Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 06.04.2022, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2022 FAXAFEN 14, 108 REYKJAVÍK WWW.Z.IS 50 ÁRA Gísli er Grundfirð- ingur í húð og hár, býr í Reykjavík en er að flytja í Mos- fellsbæinn. Hann er rafeinda- virki að mennt frá Tækniskól- anum og er sölustjóri hjá Fálkanum Ísmar. Gísli er odd- fellow og er í stúku nr. 27, Sæ- mundi fróða. „Áhugamál mín eru alls konar útivera eins og veiði og skíði.“ FJÖLSKYLDA Börn Gísla eru Viktor Leó, f. 2000, og Alexandra Sól, f. 2006. For- eldrar Gísla eru Svandís Jeremíasdóttir, f. 1942, d. 2021, húsmóðir, og Gísli Árnason, f. 1930, d. 1992, vélstjóri. Þau voru búsett á Grundarfirði. Gísli Svanur Gíslason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú getur lagt frábærar hugmyndir þínar í púkk með öðrum snillingi og verið tvöfalt hættulegur. Láttu berast með straumnum. 20. apríl - 20. maí + Naut Vertu spar á loforð og gefðu þau þá því aðeins að þú getir staðið við þau. Sinntu starfi þínu af kostgæfni og einkamálunum utan þess. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Sjálfsstjórn þín mun vekja virð- ingu annarra. Gerðu draum þinn að veru- leika og leitaðu á vit ævintýranna. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er allt í lagi að taka smáá- hættu, þegar aðstæður eru hagstæðar. Hvað sem hver segir þá ferðu með þína peninga eins og þér sýnist. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það reynir á stjórnunarhæfileika þína og þá ríður á miklu að þú bregðist rétt við. Það verður lítið úr framtíðardraumunum, ef ekkert er gert til þess að þeir rætist. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gerðu það sem þú þarft að gera í dag en leggðu áherslu á friðsælt andrúms- loft því þá gengur allt betur. Heilbrigð skoð- anaskipti eru af hinu góða. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hraðinn í þínu daglega lífi eykst dag frá degi. Þú þarft að reyna að hefja þig upp fyr- ir hversdagsleikann svo líf og starf verði skemmtilegt. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Sumum finnst þeir þurfa að fegra hlutina en það á ekki við um þig. Sönn hamingja felst í því að halda áfram á þeirri leið sem þú hefur valið þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Reyndu að forðast rifrildi við fjölskyldumeðlimi. Láttu aðra samt ekki komast upp með það að svara þér meira eða minna út í hött. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Nú er ekki rétti tíminn til þess að taka einhverja áhættu. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Sinntu þeim málum, sem þú hefur látið sitja á hakanum. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hvort sem þú skreytir, endurnýjar eða betrumbætir á heimili þínu mun það bera árangur. Njóttu lífsins og líttu á björtu hliðar þess. Norræna hússins í Reykjavík frá 2017. Bogi fékk Edduverðlaunin sem Sjónvarpsmaður ársins 2014. ekki sá viðburður í fjölmenni að hann sé ekki myndaður. Hin breytingin er að fjölmiðlar eru ekki lengur hliðverðir, eins og að Mogginn komi út á morgnana og það séu aðalfréttatímar í útvarpi og sjónvarpi. Núna er þetta orðin símiðlun.“ Þótt Bogi standi nú á sjötugu þá er hann ekki að láta af störfum. „Ég er nýbúinn að gera verktakasamning við RÚV til eins árs, til að byrja með, þannig að ég held áfram að lesa fréttir.“ Bogi var formaður starfsmanna- félags Sjónvarpsins 1982-1984, varaformaður fréttanefndar EBU (Sambands útvarps-sjónvarps- stöðva í Evrópu) og formaður ritstjórnarnefndar EBU. Bogi var formaður Norræna félagsins í Reykjavík frá 2010 til 2014 og for- maður Norræna félagsins á Ís- landi frá árinu 2015 til 2019. Hann er formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og hefur verið frá 2009. Hann hefur verið varaformaður stjórnar B ogi Ágústsson fæddist 6. apríl 1952 í Reykja- vík. „Fjölskyldan bjó á Nesvegi þegar ég fæddist, við vorum síðan mjög stutt á Kleifarvegi og fluttum þaðan í Sörlaskjól og síð- an hef ég búið í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi. Það má segja að ég sé Vesturbæingur langt fram í ættir, en Bjarni Kristjánsson, langalangafi minn, var útvegs- bóndi í Hlíðarhúsum, sem voru við Vesturgötu.“ Bogi gekk í Melaskóla og Haga- skóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 og stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Íslands frá 1972-1977. Bogi starfaði sem kennari við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norður- löndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkis- útvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaða- fulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá for- stöðumaður fréttasviðs Ríkis- útvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Bogi hefur meðal annars verið umsjónarmaður þáttanna „Viðtals- ins“ og „Fréttaaukans“. Hann var umsjónarmaður umræðuþáttarins „Hringborðsins“ á RÚV ásamt Þórhildi Þorleifsdóttur og Styrmi Gunnarssyni. Bogi hefur verið einn af fréttalesurum Ríkis- sjónvarpsins frá árinu 1979. Margt hefur breyst á þessum tíma í fjölmiðlaumhverfinu. „Tvennt skiptir aðalmáli og það er sú eðlisbreyting að þátttaka al- mennings í fréttaöflun er orðin miklu meiri,“ segir Bogi. „Nú gengur hver einasti maður með myndatökuvél á sér, og það gerist Hann hefur einnig setið í stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Bogi var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 2019 fyrir störf á vettvangi fjölmiðlunar og norrænnar samvinnu og er nú í orðunefnd. „Vinnan hefur verið eitt aðal- áhugamál mitt. Svo er fótbolti annað aðaláhugamál mitt, ég er mikill stuðningsmaður KR og hef verið í sjálfboðaliðastarfi í KR- útvarpinu frá stofnun 1999. Ég hef mjög gaman af því að lesa, les talsvert af sagnfræði og hef lesið dálítið af íslenskum skáldskap og það er aðallega konan mín sem heldur honum að mér og hefur verið minn ritstjóri þar. Ég hlusta líka mikið á tónlist, klassík, óperur og raunar á allt nema kántrí og rapp.“ Fjölskylda Bogi kvæntist 30.8. 1975 Jónínu Maríu Kristjánsdóttur, f. 4. janúar Bogi Ágústsson frétta- og dagskrárgerðarmaður – 70 ára Stórfjölskyldan Samankomin í Stokkhólmi jólin 2018. Síðan þá hafa þrjú barnabörn bæst við. Á skjáum landsmanna í 45 ár Á RÚV Annar nýhættur en hinn held- ur áfram, Broddi Broddason og Bogi. Til hamingju með daginn Akureyri Alexander Ýmir Daníelsson fæddist 11. ágúst 2021 kl. 15.36 á Akureyri. Hann vó 2.570 g og var 45,5 cm langur. Foreldrar hans eru Lovísa Ösp Konráðsdóttir og Daníel Freyr Jónsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.