Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 28
Herdís Anna Jónasdóttir sópran, sem hlaut í liðinni viku Íslensku tónlistarverðlaunin, kemur á næstu dög- um fram á þrennum tónleikum með þýskum píanóleik- ara, Semion Skigin, og Grími Helgasyni klarínettuleik- ara. Fyrstu tónleikarnir verða í Hömrum á Ísafirði í kvöld, þriðjudag, á fimmtudagskvöldið koma þau fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit, og enda með tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn kemur, 10. apríl, kl. 16. Á fyrri hluta tónleikanna eru verk eftir J.S. Bach en eftir hlé verk eftir Louis Spohr og Franz Schubert. Herdís Anna, Skigin og Grímur á Ísafirði, í Mývatnssveit og í Hörpu MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 96. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Úkraínska knattspyrnukonan Iryna Mayborodina kom til Íslands fyrir tveimur vikum en hún ákvað að flýja heimaland sitt eftir innrás Rússlands í Úkraínu sem hófst hinn 24. febrúar. »22 Flúði Úkraínu eftir innrás Rússa ÍÞRÓTTIR MENNING ingar um hana og það sem hún gerði fyrir okkur.“ Sigurþór bendir á að frá um tveggja ára aldri hafi hann búið á mörgum stöðum í 101 Reykjavík og þekki hverfið út og inn. Minning- arnar séu á hverju horni og margt rifjist upp á göngu um bæinn. „Eftir að við fluttum aftur til Reykjavíkur bjuggum við um tíma í Bergstaða- stræti og ég hef til dæmis málað nokkrar myndir af Hallgrímskirkju og fuglum í grennd.“ Undanfarin ár hefur Sigurþór málað seríu sem hann kallar „Hin hvíta slæða“ og er brot minninga frá Tjörninni og nágrenni hennar. „Ég tengist svæðinu og þessum húsum. Mínar fyrstu minningar eru frá Tjarnarborg, þar sem ég var í fjög- ur ár; ég lá inni á spítalanum Sól- heimum í tvær vikur eftir uppskurð og það kviknaði mikil væntumþykja í huganum til Þjóðminjasafnsins er ég frétti um tengsl okkar Sigurðar málara, hugmyndafræðings safns- ins.“ Sigurþór áréttar að hann tengist öllum viðfangsefnunum og máli ekki hús bara af því að þau séu til. „Mér þykir vænt um húsin sem ég mála og gluggasýningin er mín leið til þess að bjóða vegfarendum upp á ókeypis sýningu.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jak- obsson hefur opnað gluggasýningu á Skólavörðustíg 16A, jarðhæð, og verður hún þar næstu vikur og hugsanlega fram á sumar. „Vonandi næ ég að sýna um 15 stór málverk áður en ég opna sérstaka smá- myndasýningu í Listmunahúsi Ófeigs neðar á Skólavörðustígn- um í tilefni 80 ára afmælis míns 16. ágúst.“ Fyrir um tveimur árum hélt Sigurþór sambærilega sýn- ingu. „Hún hét „Gluggi minning- anna“ og eins og þá verður ekkert að sjá annað en trönurnar mínar og eitt verk hverju sinni,“ segir hann. Málverkið hefur verið ævilangt viðfangsefni Sigurþórs. Hann segist eiga nokkur stór verk og best fari á því að sýna þau í stórum glugga. „Þau hafa orðið til á undanförnum 40 árum og stefnan er að sýna hvert þeirra í allt að þrjár vikur.“ Vinskapur og þakklæti Fyrsta verkið tengist Hallgríms- kirkju og páskunum og er helgað guðmóður Sigurþórs. „Þetta er grafíkmynd af séra Hallgrími Pét- urssyni, Kristi á krossinum, kirkj- unni og fuglum,“ útskýrir Sigurþór. „Móðir mín var einstæð móðir frá Miðfirði og ég fæddist á 2. hæð í húsinu þar sem verslun Silla og Valda var á Laugavegi,“ heldur hann áfram. Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins, eiginkona Sigurjóns Þor- valdar Árnasonar, þá prests í Vest- mannaeyjum og síðar í Hallgríms- kirkju, hafi einnig verið frá Miðfirði, 16 árum eldri. Þær hafi líklega vitað hvor af annarri, því hjónin hafi boð- ið henni að vera hjá sér með nýfætt barnið. Þau mæðginin hafi verið hjá þeim í Eyjum í hálft annað ár og þær verið miklar vinkonur til ævi- loka. „Móðir mín veiktist alvarlega á leiðinni til Eyja og var lengi veik. Þórunn, sem eignaðist dóttur, Snjó- laugu Önnu, fyrr á árinu, gaf mér því brjóst. Málverkið er til minn- Minningar í 80 ár - Sigurþór Jakobsson myndlistarmaður með gluggasýningu Sigurþór Jakobsson Opnun Fyrsta verkið tengist páskunum og er helgað guðmóður Sigurþórs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.