Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
_ Kieran Tierney, vinstri bakvörður
enska knattspyrnuliðsins Arsenal og
skoska landsliðsins, þarf að gangast
undir skurðaðgerð á vinstra hné sínu
og er tímabili hans því að öllum lík-
indum lokið. Hann var skoðaður af sér-
fræðingi í gær sem komst í samráði
við Tierney og læknateymi Arsenal að
þeirri niðurstöðu að hann þyrfti á
skurðaðgerð að halda. Aðgerðin verð-
ur framkvæmd í Lundúnum á næstu
dögum.
_ Karlalið Fjölnis í handknattleik lenti
í miklum hremmingum að loknum leik
þess gegn Herði í næstsíðustu umferð
B-deildarinnar, Grill 66-deildarinnar,
síðastliðið sunnudagskvöld. Vegna erf-
iðra aðstæðna komst það ekki heim til
Reykjavíkur fyrr en um 18 klukkutím-
um eftir að lagt var af stað úr Skut-
ulsfirði. Viktor Lekve, aðstoðarþjálfari
Fjölnis, sagði frá því í samtali við
Handbolta.is að rútan sem ferjaði hóp-
inn hefði sloppið yfir Steingrímsfjarð-
arheiði í vonskuveðri en að þegar kom-
ið var á Þröskulda um miðnætti hafi
verið orðið ófært og rútan fest í kjöl-
farið. Björgunarsveitir gátu ekki losað
rútuna og því sat hún föst þar til um
klukkan níu á mánudagsmorgninum.
Með hjálp snjóruðningstækja tókst þá
loks að losa rútuna.
Fljótlega eftir það fór rútan hins vegar
aftur út af veginum og tók um klukku-
stund að koma henni aftur á veginn.
Þegar rútan var komin í Bröttubrekku
bilaði bremsukerfi hennar og því þurfti
að bíða í tvær klukkustundir eftir nýrri
rútu, sem kom hópnum loks á leið-
arenda.
_ Dale Stephens, miðjumaður enska
knattspyrnuliðsins Burnley, hefur
misst bílpróf sitt í eitt ár og verið gert
að greiða 3.334 punda sekt eftir að
hann keyrði undir áhrifum áfengis.
Stephens, sem er 32 ára gamall, játaði
brot sitt fyrir rétti í Stockport á mánu-
dag. Var hann stöðvaður af lögreglu
þann 14. mars síðastliðinn og látinn
blása í áfengismæli þar sem hann
mældist yfir löglegum mörkum. Burn-
ley hefur tilkynnt að Stephens verði
einnig refsað innan herbúða félagsins.
Hann hefur aðeins leikið tvo deild-
arleiki og einn bikarleik fyrir Burnley á
tímabilinu.
_ Tiger Woods verður á meðal kepp-
enda á Masters-mótinu í golfi sem
hefst á Augusta-vellinum í Georgíu í
Bandaríkjunum á fimmtudaginn kem-
ur. Þetta er fyrsta risamótið sem Tiger
keppir á síðan hann lenti í alvarlegu
bílslysi í febrúar á síðasta ári en hann
gaf það sterklega í skyn eftir slysið
að keppn-
iskylfurnar
væru komn-
ar á hilluna.
Tiger, sem er
46 ára gamall,
hefur fimm
sinnum fagnað
sigri á Masters-
mótinu sem er eitt
af risamótum tíma-
bilsins.
Kylfingurinn sat fyrir
svörum á blaðamanna-
fundi í gær og játaði því
að hann teldi sig geta
unnið mótið í ár og þar
með í sjötta sinn á ferl-
inum.
Eitt
ogannað
Bandaríska körfuknattleikskonan
Aliyah Mazyck verður að öllum lík-
indum ekki í leikbanni þegar lið
hennar Fjölnir heimsækir Njarðvík
í öðrum leik liðanna í undan-
úrslitum Íslandsmótsins. „Það lítur
út fyrir að hún sé ekki í banni
vegna ákvæðis í 13. grein en þar
kemur fram að eldri brot fyrnast
eftir að úrslitakeppnin byrjar,“
sagði Halldór Karl Þórsson, þjálfari
Fjölnis, í samtali við mbl.is í gær en
Mazyck fékk tvær tæknivillur í
fyrsta leik einvígisins á mánudag, í
annað sinn á tímabilinu.
Spilar líklega
í Njarðvík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
28 Aliyah Mazyck hefur skorað 28
stig að meðaltali í leik í vetur.
Körfuknattleiksdeild KR hefur
ákveðið að rifta samningi sínum við
Bandaríkjamanninn Isaiah Mand-
erson. Manderson náði sér ekki al-
mennilega á strik með KR á leiktíð-
inni og gerði hann 12 stig að
meðaltali í leik og tók 5,2 fráköst.
Hinn 27 ára gamli Manderson
kom til KR-inga í febrúar og lék að-
eins fimm leiki með liðinu. KR mæt-
ir deildarmeisturum Njarðvíkur í
átta liða úrslitum Íslandsmótsins en
KR endaði í áttunda sæti deild-
arikeppninnar. Fyrsti leikur lið-
anna fer fram í Njarðvík í kvöld.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
12 Framherjinn Isaiah Manderson
náði sér ekki á strik í Vesturbænum.
Yfirgefur
Vesturbæinn
KÖRFUBOLTINN
Bjarni Helgason
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kári Jónsson og Pablo Cesar Ber-
tone voru atkvæðamestir Valsmanna
þegar liðið vann fimm stiga sigur
gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna
í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í
körfuknattleik í Origo-höllinni á
Hlíðarenda í gær.
Kári skoraði 21 stig og tók fjögur
fráköst og Bertone skoraði 21 stig og
gaf fimm stoðsendingar fyrir Val
sem vann 90:85-sigur.
Valsmenn náðu yfirhöndinni í
leiknum strax í fyrsta leikhluta en
Stjarnan komst yfir, 63:62, þegar
skammt var eftir af öðrum leikhluta.
Valsmenn voru hins vegar sterkari
það sem eftir lifði leiks og fögnuðu
naumum sigri.
David Gabrovsek skoraði 25 stig
fyrir Stjörnuna og Robert Turner 23
stig, ásamt því að gefa 8 stoðsend-
ingar.
„Fyrsti sigur Valsmanna á heima-
velli í úrslitakeppninni í 30 ár var
verðskuldaður.
Finnur Freyr Stefánsson setti
leikinn vel upp, náði að loka á marga
leikmenn Stjörnunnar og hinum
megin skiptust sóknarmenn Vals á
að taka ábyrgð.
Stjarnan þarf að laga margt í leik
tvö til að koma sér aftur inn í einvíg-
ið,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson
í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Valur leiðir því 1:0 í einvíginu en
liðin mætast næst í Mathöll Garð-
arbæjarhöllinni í Garðabæ 8. apríl.
_ Þá átti Sigtryggur Arnar
Björnsson stórleik fyrir Tindastól
þegar liðið vann afar sannfærandi
sigur gegn Keflavík í Síkinu á Sauð-
árkróki.
Leiknum lauk með 103:80-sigri
Tindastóls en Sigtryggur Arnar
skoraði 25 stig, tók fimm fráköst og
gaf þrjár stoðsendingar fyrir Sauð-
krækinga.
Tindastóll byrjaði leikinn betur,
leiddi með sex stigum eftir fyrsta
leikhluta, og þeir létu forystuna
aldrei af hendi eftir það.
Taiwo Badmus skoraði 24 stig og
tók fimm fráköst fyrir Tindastól en
Valur Orri Valsson var stigahæstur í
liði Keflavíkur með 17 stig.
Bæði lið voru lengi í gang og það
var Keflvíkingum eflaust til happs
enda stungu Stólarnir svo gott sem
af um leið og skotin fóru að detta hjá
þeim.
Það var í raun vandræðalegt að
fylgjast með frammistöðu margra
lykilmanna Keflavíkur og þar ber
hæst að nefna Mustapha Heron sem
var hreinasta hörmung allan leikinn.
Keflvíkingar voru fljótir að hengja
haus um leið og hlutirnir voru ekki
að detta með þeim og það var engin
stemning eða kraftur í liðinu.
Liðin mætast að nýju 8. apríl í
Blue-höllinni í Keflavík og þurfa
Keflvíkingar að ná upp einhverri
stemningu í sitt lið ef þeir ætla ekki
að láta sópa sér út úr úrslitakeppn-
inni.
Fyrsti sigur Vals í 30 ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
21 Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrir Val í gærkvöldi. Stjörnumaðurinn
David Gabrovsek, sem skoraði 25 stig, sækir að Kára í leiknum í gærkvöldi.
- Tindastóll vann sannfærandi sigur
gegn Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki
Ómar Ingi Magnússon átti sannkall-
aðan stórleik fyrir Magdeburg og
skoraði tíu mörk þegar liðið vann
nauman 36:35-sigur gegn Sporting
Lissabon frá Portúgal í síðari leik lið-
anna í 16-liða úrslitum Evrópudeild-
arinnar í handknattleik í Þýskalandi í
gær. Fyrri leik liðanna lauk með
29:29-jafntefli og því þurfti Magde-
burg að vinna leikinn til þess að kom-
ast áfram því ef leikurinn hefði endað
jafn hefði Sporting farið áfram á fleiri
mörkum skoruðum á útivelli. Staðan
var jöfn, 35:35, þegar fimmtán sek-
úndur voru til leiksloka en þá skoraði
Lukas Mertens sigurmark Magde-
burgar sem vann einvígið samanlagt
65:64. Gísli Þorgeir Kristjánsson
skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg
sem er komið áfram í 8-liða úrslitin
þar sem liðið mætir Nantes frá
Frakklandi.
_ Þá átti Viktor Gísli Hallgrímsson
mjög góðan leik í marki GOG og varði
13 skot þegar liðið tryggði sér sæti í
8-liða úrslitunum með sigri gegn
Bidasoa. Leiknum lauk með 33:31-
sigri GOG sem vann einvígið sam-
anlagt 63:59 en GOG mætir Nexe frá
Króatíu.
_ Þá skoraði Bjarki Már Elísson
átta mörk fyrir Lemgo og var marka-
hæsti leikmaður liðsins þegar það
gerði 28:28-jafntefli gegn Wisla Plock
í Póllandi. Fyrri leik liðanna lauk með
31:28-sigri Wisla Plock sem vann ein-
vígið 59:56 og Lemgo er því úr leik.
_ Aðalsteinn Eyjólfsson og læri-
sveinar hans í svissneska liðinu Ka-
detten eru einnig komnir áfram í 8-
liða úrslitin þrátt fyrir 28:34-tap gegn
Sävehof í Svíþjóð. Fyrri leik liðanna
lauk með 32:26-sigri Kadetten í
Sviss sem fer áfram í 8-liða úrslit-
in á fleiri mörkum skoruðum á
útivelli en Kadetten mætir Wisla
Plock.
Þrjú Íslendingalið
í 8-liða úrslitum
Ljósmynd/Szilvia Micheller
10 Ómar Ingi fór á kostum í gær.
SA og Fjölnir mættust í fyrsta leik
úrslitakeppninnar í íshokkí kvenna í
gærkvöldi þar sem heimakonur í SA
höfðu að lokum nauman 2:1-
endurkomusigur í hörkuleik.
Sigrún Árnadóttir kom Fjölni í
forystu í fyrsta leikhluta þegar hún
náði frábæru skoti fram hjá Birtu
Þorbjörnsdóttur í marki SA, sem
hafnaði í samskeytunum. Staðan var
því 0:1 fyrir Fjölni eftir fyrsta leik-
hlutann og þannig stóðu leikar enn
að loknum öðrum leikhluta.
SA var þá búið að þjarma að
marki Fjölnis og í upphafi lokaleik-
hlutans jafnaði hin margreynda
Anna Sonja Ágústsdóttir loks metin
fyrir heimakonur eftir gott samspil.
Leikurinn opnaðist töluvert í kjöl-
farið enda ætluðu bæði lið sér sig-
urinn. Þremur mínútum fyrir leiks-
lok hristi María Guðrún Eiríksdóttir
af sér varnarmann Fjölnis og sendi
pökkinn fram hjá Aurelie Donnini í
marki Fjölnis við mikinn fögnuð
heimamanna og tryggði SA sig-
urinn. Þar við sat og deildarmeist-
arar SA leiða því 1:0 í einvíginu.
Morgunblaðið/Þórir Tryggvason
Akureyri Hilma Bergsdóttir lagði upp annað af mörkum SA gegn Fjölni.
María tryggði sigur í fyrsta leik