Morgunblaðið - 13.04.2022, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 87. tölublað . 110. árgangur .
RATSJÁRSTÖÐ
Á STRAUMNES-
FJALLI Í MYND
PRAGGN-
ANANDHAA
SIGRAÐI
BJART FRAM
UNDAN HJÁ
BÍLALEIGUM
REYKJAVÍKURMÓTIÐ 10 VIÐSKIPTAMOGGINNSÝNING MARINÓS 24
Flugmaðurinn Haraldur Diego hefði orðið 50 ára í gær og var
hans minnst við Þingvallavatn í víkinni þar sem björgunar-
sveitirnar voru með stjórnstöð. Kertum og rósum var fleytt á
vatninu. Haraldur lést í flugslysi 3. febrúar þegar flugvél
hans fórst í Þingvallavatni. Þrír erlendir ferðamenn voru í
vélinni og létu þeir allir lífið. Haraldur var reyndur flug-
maður og ljósmyndari og fyrrverandi formaður AOPA, hags-
munafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, auk þess
var hann ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Minningarstund
við Þingvallavatn
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
„Mér finnst þetta óhugnanleg að-
ferðafræði. Við í verkalýðshreyfing-
unni myndum bregðast hratt við ef
einhver á vegum atvinnurekanda
myndi beita svona aðferðum og í
raun misnota lög um hópuppsagnir.“
Þetta segir Friðrik Jónsson, for-
maður Bandalags háskólamanna
(BHM), um tillögu Sólveigar Önnu
Jónsdóttur, sem er nýtekin við sem
formaður Eflingar í annað sinn, um
að segja öllu starfsfólki félagsins upp
störfum. Tillagan var samþykkt af
stjórn Eflingar á stjórnarfundi í
fyrradag.
Í tilkynningu frá Baráttulistanum,
sem Sólveig Anna leiddi í síðustu
stjórnarkosningum Eflingar, segir
að breytingar innan Eflingar séu
hugsaðar til að innleiða samræmi,
jafnrétti og gagnsæi í launakjörum
starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli
hæstu og lægstu
launa á skrifstof-
unum og gera
aðrar löngu tíma-
bærar og nauð-
synlegar breyt-
ingar á skipulagi.
Áður hafði
komið fram að
ástæður fyrir
hópuppsögninni
væru meðal ann-
ars jafnlaunavottun, nýjar starfslýs-
ingar, hæfniviðmið og breytingar á
launakerfi.
Stéttarfélög þurfi að vanda sig
Friðrik telur þær ástæður sem
gefnar hafa verið fyrir uppsögnun-
um ekki réttlæta hópuppsögn og
segir þetta ósiðlegt hjá stjórn Efl-
ingar. Hann tekur fram að auðvitað
geti komið upp hjá stéttarfélögum,
rétt eins og öðrum vinnustöðum, að
segja verði starfsfólki upp eða skera
niður, en þá þurfi stéttarfélögin að
vanda til verka.
„Við þurfum að vanda okkur sér-
staklega. Þetta eru einfaldlega
óvönduð vinnubrögð, þau eru ekki
sæmandi.“
Hættulegt fordæmi
Friðrik segir auðséð að aðgerðir
Sólveigar Önnu og stjórnar hennar
séu í grunninn til þess fallnar að
lækka laun starfsmanna. Verið sé að
setja hættulegt fordæmi.
Í samtali við mbl.is í gær vísaði
Sólveig Anna því á bug að hópupp-
sögnin skapaði hættulegt fordæmi
fyrir hinn almenna vinnmarkað.
„Þetta er að engu leyti til eftir-
breytni eða til neinnar fyrirmyndar.
Þetta er afleitt mál. Efling getur
ekki komið fram í þessu eins og þau
séu eyland – þetta kemur illa við
okkur öll,“ segir Friðrik.
Óvönduð vinnu-
brögð hjá Eflingu
- Stjórnin misnoti lög um hópuppsagnir - Efling ekki eyland
Friðrik
Jónsson
MHópuppsögn hafi verið … »4
Lokaverð þeirra hluta sem seldir voru
í útboði Bankasýslunnar á hlutum rík-
isins í Íslandsbanka 22. mars sl. réðst
að miklu leyti af afstöðu lífeyrissjóð-
anna í aðdraganda útboðsins. Eins og
fram kemur í úttekt ViðskiptaMogg-
ans í dag þrýstu lífeyrissjóðir á að gef-
in yrðu frávik frá markaðsverði, sem
þá var 122 kr. á hlut, ef ætlunin væri
að fá þá til þátttöku í útboðinu.
Stjórnmálamenn fengu ítarlega
kynningu í aðdraganda útboðsins en
gerðu ekki athugasemdir við aðferða-
fræðina sem síðar var notuð. Rík
ástæða var fyrir því að fara ekki í al-
mennt útboð.
Morgunblaðið/Eggert
Einkavæðing Deilt hefur verið um
nýafstaðið útboð í Íslandsbanka.
Lífeyris-
sjóðir höfðu
áhrif á verð
- Einkafjárfestar
vildu kaupa meiraÍsland er komið í efsta sætið í C-riðli
undankeppni heimsmeistaramóts
kvenna í fótbolta eftir mikilvægan
sigur á Tékkum í Teplice í gær, 1:0.
Úrslitin þýða að Ísland og Hol-
land munu leika hreinan úrslitaleik í
september um hvort liðanna kemst
beint í lokakeppni HM 2023 og hvort
þeirra þarf að fara í umspil til að
reyna að vinna sér inn keppnisrétt-
inn þar.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrir-
liði skoraði sigurmark íslenska liðs-
ins á 35. mínútu en boltinn fór af
hendi hennar í markið án þess að
dómarinn tæki eftir því. Tékkar virt-
ust hafa jafnað metin í uppbótartíma
leiksins en markið var dæmt af. »23
Ljósmynd/Zenyfotbal
Tékkland Sigurmarki Gunnhildar
Yrsu fagnað í Teplice.
Ísland í
efsta sæti