Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, sagði í gær
að hann óttaðist að fleiri grimmd-
arverk Rússa í Úkraínu ættu eftir að
koma í ljós.
Stoltenberg sagði að gert væri ráð
fyrir að Rússar vildu senda þann her-
styrk sem nú hefur yfirgefið Úkraínu
í norðri og norðaustri og nýta til
sóknar í Donbass-héruðunum og til
að búa til landbrú milli Rússlands og
Krímskagans. Sagði hann að kom-
andi vikur myndu skipta gríðarmiklu
máli.
Utanríkisráðherrar bandalagsríkj-
anna munu funda í Brussel í dag, og
sagði Stoltenberg að hann gerði ráð
fyrir að þar yrði rætt um hvernig
bandalagsríkin gætu veitt Úkra-
ínumönnum meiri aðstoð til að hjálpa
þeim að standa af sér yfirvofandi
áhlaup Rússa í austri, m.a. Javelin-
eldflaugar og önnur áþekk vopn sem
reynst hafa mjög vel gegn rúss-
neskum skriðdrekum. Sagði Stolten-
berg að því meiri styrk sem hægt
væri að veita Úkraínuher, því betri
niðurstöðu væri að vænta úr friðar-
viðræðum við Rússa.
Mark Hertling, fyrrverandi undir-
hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði
hins vegar á Twitter-síðu sinni, að
þeir hermenn sem flúið hefðu frá
Kænugarði væru í engu ástandi til að
halda áfram hernaði á næstunni. Þeir
hefðu fyrst verið í Hvíta-Rússlandi í
nokkra mánuði og svo tekið þátt í
hörðum bardögum. Margir þeirra
hefðu framið stríðsglæpi og allt þetta
tæki sinn toll, bæði líkamlega og and-
lega. „Þessir hermenn eru að mínu
mati búnir,“ sagði Hertling.
Hann bætti við að í innrásinni hefði
komið í ljós hversu hrikalegt ástand
væri á búnaði og birgðum rússneska
hersins, sem og hversu illa þjálfaðir
hermennirnir væru. „Þú sendir ekki
svona hersveitir aftur í slaginn og
býst við annarri niðurstöðu.“
AFP/Sergey Bobok
Úkraínustríðið Rússar hafa misst
þó nokkra skriðdreka í átökunum.
NATO ræðir að-
stoð við Úkraínu
- Rússneski herinn í slæmu ástandi
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu,
krafðist þess í ávarpi sínu fyrir ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær
að Rússar yrðu dregnir til ábyrgðar
fyrir þá glæpi sem þeir hafa framið í
innrásinni í land sitt. Selenskí spurði
jafnframt hver tilgangur öryggis-
ráðsins væri ef það gæti ekki tryggt
öryggi, og skoraði á það að fjarlægja
Rússa úr ráðinu sem árásarríki sem
hefði brotið gegn stofnsáttmála SÞ.
Selenskí sagði að ekki gengi upp
að Rússar gætu beitt neitunarvaldi á
ályktanir um eigin gjörðir og spurði
viðstadda hvort þeir væru reiðubúnir
að gefa Sameinuðu þjóðirnar upp á
bátinn. „Dömur og herrar, eruð þið
reiðubúin að loka Sameinuðu þjóð-
unum? Og binda endi á tíma alþjóða-
laga? Ef svar ykkar er nei þurfið þið
að grípa tafarlaust til aðgerða,“ sagði
Selenskí í ávarpi sínu.
Selenskí lýsti þeim stríðsglæpum
sem Rússar hafa framið í Bútsja og
öðrum þorpum Úkraínu. Sagði hann
að fólk hefði verið myrt í eigin íbúð-
um, að skriðdrekar hefðu keyrt vilj-
andi yfir fólk sem sat í bílum sínum.
„Ábyrgðin verður að vera óumflýj-
anleg.“
Þetta var í fyrsta sinn sem Sel-
enskí ávarpar öryggisráðið eftir að
innrás Rússa hófst. Var ávarpi hans
fylgt eftir með myndbandi, þar sem
sjá mátti fórnarlömb Rússa liggja í
blóði sínu.
Vasilí Nebensía, fulltrúi Rússa í
öryggisráðinu, endurtók ásakanir
stjórnvalda í Kreml um að Úkraínu-
menn hefðu sviðsett voðaverkin í
Bútsja. Gervihnattamyndir frá
bandaríska gervihnattafyrirtækinu
Maxar Technologies sýna hins vegar
að lík hafi legið á götum bæjarins allt
frá 11. mars síðastliðnum, þegar
Rússar höfðu yfirráð yfir bænum.
Lýsti AFP-fréttastofan því yfir að
myndirnar ásamt þeim ljósmyndum
sem fréttastofan hefði tekið í Bútsja
afsönnuðu fullyrðingar Rússa um að
líkin hefðu birst þar eftir að rúss-
neski herinn flúði frá bænum.
Vilja banna kolainnflutning
Ursula von der Leyen, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, kynnti í gær tillögur að
hertum refsiaðgerðum sambandsins
gegn Rússum vegna stríðsglæpa
þeirra í Bútsja. Fela tillögurnar í sér
algjört bann á innflutning kola frá
Rússlandi, sem og hafnbann á rúss-
nesk skip frá öllum höfnum aðildar-
ríkjanna. Fleiri rússneskar vörur
verða sniðgengnar samkvæmt tillög-
unum, þar á meðal vodki.
Þá er einnig lagt til að banna alfar-
ið viðskipti fjögurra rússneskra
banka innan sambandsins, en bank-
arnir fjórir telja samanlagt um 25%
af rússneska bankageiranum. Á
meðal bankanna fjögurra er VTB,
sem er næststærsta útlánastofnun
Rússlands.
Aðgerðirnar verða ræddar í dag á
fundi utanríkisráðherra sambands-
ins, en þær þurfa samþykki allra að-
ildarríkjanna 27 til að ganga fram.
„Rússland er að heyja grimmilegt og
samviskulaust stríð, sem beinist
einnig gegn almennum borgurum í
Úkraínu. Við verðum að halda uppi
hinum ýtrasta þrýstingi á þessum
mikilvæga punkti,“ sagði von der
Leyen þegar hún kynnti tillögurnar.
Rúmlega 150 sendir heim
Auk fyrirhugaðs kolabanns hafa
ríki Evrópusambandsins einnig tekið
höndum saman við að vísa rússnesk-
um sendiráðsstarfsmönnum á brott
úr löndum sínum vegna gruns um
njósnastarfsemi. Bæði Frakkar og
Þjóðverjar gripu til slíks ráðs í fyrra-
dag, auk þess sem stjórnvöld í Lithá-
en sendu rússneska sendiherrann
heim. Danir, Ítalir, Spánverjar og
Slóvenar bættust í þeirra hóp í gær,
auk þess sem Evrópusambandið
sjálft vísaði rússneskum erindrekum
á brott frá skrifstofum sínum í
Brussel.
Hafa nú nærri 200 rússneskir
sendiráðsstarfsmenn verið reknir
heim á síðustu tveimur sólarhring-
um. Rússnesk stjórnvöld sögðu í gær
að brottvísanirnar væru „skammsýn
aðgerð“ sem myndu flækja tilraunir
til að binda endi á átökin, en fastlega
er gert ráð fyrir að Rússar muni
svara brottvísununum í sömu mynt.
Enn ekki bann á jarðgas
Tillögur sambandsins ganga þó
skemur en Úkraínumenn og fleiri
vilja, þar sem þær snerta ekki á inn-
flutningi jarðgass frá Rússlandi,
helstu tekjulind Rússa. Von der
Leyen áætlaði þó að tekjutap Rússa
vegna kolabannsins myndi nema um
fjórum milljörðum bandaríkjadala á
ári, eða sem nemur um 516 milljörð-
um íslenskra króna.
Ríki sem treysta mjög á rússneskt
jarðgas til orkuframleiðslu hafa
streist gegn banni á innflutning þess,
en þar á meðal eru Þýskaland, Aust-
urríki og Ítalía. Þýsk stjórnvöld lýstu
því yfir á mánudaginn að enn væri
ekki hægt að banna innflutning jarð-
gass, en að slíkar aðgerðir væru enn
á borðinu síðar meir. Sagði von der
Leyen að þegar væri hafið að teikna
upp aðgerðir gegn innflutningi á olíu.
Afstaðan að breytast?
Teikn eru þó á lofti um að afstaða
almennings í þeim aðildarríkjum
sem streist hafa gegn banni á jarð-
gas- og olíuinnflutning frá Rússlandi
sé að breytast í kjölfar voðaverkanna
í Bútsja. Ambrose Evans-Pritchard,
viðskiptaritstjóri Daily Telegraph,
segir að sú afstaða þýði að algjört
innflutningsbann á rússneska orku-
gjafa sé skammt undan.
Þannig lýsti Luigi di Maio, utan-
ríkisráðherra Ítalíu, því yfir um
helgina að Ítalir myndu ekki lengur
beita neitunarvaldi á tillögur um al-
gjört bann á innflutningi jarðgass,
þrátt fyrir að Ítalía treysti nánast
jafnmikið á rússneska orkugjafa og
Þjóðverjar. Yfirlýsing Di Maio þótti
ekki síst merkileg í ljósi þess að hann
er fulltrúi Fimmstjörnuhreyfingar-
innar, sem hingað til hefur ekki viljað
styggja Rússa um of.
Þýsk stjórnvöld segja hins vegar
að tafarlaust bann við innflutningi
jarðgass gæti orsakað djúpa kreppu
um alla Evrópu. Þýskir hagfræðing-
ar hafa hins vegar áætlað að slíkt
bann myndi einungis kalla á um 1-3%
samdrátt í hagkerfi Þýskalands, og
því væri vel þolanlegt fyrir Þjóðverja
að færa slíkar fórnir. Olaf Scholz
Þýskalandskanslari sagði það mat
hins vegar vera „óábyrgt“.
Kannanir benda til að tveir þriðju
hlutar þýskra kjósenda vilji setja
innflutningsbann á alla rússneska
orkugjafa, og Frank Walter-Stein-
meier, forseti Þýskalands, baðst fyrr
í vikunni afsökunar á að hafa haft
rangt fyrir sér um Pútín, en Stein-
meier var utanríkisráðherra þegar
Þjóðverjar sömdu við Rússa um
smíði Nord Stream 2.
Rússum verði vísað úr ráðinu
- Selenskí ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í fyrsta sinn frá upphafi innrásar - Senda rúss-
neska sendiráðsstarfsmenn heim - Framkvæmdastjórn ESB leggur fram tillögur að hertum aðgerðum
Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson
Hryllingur Ljósmyndarinn Óskar Hallgrímsson heimsótti Bútsja í gær. Hann segir að aðkoman hafi verið hryllileg,
ekki síst í húsum sem rússneskir hermenn höfðust við í. Á götum voru skriðdrekar og gæludýr sem skilin voru eftir.
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
A-sniðs toppur
fleiri litir í boði
2.99O kr
Kjóll með vösum
6.99O kr
Kjóll með vösum
6.99O kr
Ný sending af túnikum
og kjólum
Fallegar vörur í stærðum 42-58
Pantaðu í netverslun www.curvy.is
eða komdu við í verslun Curvy við Grensásveg
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Túnika
6.990 kr
Stríð í Evrópu