Morgunblaðið - 13.04.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 13.04.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is hreingerningar DAGAR VOR afsláttur 50% allt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í gær afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnalög, eftir að í ljós kom að hann og Rishi Sunak fjármálaráðherra væru á meðal rúm- lega 50 manns sem hafa verið sekt- aðir fyrir veisluhöld í Downingstræti 10 á tímum heimsfaraldurs. Sagði Johnson í sjónvarpsávarpi frá Chequers, sveitasetri forsætis- ráðherra, að hann hefði þegar greitt sektina, en hún var lögð á vegna þátt- töku hans í óvæntum afmælisfagnaði 19. júní 2020, sem Johnson vissi ekki af fyrirfram að stæði til að halda. Sagði Johnson að hann hefði ekki talið sig hafa brotið lög og reglur við það tilefni, sem hefði staðið yfir í um tíu mínútur, en að hann virti ákvörð- un lögreglunnar, sem hefði komist að annarri niðurstöðu, í hvívetna. Car- rie Johnson, eiginkona forsætisráð- herrans, fékk einnig sekt fyrir þátt- töku sína í afmælisboðinu. Keir Starmer, leiðtogi Verka- mannaflokksins, krafðist þegar í stað afsagnar þeirra Johnsons og Sunaks, og sagði hann Íhaldsflokkinn óhæfan til að stýra Bretlandi. „Boris John- son og Rishi Sunak hafa brotið lög og ítrekað logið að bresku þjóðinni,“ sagði Starmer. Engin teikn voru hins vegar um að þingmenn Íhaldsflokksins myndu þrýsta á um vantraust á hendur Johnson, sér í lagi í ljósi innrás- arinnar í Úkraínu, þar sem Johnson þykir hafa tekið óskorað forystu- hlutverk meðal þjóðarleiðtoga í Evr- ópu um stuðning við Úkraínu. Doug Ross, leiðtogi skoskra íhaldsmanna, sem áður kallaði eftir afsögn Johnsons vegna veisluhald- anna, sagði í gær að hann teldi ekki rétt að skipta um forsætisráðherra á sama tíma og Bretar þyrftu að standa saman gegn árás Rússa á Úkraínu. AFP/Forsetaembætti Úkraínu Í Kænugarði Úkraínustríðið hefur létt á þrýstingi á Johnson (t.v.) heima fyrir vegna veisluhaldanna. Biðst afsökunar á sóttvarnabrotum - Johnson og Sunak fengu sekt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkj- unum lýstu því yfir í gær að þau væru að kanna hvort fótur væri fyrir ásökunum þess efnis að Rússar hefðu beitt efnavopnum í umsátrinu um Maríupol í fyrrakvöld. Ásökunin barst frá verjendum borgarinnar, sem sögðu að dróni á vegum Rússa hefði varpað eiturefnum á sig og að í kjölfarið hefðu að minnsta kosti þrír hermenn sýnt einkenni á borð við öndunarfæratruflanir, sem og tauga- truflanir á borð við svima og ógleði. James Heappey, hermálaráðherra Breta, sagði að ef það reyndist rétt að Rússar hefðu beitt efnavopnum yrði því svarað og „allir valkostir“ kæmu þar til greina. „Sumt er bara ekki í lagi, og notkun efnavopna mun vera svarað,“ sagði Heappey. Bætti hann jafnframt við að slíkt svar gæti orðið án atbeina Atlantshafsbanda- lagsins. Bandarísk stjórnvöld tóku þó fram að þau hefðu ekki næg gögn til að staðfesta að slíkum vopnum hefði verið beitt. Ásökunin um beitingu efnavopna vakti ekki síst athygli í ljósi þess að Eduard Basurin, varnarmálatals- maður aðskilnaðarsinna í Donetsk- héraði, hafði áður hvatt til þess að „efnavopnahersveitir“ yrðu notaðar til þess að svæla verjendur Maríupol úr varnarstöðum sínum. Sakar Rússa um nauðganir Frakkar sendu í gær teymi til Úkraínu, sem á að aðstoða við að rannsaka stríðsglæpi Rússa í Bútsja og víðar. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði í gær þjóðþing Litháens og sagði þar að rannsak- endur hefðu fengið tilkynningar um mörg hundruð nauðganir og að sum fórnarlömbin hefðu verið kornung að aldri. Selenskí sagði einnig að nýjar fjöldagrafir fyndust nú á hverjum einasta degi á þeim svæðum sem Rússar hafa flúið frá, og að verið væri að safna saman vitnisburðum um stríðsglæpi þeirra. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði hins vegar að friðarviðræður við Úkraínu væru nú komnar í öng- stræti. Sakaði Pútín Úkraínumenn um að setja alltaf fram nýjar kröfur í viðræðunum, sem gerði það að verk- um að erfitt væri að nálgast sam- komulag. Samningamenn Úkraínu svöruðu þeim ásökunum og sagði Míkhaíló Podolíak, ráðgjafi Selenskís, að það væri mjög erfitt að semja við Rússa, þar sem þeir reyndu iðulega að beita Úkraínumenn þrýstingi með opin- berum yfirlýsingum. Aðgerðin sögð enn á áætlun Pútín hét því einnig að „sérstaka hernaðaraðgerðin“ myndi halda áfram þar til öllum markmiðum hennar hefði verið náð. Sagði Pútín að markmiðin væru bæði „skýr og göfug“. „Verkefni okkar er að ná fram öll- um settum markmiðum með eins litlu mannfalli og hægt er. Og við munum fylgja áætluninni sem her- ráðið setti fram taktfast og rólega,“ sagði Pútín á blaðamannafundi sem haldinn var eftir að hann hitti Alex- ander Lúkasjenkó, forseta Hvíta- Rússlands. Pútín hafnaði því að her Rússa væri á afturfótunum í Úkraínu og sagði að aðgerðir hans í norðri hefðu einungis verið til að undirbúa jarð- veginn fyrir sókn í Donbass-héruð- unum. Pútín vék einnig að viðskipta- þvingunum vesturveldanna gegn Rússlandi og sagði að „leiftursókn“ þeirra gegn efnahag landsins hefði mistekist. Viðurkenndi hann þó að til lengri tíma ykist hættan á því að refsiað- gerðirnar myndu valda skaða, og vonaðist hann því til að „almenn skynsemi“ myndi ráða ríkjum á Vesturlöndum. Áfram þrýst á Þjóðverja Olaf Scholz Þýskalandskanslari mátti þola frekari gagnrýni í gær fyrir tregðu við að senda þungavopn til Úkraínu. Þá vakti ferðalag þriggja þingmanna stjórnarflokk- anna til vesturhluta Úkraínu athygli og spurðu talsmenn stjórnarand- stöðunnar hvers vegna Scholz sjálf- ur væri ekki með í för. Frjálslyndi demókratinn Marie- Agnes Strack-Zimmermann, græn- inginn Anton Hofreiter og sósíal- demókratinn Michael Roth ferðuð- ust til Lvív í gær til að funda með úkraínskum þingmönnum um stöð- una. Heimsókn þeirra kemur í kjöl- far þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ferðuðust til Kænugarðs um helgina og funduðu með Sel- enskí. Heimsóknir þeirra von der Leyen og Johnsons hafa dregið athygli að Scholz, en hann hefur verið sakaður um að hafa haldið sér of mikið til hlés í stærstu krísu sem steðjað hefur að evrópskum varnarmálum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. „Meðan Johnson gekk við hlið Volodimírs Selenskís í Kænugarði, var Scholz að vinka á kosningafundi í Lübeck,“ sagði þýska dagblaðið Bild. Steinmeier vísað frá Ekki eru þó allir þýskir ráðamenn aufúsugestir í Kænugarði. Frank- Walter Steinmeier, forseti Þýska- lands, hugðist heimsækja borgina í dag ásamt forsetum Póllands og Eystrasaltsríkjanna. Hann viður- kenndi á blaðamannafundi í Póllandi í gær að stjórnvöld í Kænugarði hefðu sagt honum að hann væri ekki velkominn þangað. Steinmeier var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel þegar Rússar hertóku Krímskagann og ýttu undir uppreisn aðskilnaðar- sinna í Donbass-héruðunum. Hann aðhylltist hins vegar þá stefnu að reyna að valda „breytingum með við- skiptum“ við Rússland, og var hann til að mynda einn helsti hvatamað- urinn að því að Nord Stream 2-jarð- gasleiðslan á milli Rússlands og Þýskalands var lögð. Steinmeier viðurkenndi í blaðavið- tali um þarsíðustu helgi að hann hefði haft rangt fyrir sér og að sig hefði ekki órað fyrir því að Pútín myndi leggja orðspor og efnahag þjóðar sinnar í rúst í skiptum fyrir „heimsvaldabrjálæði sitt“. Kanna ásakanir um efnavopn - Bretar vara við að beiting efnavopna myndi kalla á svar - Pútín segir friðarviðræðurnar komnar í öngstræti - Efnahagsleg „leiftursókn“ vesturveldanna hafi mistekist - Þjóðverjar heimsækja Lvív AFP/Alexander Nemenov Maríupol Rússneskir hermenn standa vörð í rústum leikhússins í Maríupol, sem Rússar sprengdu 16. mars sl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.