Morgunblaðið - 06.04.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Konunglegi breski sjóherinn ákvað
að leggja flugmóðurskipi sínu, Prins-
inum af Wales, við bryggju í Reykja-
vík sl. mánudag
til þess að fylla á
birgðir skipsins
fyrir næstu
varnaræfingu.
Heimsóknin er þó
einnig táknræn
fyrir samstarf og
vináttu landanna
tveggja. Þetta
sagði Shaun Rior-
dan, verkfræð-
ingur og yfirmað-
ur vopnaviðhalds á Prinsinum, í
samtali við Morgunblaðið um borð í
skipinu í gær.
„Sem aðilar að Atlantshafsbanda-
laginu og Sameiginlegu viðbragðs-
sveitinni [e. Joint Expeditionary
Force, JEF] lítum við á Íslendinga
sem vini okkar og bandamenn. Það
er okkur mikil ánægja að koma með
skipið hingað sem tákn um samstarf
landanna tveggja og sterkt samband
þeirra á milli.“
Spurður hvort viðvera breska sjó-
hersins hér á landi tengist mögulega
stríðsátökunum í Úkraínu segir Ri-
ordan átökin hafa styrkt samstöðu
Evrópuþjóða og sýnt fram á mikil-
vægi varnarbandalaga, sérstaklega í
Evrópu og í Norður-Atlantshafi.
„Bandalög á borð við NATÓ og
JEF eru verkfæri sem við getum
notað til þess að sýna samstöðu okk-
ar, að okkur verði ekki ógnað og að
við munum halda áfram að sigla og
starfa frjáls á norðurslóðum. Prins-
inn er svo ávallt reiðubúin að bregð-
ast við þegar NATÓ telur þörf á því.“
Sem fyrr sagði lagði herinn skipi
sínu að bryggju hér á landi til að fylla
á birgðir sínar fyrir næstu varnar-
æfingu sína en hún mun fara fram í
krefjandi vetraraðstæðum á norður-
slóðum, að sögn Riordans.
„Þar munum við halda áfram að
þjálfa hersveitir okkar og prófa bún-
aðinn um borð.“
Konunglegar móttökur í Prinsinum
- Breska flugmóðurskipið Prinsinn af Wales tekur ekki þátt í heræfingunni Norður-Víkingi
- Stoppaði á Íslandi til að fylla á birgðir - Heimsóknin einnig táknræn fyrir samstöðu og vináttu
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Herskip Breski sjóherinn lagði flugmóðurskipi sínu, Prinsinum af Wales, í Sundahöfn rétt fyrir hádegi í fyrradag, í þeim tilgangi að fylla á birgðir skipsins.
Stjórnklefi Hér má sjá einn af fjölmörgum stjórnklefum flugmóðurskipsins. Þyrla Engar orrustuþotur voru á skipinu en þar voru tvær herþyrlur.
Shaun
Riordan
LEITARAÐ
STARFSMANNI
Vinsamlegast hafið samband við
kristjan@fastlind.is
Lind fasteignasala óskar eftir
starfsmanni á skrifstofu í 100% starf.
Starfslýsing:
Sendill, afgreiðsla og skjalavinnsla.
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins segir það mjög já-
kvætt að stjórn Orkuveitunnar hafi
verið falið að fara
yfir virkjana-
möguleika á
starfssvæði OR
en tillaga þess
efnis kom frá Ey-
þóri á borgar-
stjórnarfundi í
gær.
Segir í tillög-
unni að Orkuveit-
an sé einn stærsti
raforkuframleið-
andi landsins og búi yfir sjálfbærum
grænum orkuauðlindum sem unnt sé
að nýta betur.
„Þarna getur Orkuveitan komið
með græna orku og staðan er orðin
bara sú að það vantar græna raforku
á Íslandi og alls staðar þannig að það
er mjög ánægjulegt að borgarstjórn
beini þessu til orkuveitunnar,“ segir
Eyþór í samtali við Morgunblaðið.
Upphafið að framtíðinni
Eyþór bendir á að ekkert hafi
gerst í virkjanamálum í áratug og að
nú sé orkuskortur í landinu. Auk
þess þurfi orku fyrir orkuskipti og
síðan sé orkuöryggi í Evrópu orðið
mikið mál.
„Mér finnst það jákvætt að þessu
hafi ekki verið vísað frá og þetta er
upphafið að því að þessu mál séu
endurskoðuð. Þetta er upphafið að
framtíðinni,“ bætir Eyþór við.
Eyþór bendir á að með stjórnar-
sáttmála núverandi ríkisstjórnar
hafi markmiði um jarðefnaeldsneyt-
islaust Ísland verið flýtt til ársins
2040.
„Þegar Ísland er búið að segja að
það ætli að skipta út jarðefnaelds-
neyti þá náttúrulega þarf að koma
eitthvað í staðinn,“ segir Eyþór.
Staðan orðin allt önnur
Eyþór segist viss um að það sé
óbeisluð orka á starfssvæði Orku-
veitunnar og bendir á að nú sé stað-
an allt önnur en að hún hafi verið fyr-
ir einhverjum árum og tæknin orðin
betri.
„Það er svo mikið að gerast í heim-
inum að þetta er akkúrat tímapunkt-
urinn til að fara af stað,“ segir Eyþór
að lokum.
Upphafið að því að virkj-
anamál séu endurskoðuð
- Viss um að það sé óbeisluð orka á starfssvæði Orkuveitu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Orkuveitan Stjórn OR hefur verið falið að fara yfir virkjanamöguleika á
starfssvæði fyrirtækisins eftir tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, verður oddviti H-listans, Fyrir Heimaey, fyr-
ir komandi sveitarstjórnarkosningar í Vestmannaeyj-
um. Íris Róbertsdóttir, núverandi oddviti og bæjar-
stjóri í Eyjum, skipar þriðja sæti listans. Páll greinir
frá því á Facebook að hann, Íris og kjörnefnd bæjar-
málafélagsins hafi verið sammála um að best væri að
oddviti listans og bæjarstjóraefni væri ekki einn og
sami einstaklingurinn. Páll hefur undanfarið verið
einn stjórnenda þáttarins Dagmála. Því er nú lokið.
Páll Magnússon í framboð í Eyjum
Páll Magnússon
Eyþór
Arnalds