Morgunblaðið - 13.04.2022, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Davíð Ólafsson,
löggiltur fasteignasali,
leigumiðlari og
viðskiptafræðingur
BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ
Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is
VILTU SELJA?
Allar tegundir eigna
Hafðu samband og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingi
á fasteigna- og fjármálamarkaði.
Frí ráðgjöf og söluverðmat – PANTAÐU VIÐTAL
Traust og persónuleg þjónusta. Hagstæð
söluþóknun. FRÍTT SÖLUVERÐMAT.
766 6633
Lilja Hrun Ava Lúðvíksdóttir
Sólrún Ragnarsdóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Jóhann Ólafsson
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, telur ákvörðun stjórnar fé-
lagsins um að samþykkja tillögu sem
lýtur að því að segja upp öllu starfs-
fólki félagsins ekki vera slæmt for-
dæmi fyrir vinnumarkaðinn. Greint
var frá því á mánudag að ákvörðun
þess efnis hefði verið samþykkt, en
Sólveig sagði í samtali við mbl.is á
þriðjudag að uppsagnirnar væru í
samræmi við kosningaloforð Bar-
áttulistans, sem Sólveig leiddi til sig-
urs í síðustu kosningum innan stétt-
arfélagsins.
Sólveig telur sig ekki hafa misst
stuðning félagsfólks Eflingar og ef
eitthvað er sé verið að efla þjónustu
við það. Þá hafi ekki verið brotið á
réttindum starfsfólks við uppsagnar-
ferlið.
Telur félagsfólk
styðja breytingar
Spurð hvort hún teldi ákvörðunina
rýra trú félagsfólks á Eflingu, sagði
Sólveig:
„Alls ekki. Að sjálfsögðu ekki. Af
hverju í ósköpunum ætti hún að gera
það? Félagsmenn í Eflingu kusu
Baráttulistann. Við hlutum umboð
félagsfólks í Eflingu í lýðræðislegum
kosningum til þess auðvitað að halda
áfram að leiða okkar árangursríku
og markvissu stéttabaráttu sem fólk
sannarlega kann að meta. Og félags-
fólk vill auðvitað að öll þjónusta fé-
lagsins sé til fyrirmyndar fyrir það
og ég tel að félagsfólk Eflingar muni
að sjálfsögðu styðja allar skipulags-
breytingar sem snúast um nauðsyn-
lega umbótavinnu á skrifstofum fé-
lagsins.“
Taka gildi 1. maí
Uppsagnirnar eiga að taka gildi
um næstu mánaðamót og verða öll
störfin auglýst. Þá er gerð krafa um
að starfsmenn vinni uppsagnarfrest-
inn.
Starfsfólk Eflingar fundaði í gær-
morgun um ákvörðunina án Sólveig-
ar en samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins var fundurinn afar
tilfinningaþrunginn.
Óvíst er hve margir hafa hug á því
að sækja um aftur hjá stéttarfélag-
inu þegar störfin verða auglýst að
nýju, en það hugnast ekki mörgum
eins og staðan er í dag, að sögn
Ragnheiðar Valgarðsdóttur, starfs-
manns á skrifstofu Eflingar og fyrr-
verandi trúnaðarmanns.
„Það hefði enginn getað ímyndað
sér þessa at-
burðarás,“ segir
hún í samtali við
mbl.is í gær.
Þá kallaði
Ragnheiður eftir
því að félagsfólk
Eflingar tæki
ábyrgð á atburða-
rásinni:
„Við verðum að
halda opnu og
veita þjónustu, en félagsmenn skulda
okkur. Félagsmenn sem eru því sam-
þykkir að hún sé að beita þessu of-
beldi. Við köllum eftir því að fé-
lagsmenn taki ábyrgð á þeirri stöðu
sem komin er upp í félaginu. Sólveig
verður þá bara að tryggja að það
verði full þjónusta til félagsmanna.“
Fordæmir ákvörðunina
Drífa Snædal, forseti ASÍ, for-
dæmdi ákvörðun stjórnar Eflingar í
gær og sagðist vona að hægt yrði að
snúa ákvörðuninni við áður en hún
raungerist.
„Ég held að ég sé bara í ákveðnu
áfalli eins og allir aðrir. Ég hélt ekki
að ég ætti eftir að upplifa það að
verkalýðshreyfing myndi fara í það
sem mér sýnist tilefnislausar hóp-
uppsagnir. Þetta er slæmt gagnvart
starfsfólkinu, afkomu og atvinnuör-
yggi, þetta er slæmt gagnvart fé-
lagsmönnum í Eflingu vegna þess
að þetta þýðir skerta þjónustu og
þetta er slæmt fyrir verkalýðsbar-
áttuna,“ sagði Drífa í samtali við
mbl.is.
Hópuppsögn hafi verið
lofað fyrir kosningar
- Forseti ASÍ fordæmir uppsagnir allra starfsmanna Eflingar
Morgunblaðið/Eggert
ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ, í húsnæði verkalýðsfélaganna í gær.
Íþróttahreyf-
ingin fær 500
milljóna króna
fjárframlag frá
stjórnvöldum
sem mótvægis-
aðgerð gegn
tekjutapi af völd-
um kórónu-
veirufaraldurs-
ins. Þetta var ákveðið á fundi
ríkisstjórnar sl. föstudag.
Útfærsla úthlutunar og fram-
kvæmdar verður unnin í samstarfi
við Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands. ÍSÍ verður falið að óska eftir
umsóknum um stuðning vegna fjár-
hagslegra afleiðinga kórónuveir-
unnar á einingar íþróttahreyfing-
arinnar. Sérsambönd, héraðs-
sambönd og íþróttabandalög,
íþróttafélög með aðild að ÍSÍ og
UMFÍ og deildir innan íþrótta-
félaga geta sótt um stuðning.
Hálfur milljarður í
íþróttahreyfinguna
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Landsvirkjun vinnur að undirbúningi
og þróun tveggja rafeldsneytisverk-
efna vegna orkuskipta í samgöngum.
Annars vegar framleiðslu vetnis til
notkunar á stór ökutæki og hins veg-
ar framleiðslu metanóls á flutn-
ingaskip.
Vetnisstöð við Ljósafossstöð er í
samþykktu aðalskipulagi Grímsness-
og Grafnings-
hrepps og deili-
skipulag er í
vinnslu.
Ríkarður Rík-
arðsson, fram-
kvæmdastjóri við-
skiptaþróunar og
nýsköpunar hjá
Landsvirkjun,
sagði að fyrsta
skref fyrirhugaðs
vetnisverkefnis
gæti t.d. framleitt eldsneyti til að
knýja 35 vöruflutningabíla og 3-6 rút-
ur eða strætisvagna.
Miðað er við að setja upp tvær
vetnisverksmiðjur til að byrja með,
aðra mögulega við Ljósafoss og hina
nálægt öðrum enda fjölfarinnar leiðar
flutningabíla. Staðsetningin verður
væntanlega ákveðin í samráði við
samstarfsaðila í þungaflutningum og
aðra hagaðila. Umfang rafgreiningar
á hvorum stað gæti verið um 2 MW til
að byrja með og fjárfesting þá um
tveir milljarðar. Gert verður ráð fyrir
möguleikum til stækkunar.
Á ársfundi Landsvirkjunar 24.
mars sl. kom fram að undirbúnings-
tími vetnisverkefnisins gæti verið 12-
18 mánuðir þannig að því gæti lokið á
næsta ári. Ríkarður sagði að eftir það
yrði tilkynnt um mögulega fjárfest-
ingaákvörðun í framkvæmdum og
rekstri.
Landsvirkjun og þýska fjárfest-
ingafélagið PCC SE ætla að rann-
saka möguleika á að fanga koldíoxíð
(CO2) í útblæstri frá kísilmálmverk-
smiðju PCC á Bakka við Húsavík.
Einnig verður skoðuð framleiðsla á
vetni með rafgreiningu. Vetnið og
koldíoxíðið má nota til að framleiða
grænt metanól með endurnýjanlegri
raforku. Rafeldsneytið mætti t.d.
nota til að knýja tvö stór flutn-
ingaskip. Mögulegt umfang fjárfest-
ingar yrði um eða yfir níu milljarðar
króna og aflþörfin a.m.k. 20 MW.
Hugað verður að möguleikum og þörf
á stærðarhagkvæmni bæði í upphafi
og þróun hennar með tímanum.
„Með verkefni af þessu tagi væri
hægt að fara í orkuskipti á tveimur
flutningaskipum,“ sagði Ríkarður.
Hann segir að takist vel til sé hægt að
víkka út umfang slíkrar framleiðslu
rafeldsneytis fyrir stærri flota og
jafnvel fiskveiðiskip með tímanum.
Undirbúningstími þessa verkefnis er
einnig 12-18 mánuðir. Að þeim tíma
liðnum verður tekin ákvörðun um
framhaldið.
Með þessari aðferð eru slegnar
tvær flugur í einu höggi. Fangað
verður koldíoxíð í útblæstri verk-
smiðjunnar, sem jafnvel getur verið
kolefnishlutlaust ef lífræn viðarkol
verða notuð eins og stefnt er að. Í
stað þess að knýja flutningaskipin
með olíu með tilheyrandi útblæstri
verður notað umhverfisvænt met-
anól.
Verði ákveðið að halda áfram með
framkvæmd þessara verkefna gæti
tekið tiltölulega skamman tíma að
hrinda vetnisframleiðslu af stað. Það
er ef hagkvæmir rafgreinar og af
réttri stærð fást afgreiddir sem og
samgöngutækin sem nýta vetnið.
Mikil eftirspurn er eftir slíkum tækj-
um um þessar mundir og framboð að
byggjast upp, að sögn Ríkarðs. Við
Ljósafoss yrði væntanlega vatn úr
Þingvallavatni og Soginu rafgreint.
Miðað við upphaflega stærð verk-
smiðjunnar gæti vatnsþörfin verið
innan við hálfur lítri á sekúndu.
Í framtíðinni gæti vetnis- og raf-
eldsneytisframleiðsla nýst til að jafna
orkunotkun í raforkukerfinu, bætt
nýtingu þess og geymt umfram-
raforku í formi rafeldsneytis.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavík Landsvirkjun og PCC kanna framleiðslu rafeldsneytis.
Eldsneyti fyrir
skip og vörubíla
- Landsvirkjun skoðar rafeldsneyti
Ríkarður
Ríkarðsson
Sólveig lagði fram tillögu til lagabreytingar þar sem
embætti gjaldkera og ritara yrði lagt niður hjá félaginu
á aðalfundi þess um helgina.
Í tillögunum er gert ráð fyrir að fjárreiður félagsins
verði fluttar yfir á stjórn þess en að ábyrgð ritara í
stjórninni myndi alfarið heyra undir formanninn.
Þannig yrði formaður sá eini sem mætti undirrita
gerðabækur félagsins.
Í rökstuðningi fyrir tillögunum segir að áralöng hefð
sé fyrir að starfsmaður sinni fundarritun á stjórnar-
fundum og sömuleiðis sé áralöng hefð fyrir að fram-
kvæmd á störfum gjaldkera sé falin stjórn. Allar tillögur til lagabreytinga
voru dregnar til baka að lokum.
Vildi leggja niður tvö embætti
LAGÐI TIL AÐ HLUTVERK RITARA FÆRÐIST UNDIR FORMANN
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Ragnheiður
Valgarðsdóttir