóru á flug, svo mikil var tilfinningin
í tónlistinni. Hinn 15 ára Kormákur
Valdimarsson er einfaldlega fram-
úrskarandi gítarleikari sem verður
gaman að fylgjast með í framtíðinni.
Lögin þeirra þrjú runnu saman í eitt
og upplifunin var eins og maður væri
dottinn inn á gigg með sjóaðri hljóm-
sveit sem hefur gert lítið annað en
að spila svo árum skiptir en þessi
sveit er samt bara nokkurra mánaða
gömul.
Lokahljómsveit kvöldsins var
Dóra og döðlurnar sem fluttu
óvenjuþroskaðar lagasmíðar miðað
við það sem gengur og gerist fyrir 16
ára stúlkur. Þær buðu upp á kántr-
ískotið popp og fluttu af miklu ör-
yggi og settu fínan endapunkt á ald-
eilis framúrskarandi og fjölbreytt
úrslitakvöld.
Nú var komið að æsispennandi bið
eftir úrslitum og dómnefnd hefur að
öllum líkindum haft verk að vinna,
því svo mörg góð tónlistaratriði voru
á dagskrá í ár. Þegar upp var staðið
var Bí Bí og Joð kosin hljómsveit
fólksins. Í þriðja sæti varð skógláps-
sveitin Sameheads og annað sætið
vermdi rapparinn Gunni Karls. Það
var svo KUSK sem sigraði Músiktil-
raunir í ár og er hún vel að þeim
sigri komin. Hún hreppti einnig raf-
heilaverðlaun Músiktilrauna og fékk
viðurkenningu fyrir íslenska texta-
gerð.
Músiktilraunir hafa enn og aftur
töfrað mig upp úr skónum og ég val-
hoppa út í vorrigninguna, sannfærð-
ari en nokkru sinni fyrr um að tón-
list er flóknasti galdurinn. Til
hamingju, elsku unga tónlistarfólk,
sem með æfingum og eljusemi sýnir
okkur öllum að hugurinn ber mann
hálfa leið og allt er hægt ef einbeit-
ingin og sköpunargleðin fær að njóta
sín. Sjáumst að ári.
Kabarett Bí Bí og Joð var kjörin Hljómsveit fólksins. Svanhildur Guðný
Hjördísardóttir hlaut líka verðlaun sem söngkona Músiktilrauna 2022.
Efnilegur KRÍSA var eitt allra áhugaverðasta band Músiktil-
rauna í ár með Kormák Valdimarsson gítarleikara fremstan.
Algleymi Ókindarhjarta leikur einhvers konar ljóðrænt indí
með sakleysislegri nálgun en dularfyllri undirtón.
Sviðsvanar Dóra og döðlurnar buðu upp á óvenjuþroskaðar
lagasmíðar og á kántrískotið popp sem þær fluttu af öryggi .
Frumflutningur Hjá Helgu Rún Guðmundsdóttur, HáRún,
héldust gítarplokk og skemmtileg sönglína í hendur.
Pólitískar Sóðaskapur flutti frumstæða pönktónlist með beitt-
um ádeilutextum og tókst að skapa mikla og góða stemmningu.
Gleði Dusilmenni skiluðu gargandi rokki og gleði. Sveitin er
þétt og vel smurð og mjög flottur og pönkaður tónn í söngnum.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI