Morgunblaðið - 13.04.2022, Side 10

Morgunblaðið - 13.04.2022, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 VIÐ erum RÆKTENDUR FRAMTÍÐARINNAR Kraftar sólargeislanna gefa ljóma sem endist Immortelle blómin í Reset seruminu okkar nærast á kraftmiklu sólarljósinu sem gefa þau áfram til húðarinnar þinnar svo hún verði endurnærð, úthvíld og full af unglegum ljóma. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur útnefnt Hjalta Pálsson heiðursborgara sveitar- félagsins. Með þessu segist sveitar- stjórnin vilja þakka Hjalta fyrir framlag hans til héraðssögu, fræða og menningar um áratugaskeið. Hjalti ritstýrði Byggðasögu Skaga- fjarðar, og vann að því verki í 26 ár. Var fyrst ráðinn ritstjóri 1995 og síðan komu út 10 bindi á árunum 1999-2021. Hjalti hefur lengi verið formaður Sögufélags Skagfirðinga og komið að útgáfu fjölda bóka og rita tengdra skagfirskri sögu. Hjalti er annar í sögu sveitar- félagsins til að verða heiðursborg- ari en Bjarni Haraldsson kaup- maður var útnefndur árið 2019. Jón Þ. Björnsson, Eyþór Stefánsson og Sveinn Guðmundsson höfðu hlotið heiðursborgaranafnbótina í tíð Sauðárkrókskaupstaðar áður. Heiðursborgari Hjalti Pálsson, rit- stjóri Byggðasögu Skagafjarðar. Nýr heiðurs- borgari Skagafjarðar Ekki Landsvirkjun Ranghermt var í blaðinu í gær að Laxárvirkjun hefði verið í eigu Landsvirkjunar þegar hún var reist 1970. Fyrirtækið Laxárvirkjun, sem var í helmingseigu ríkisins og Akur- eyrarbæjar, reisti Laxárstöðvarnar. Rann félagið síðan inn í Lands- virkjun árið 1983. Beðist er velvirð- ingar á rangherminu. LEIÐRÉTT I ndverski stórmeistarinn Ra- meshbabu Praggnanandhaa er sigurvegari Kviku Reykja- víkursskákmótsins sem lauk með spennandi lokaumferð í Hörpu í gær. Litlu munaði að Hjörvar Steinn Grétarsson næði efsta sæti en hann endaði í 2.-5. sæti ásamt Hollend- ingnum Max Warmerdam, Mads Andersen frá Danmörku og Banda- ríkjamanninum Abaimanyu Mishra. Þeir hlutu allir 7 vinninga af 9. Óvænt endalok sáu dagsins ljós í skák Praggnanandhaa sem sýndi hversu útsjónarsamur hann getur verið er hann sneri tapaðri stöðu í sigur gegn landa sínum Dommaraju Gukesh í síðustu umferð hlaut því 7 ½ vinning af 9 mögulegum. Sigurvegarinn „Pragg“, eins og hann er oftast kallaður, er eitt þekktasta undrabarn Indverja og á langan feril að baki þrátt fyrir ungan aldur. Hann er fæddur í Chennai 5. ágúst 2005 og er því aðeins 16 ára gamall og yngsti sigurvegari á Reykjavíkurskákmóti. Hann er tal- inn einn líklegasti arftaki Wis- wanathans Anands meðal Indverja en nafn þess margfalda heimsmeist- ara er nánast greypt inn í nafn „Praggs“, sem mætti til mótsins ásamt fríðum flokki indverskra skákmanna sem mörg hver hafa teflt hér áður, t.d. skákdrottningin Tania Sachdev og Baskar Adhiban. Ekki blés byrlega fyrir Indverj- anum í skákinni í gær: Kvika Reykjavíkurskákmótið 2022: Gukesh – Praggnanandhaa Hvítur lék síðast 35. Da7-d4. Að fara í drottningakaup er vonlaus kostur svo Pragg lék 35. … Df5! Með hugmyndinni 36. Dxc3 Hxg2! og svartur nær þráskák sé hrók- urinn tekinn. 36. De5?? Vill verja a5- peðið. 36. … Dg4 37. Hg1?? Annar hrikalegur afleikur. Eftir 37. Be4 Rxe4 38. Dxe4 De2 nær svartur jafn- tefli. 37. … Rd1! Það á enginn neitt yfir svona leik. Hvítur er óverjandi mát og gafst upp. Reykjavíkurskákmótinu hafa hin síðari ár verið gott tækifæri fyrir yngri skákmenn okkar til auka styrk sinn og bæta við elo-stigatöluna. Þeir sem hækkuðu mest voru Þor- steinn Jakob Þorsteinsson 113 elo, Birkir Hallmundarson 93 elo, Ingvar Wu 85 elo, Benedikt Briem, 84 elo, Tómas Möller 77 elo og Gunnar Erik Guðmundsson 63 elo. Héðinn Steingrímsson missti af tækifæri til að blanda sér í baráttuna um sigur er hann missti unnið tafl í fyrir Tönju Sachdev í 7. umferð. Jó- hann Hjartarson hlaut 6 vinninga en komst í efsta sætið eftir sjöttu um- ferð. Að mati greinarhöfundar var framlag hans meðal íslensku þátttak- endanna það innihaldsríkasta og eng- in dauf né dauð augnablik í skákum hans sbr. eftirfarandi dæmi sem þeg- ar hefur ratað í skákdálka um heim allan: Kvika Reykjavíkurskákmótið 2022; 4. umferð: Jóhann Hjartarson – Mads And- ersen Danmerkurmeistarinn 2016 og 2017 er hér í krappri vörn. Jóhann stóð frammi fyrir þeim augljósa kosti að leika 54. Df7+!. En ekki er allt sem sýnist. Jóhann sá óvæntan möguleika til björgunar fyrir svart- an. Eftir 54. … Rxf7+ 55. exf7 Kh8 56. fxe8(D) kemur nefnilega 56. .. Dh1+! Hvítur verður að að leika 57. Kxh1 og þá er svartur patt. En samt er vinning að hafa í stöðu því Jóhann gat vakið upp biskup á e8 sem hefði breytt öllu, 56. fxe8(B)! Hvítur á hrók og tvo létta gegn drottningu og svartur er auk þess í mátneti. Jóhann lék 54. e7, átti dá- góða vinningsmöguleika en varð að sættast á jafntefli eftir 89 leiki. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson. Praggnanandhaa sneri taflinu við og varð einn efstur Sigurvegarinn Rameshbabu Praggnanandhaa frá Indlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.