Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
110
Tr
fy
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Ég er alveg sammála starfshópnum
með það að framkvæmdin á yfir-
færslu leghálsskimana frá Krabba-
meinsfélaginu til Heilsugæslunnar
hefði mátt fara betur fram síðasta ár-
ið. Það skýrist að hluta til vegna auk-
ins álags á Heilsu-
gæsluna í kjölfar
kórónuveiru-
faraldursins.
Einnig virðist
starfsmannahald
hjá Krabbameins-
félaginu hafa farið
úr skorðum þegar
störf fólks hjá fé-
laginu voru lögð
niður vegna þess-
ara breytinga. Þar
hefði mátt gæta meiri nærgætni.
Þetta starfsfólk hafði sinnt starfi sínu
af alúð um áraraðir,“ segir Jóhann
Ágúst Sigurðsson, heilsugæslulæknir
og prófessor emeritus. Hann skilaði
séráliti í starfshópi sem skipaður var
um málið af Læknafélagi Íslands um
framkvæmd yfirfærslu leghálsskim-
ana frá frjálsum félagssamtökum til
hins opinbera.
Gott að hafa óháð eftirlit
Reynir Tómas Geirsson, fv. yfir-
læknir á kvennadeild Landspítalans,
prófessor og formaður starfshópsins,
greindi frá niðurstöðum nefndarinnar
á blaðamannafundi í síðustu viku og
lagði þar áherslu á að læra af þessum
mistökum og undirbúa betur jafn
viðamikil verkefni í framtíðinni. Jó-
hann Ágúst segir að hann sé fylgjandi
yfirfærslunni sem slíkri, þótt gagn-
rýna megi framkvæmdina á síðasta
ári. „Ég er ánægður með að skim-
anirnar heyri nú undir embætti land-
læknis, sem tekur þar með virkan
þátt í almenningsfræðslunni og er
jafnframt eftirlitsaðili. Framkvæmdin
sé svo núna hjá heilsugæslunni. Mik-
ilvægt er að hafa í huga að markmið
árangursríkrar skimunar miðast við
frjálst val um þátttöku, sem byggist á
faglegum upplýsingum um kosti og
galla skimana.“
Þarf að skoða heildarmyndina
Jóhann Ágúst segir nefndina hafa
verið mjög samstiga með marga þætti
og almennt sé enginn ágreiningur um
mikilvægi leghálsskimana.
„Nú er mikið verið að ræða um rist-
ilkrabbamein og skimun og ég sé að
Ásgeir Theódórs, sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum, var í viðtali hjá
ykkur nýlega þar sem hann talaði um
að 50-60 manns væru að deyja úr rist-
ilkrabba árlega á Íslandi. Nú gæti al-
menningur haldið að skimun kæmi í
veg fyrir þessi dauðsföll, en því er
ekki að heilsa. Það væri hægt að
bjarga hugsanlega þremur og í mesta
lagi sex einstaklingum samkvæmt ís-
lenskum rannsóknum af þessum 50-
60 sem deyja úr ristilkrabba með því
að skima 20 þúsund manns á aldr-
inum 65-74 ára annað hvert ár í tíu ár.
Það verður einnig að hafa í huga að
heildardánartíðnin minnkar ekki
þrátt fyrir skimunina. Fólk gerir sér
ekki grein fyrir umfanginu og í raun
hve lítill árangurinn er þegar litið er á
heildarmyndina.“
Jóhann segir að þegar litið er á
sögu skimana á Íslandi sé annar þátt-
ur sem skipti máli sem lúti að rekstri
skimana af einkaaðilum eða heilsu-
gæslunni. „Við ræddum um hvort það
væri við hæfi í nútímasamfélagi að
áhugamannasamtök, sem hugsanlega
hefðu ávinning af skimunum, væru í
forsvari varðandi ákvarðanir um það
hverju ætti að skima fyrir, hversu oft
og á hvaða aldursskeiði,“ segir hann
og bætir við það hafi verið sín skoðun
síðustu áratugi að það eigi ekki að
vera í höndum einkaaðila að móta
þannig forvarnir og lýðheilsu landans
vegna hugsanlegra hagsmuna-
árekstra. Þessi skoðun hafi nú fengið
brautargengi með þessu nýja fyrir-
komulagi. „Það er búinn að vera lang-
ur aðdragandi að þessari yfirfærslu,
eða undanfarin tuttugu ár, en á síð-
ustu fjórum árum fóru hlutirnir að
ganga hraðar fyrir sig,“ segir Jóhann
og bendir á skýrslu velferðarráðu-
neytisins frá árinu 2017, þar sem sett
var fram þriggja ára áætlun um að
setja af stað þverfaglegt skimunarráð
á vegum landlæknis, gæta samræmis
í skimun við evrópskrar viðmið-
unarreglur, virkari þátttöku heilsu-
gæslu og að teknar verði upp mæl-
ingar á HPV-vírusnum og
endurskipulögð leit að legháls-
krabbameini í ljósi þeirra og að lok-
um að fræðsluefni sé ætíð aðgengi-
legt almenningi. „Þessi yfirfærsla á
sér lengri aðdraganda og þáverandi
heilbrigðisráðherra, Svandís Svav-
arsdóttir, tók bara af skarið og fylgdi
eftir niðurstöðum fagfólks um skipu-
lag málaflokkins í framtíðinni.“
Álag mikið vegna Covid
Jóhann segir að rekja megi mikið
af hnökrum framkvæmdarinnar á
síðasta ári til kórónuveirufaraldurs-
ins og mikils álags á heilsugæslunni
af þeim sökum, enda hafi Íslendingar
staðið þar frammi fyrir stærstu
lýðheilsuaðgerð síðari tíma.
„Það er mikilvægt að það komi
fram að vandamálið var lítið í lýð-
heilsusamhengi og aldrei á því stigi
að það ógnaði lífi eða heilsu kvenna.“
Hann segir málaflokkinn núna í góð-
um farvegi hjá heilsugæslunni og þótt
vissulega hafi mátt undirbúa verk-
efnið betur, ekki síst í ljósi álagsins á
heilbrigðisstofnanir vegna kórónu-
veirufaraldursins, þá megi nú vel við
una.
Telur varhugavert að hagsmuna-
samtök móti lýðheilsustefnuna
- Skimanir komnar í gott horf - Kórónuveirufaraldurinn hafði áhrif - Yfirfærslan staðið til lengi
Jóhann Ágúst
Sigurðsson.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Landlæknir Núna heyra skimanir fyrir leghálskrabbameini undir embætti
landlæknis, en framkvæmdin er hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.