Morgunblaðið - 13.04.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022
✝
Eyjólfur Steinn
Ágústsson
fæddist á heimili
foreldra sinna í Há-
teigi við Eyjafjarð-
arbraut 31. ágúst
1951. Hann lést eft-
ir erfið veikindi á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 3. apríl
2022.
Foreldrar hans
voru Helga Jó-
hanna Ágústsdóttir, f. 15. maí
1912 í Bakkagerði í Desjarmýr-
arsókn, d. 28. nóvember 1996,
og Ágúst Georg Steinsson, f. 5.
desember 1912 á Fremri-
Fitjum, d. 21. desember 1998.
Eyjólfur var yngstur í fimm
bræðra hópi. Elstur er Baldur, f.
13. febrúar 1933, d. 1. maí 2019,
Vilhelm, f. 30. október 1937,
Birgir, f. 10. október 1939, og
Skúli f. 23. febrúar 1943.
Þann 4. febrúar 1984 giftist
Eyjólfur eftirlifandi eiginkonu
Eyjólfur hóf starfsferil sinn 17
ára gamall, árið 1968, hjá Prent-
smiðju Odds Björnssonar og tók
þar sveinspróf í prentiðn. Hann
lauk námi í októberlok árið
1974. Eyjólfur starfaði við prent-
iðn þar til hann færði sig um set
til bræðra sinna sem höfðu stofn-
að Höld árið 1974. Þar tók Eyj-
ólfur árið 1979 að sér sölu nýrra
bíla og sem bílasali á bílasölu
Hölds starfaði hann óslitið til
ársins 2019. Eyjólfur var
bílaáhugamaður og átti marga
fallega bíla í gegnum tíðina.
Eyjólfur var mikill íþrótta-
maður á yngri árum og spilaði
knattspyrnu með KA og ÍBA.
Hann varð bikarmeistari með
ÍBA árið 1969 og spilaði meðal
annars gestaleik á móti Man-
chester United þar sem hann
skoraði eina mark KA í 1-7 tapi.
Þegar takkaskórnir voru lagðir
á hilluna tók golfið og veiði-
mennskan við og átti hug hans
allan. Eyjólfur gekk í Frímúr-
araregluna árið 1982 og var
mjög virkur í starfi hennar
fyrstu árin.
Útför Eyjólfs fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, 13. apríl
2022, og hefst athöfnin klukkan
13.
sinni, Sigríði Sig-
urþórsdóttur, f. 17.
mars 1955. Sigríður
er dóttir hjónanna
Hallveigar Ólafs-
dóttur, f. 19. júlí
1929, d. 15. júní
2019, og Sigurþórs
Sigurðssonar, f. 18.
desember 1926, d.
21. september 2009.
Sonur Sigríðar
og Eyjólfs er Sig-
urður Skúli Eyjólfsson, f. 30.
ágúst 1983, sambýliskona hans
er Hulda Frímannsdóttir, f.
1983. Börn Skúla og Huldu eru
Manúela, f. 2008, Birnir, f. 2011,
og Rúrik, f. 2020.
Eyjólfur bjó alla tíð á Akur-
eyri, fyrsta árið í Háteigi en árið
1952 flutti fjölskyldan í Rán-
argötu 10. Eyjólfur og Sigríður
stofnuðu heimili að Reykjasíðu 3
og bjuggu þar í rúma fjóra ára-
tugi en árið 2020 fluttu þau í
Geirþrúðarhaga 2.
Við vissum í hvað stefndi.
Gerðum okkur vel grein fyrir að
bróðir okkar þyrfti að lokum að
lúta í lægra haldi fyrir þeim
óvægna sjúkdómi sem krabba-
meinið er. Baráttan var snörp
en háð af æðruleysi og dreng-
lyndi, að hætti Eyfa. Þegar kall-
ið kemur er það alltaf jafn sárt
og þungbært. Eyfi átti svo mikið
eftir, að lokinni farsælli starfs-
ævi. En að því er ekki spurt,
það er gömul saga og ný að við
stórum spurningum fást ekki
svör æðri máttarvalda.
Eyfi var yngstur okkar fimm
bræðra og var skírður í höfuðið
á Eyjólfi föðurbróður og Steini
föðurafa okkar. Hann fæddist í
Háteigi í innbænum en var á
öðru ári þegar við fluttum með
foreldrum okkar í Ránargötu 10.
Uppvaxtar- og þroskaárin voru
því á Eyrinni. Stutt var á mold-
arvöllinn austan Akureyrarvall-
ar, þar sem sparkað var í bolta
frá morgni til kvölds. Teningn-
um var kastað og fátt komst
annað að en fótboltinn. Snemma
komu í ljós hæfileikar Eyfa í
boltanum, mikill leikskilningur
og dugnaður.
Hann spilaði ófáa leikina með
KA á ferlinum og einnig var
hann í ÍBA-liðinu, m.a. þegar
bikarinn vannst árið 1969. Ann-
ar ekki síður eftirminnilegur
leikur sem Eyfi tók þátt í var á
Akureyrarvelli 5. ágúst 1982
þegar KA tók á móti stórveldinu
Manchester United. Eyfi fór
fyrir sínum mönnum sem fyr-
irliði en Ray Wilkins leiddi sína
menn til leiks. KA fékk að vísu
sjö mörk á sig en skoraði eitt
gegn Rauðu djöflunum, það
gerði Eyfi úr vítaspyrnu undir
lok leiksins.
Þessi leikur var honum að
vonum eftirminnilegur enda
heimsfrægir leikmenn í hverri
stöðu í liði United.
Þegar ferlinum í KA og ÍBA
sleppti var þó ekki nema hálf
sagan sögð. Þá tók við alvöru
knattspyrna í hinu goðsagna-
kennda liði Early Sunrise, sem
heldur betur markaði sín spor í
knattspyrnusögu norðan heiða.
Til þess að halda góðu líkamlegu
atgervi yfir vetrarmánuðina
voru stífar skallaboltaæfingar.
Síðar heillaðist Eyfi af golfinu
og átti margar ánægjustundir á
golfvöllum hér á landi og erlend-
is.
Hann var náttúrubarn og
naut þess einnig að stunda lax-
veiðar í góðra vina hópi í Skjálf-
andafljóti og Blöndu.
Eyfi lærði prentverk í POB
og starfaði í því fagi í nokkur ár.
Fljótlega eftir að við eldri bræð-
urnir hófum rekstur Hölds leit-
uðum við til Eyfa um að taka að
sér sölu nýrra bíla. Sala nýrra
og notaðra bíla var síðan hans
starfsvettvangur allt þar til
hann lét af störfum hjá Höldi
árið 2019. Eyfi leysti sín störf af
mikilli trúmennsku og var ómet-
anlegur hlekkur í okkar fyrir-
tæki, sem við fáum seint full-
þakkað.
Sárt er að kveðja en góðu
minningarnar ylja. Að leiðarlok-
um þökkum við Eyfa bróður fyr-
ir allt sem hann var okkur öll-
um.
Siggu mágkonu, Skúla syni
þeirra og fjölskyldu og öllum
öðrum ástvinum vottum við inni-
lega samúð okkar.
Vilhelm, Birgir og Skúli.
Í dag kveðjum við elsku,
besta, fallega og góða mág okk-
ar og svila Eyjólf Stein Ágústs-
son (Eyfa).
Nú er langri þrautagöngu
þinni lokið og þú kominn í sum-
arlandið þar sem allt góða fólkið
okkar tekur á móti þér. Það er
mikill tómleiki í hjarta okkar og
minningarnar hrannast upp.
Það er efni í heila bók allar
þær minningar sem hlaðast nú
upp í kollinum á okkur enda
spanna þær yfir 40 ár. Allt frá
kynnum ykkar Siggu, þegar hún
lét mig keyra fyrir utan Þrótt-
aravöllinn í Reykjavík svo hún
gæti bent mér á þennan sæta í
KA-treyjunni á vellinum, og til
kveðjudags.
Allar ferðir okkar norður um
páska á skíði, þar sem við nut-
um höfðinglegra veisluhalda öll
kvöld og tala nú ekki um Sjalla-
ferðirnar.
Samveran í hjólhýsinu ykkar
og svo sumarbústaðnum. Ekki
má gleyma ferðunum á Fiski-
daginn mikla á Dalvík, þar var
alltaf gaman.
Svo tóku við ferðir ykkar til
okkar í Húsafell, sumarhöllina
eins og þú kallaðir bústaðinn
okkar. Þar hlóðstu batteríin.
Maríuerlan þín mætti alltaf á
pallinn og þú muldir fyrir hana
ritzkex sem hún gerði alltaf góð
skil og mýsnar fengu afganginn.
Húsafell átti alltaf stóran sess í
hjarta þínu og ekki síður Borg-
arfjörðurinn þar sem Steinn afi
þinn á sinn legstað í Reykholti.
Síðasta eina og hálfa árið er
búið að vera eitt stórt verkefni
hjá þér og hefur Sigga þín stað-
ið eins og klettur þér við hlið,
staðið vaktina 24/7.
Það er gott að hafa getið stutt
við bakið á ykkur þennan erfiða
tíma og munum við halda utan
um Siggu þína, Skúla og fjöl-
skyldu.
Ljós þitt mun lifa með okkur
elsku brókarlallinn okkar.
Elsku Sigga, Skúli og fjöl-
skylda, aðrir aðstandendur og
vinir, innilegar samúðarkveðjur
til ykkar allra. Minningin lifir.
Kveðja
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin, sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljóss
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós,
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd.
Og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
(Bubbi Morthens)
Sólveig (Solla), Eggert
(Eddi) og fjölskylda.
Eyjólfur Steinn Ágústsson,
eða Eyfi eins og hann var alltaf
kallaður, er eitt mesta gæðablóð
sem ég hef kynnst og aldrei sá
ég hann skipta skapi, nema
kannski ef Liverpool var að
tapa, þá gat hann orðið verulega
illur svo ekki sé meira sagt. Eyfi
spilaði knattspyrnu með ÍBA og
KA um árabil og ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá sem 17
ára kjúklingur að spila með
Eyfa, Elmari Geirs, Donna,
Steina Þórarins, Halla Haralds
o.fl. Þessir strákar höfðu verið
kjarninn í ÍBA og síðar KA og
spilað saman í mörg ár og átt
margar skemmtilegar stundir
saman.
Þarna naut hann sín svo
sannarlega. Eyfi lék oftast
vinstra megin á miðjunni og var
einstaklega teknískur leikmaður
og frábær á boltann, en gat
varla brotið á öðrum leikmanni
svo góðhjartaður var hann.
Einn eftirminnilegasti leikur
Eyfa var klárlega árið 1982 þeg-
ar við KA-menn mættum Man-
chester United á Akureyrarvelli.
Þar var Eyfi fyrirliði og skoraði
eina mark okkar í reyndar 1-7
tapi gegn firnasterku liði rauðu
djöflanna og í þeim leik var Eyfi
reyndar lengstum eins og vinstri
bakvörður sakir mikils sóknar-
þunga andstæðinganna.
Það sama má segja af Eyfa
hvað vinnuna varðaði. Eyfi tók
við starfi bílasala hjá bræðrum
sínum hjá Höldi árið 1979 og var
sölustjóri þar um langt árabil.
Þar fór hann fram með slíkri
lipurð og þjónustulund að aðdá-
unarvert var. Vandamál voru
ekki til staðar, bara lausnir.
Óskir viðskiptavina ætíð hafðar í
hávegum og tekið á móti öllum
með brosi á vör.
Þannig var Eyfi langoftast,
brosmildur, jákvæður og þjón-
ustulundaður fram í fingurgóma.
Starfsferillinn hjá Höldi varði
í hvorki meira né minna en 40
ár en Eyfi lét af störfum árið
2019 þegar erfið veikindi voru
farin að banka upp á alltof
snemma.
Við samstarfsfólk Eyfa hjá
Höldi þökkum honum fyrir sam-
ferðina og sendum Siggu, Skúla
syni hans, Huldu og börnum
þeirra sem og bræðrum hans og
öðrum ættingjum og vinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Eyfa.
F.h. Hölds,
Steingrímur Birgisson.
Eyjólfur Steinn
Ágústsson
✝
Guðrún Jens-
dóttir fæddist
í Vestmanna-
eyjum 13. sept-
ember 1936. Hún
lést 1. apríl 2022 á
dvalarheimilinu
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum.
Foreldrar
hennar voru Jens
Ólafsson vöru-
bifreiðastjóri og
Kristný Valdadóttir húsmóðir.
Þau eignuðust einn son og fjór-
ar dætur.
Guðrún eignaðist fimm börn:
Með Antoni Óskarssyni eign-
aðist hún Guðnýju Lindu, gift
Bjarna Valtýssyni og eiga þau
fjögur börn, ellefu barnabörn og
tvö langömmubörn.
Með Þorsteini Kr. Þorsteins-
syni eignaðist hún Jens Kristin,
giftur Hrafnhildi Hafnfjörð Þór-
isdóttur og eiga þau tvö börn og
fimm barnabörn.
Guðrún giftist Þorbirni Ás-
geirssyni og eignuðust þau sam-
an þrjú börn: Sigríði Katrínu,
látin, eignaðist hún fjögur börn
og tíu barnabörn; Ásgeir, giftur
Guðrúnu Maronsdóttur. Ásgeir
á tvö börn og fjögur barnabörn
úr fyrra hjónabandi;
Hugin Svan, látinn.
Guðrún sleit
barnsskónum í Vest-
mannaeyjum en
fluttist ung til meg-
inlandsins.
Guðrún og Þor-
björn bjuggu á ýms-
um stöðum, þar á
meðal Dalsmynni á
Kjalarnesi, Vill-
ingaholtshreppi,
Vestmannaeyjum, Svíþjóð, Ak-
ureyri og síðast Keflavík.
Guðrún vann ýmis störf, með-
al annars við fiskvinnslu, á
barnaheimilum og í ræstingum.
Síðustu árin var hún við þjón-
ustustörf hjá hernum á Kefla-
víkurvelli.
Á efri árum flutti hún á dval-
arheimilið Hlévang í Keflavík en
árið 2019 flutti hún á dval-
arheimilið Hraunbúðir í Vest-
mannaeyjum, þar sem hún eyddi
síðustu æviárunum.
Útförin fer fram frá Landa-
kirkju, Vestmannaeyjum, í dag
13. apríl 2022, klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á
www.landakirkja.is.
Hlekk á streymi má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Kveðja frá börnum og fjölskyldum,
Jens Kristinn Þorsteinsson.
Guðrún Jensdóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og
útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
húsasmíðameistara.
Við sendum einnig okkar hlýjustu þakkir til starfsfólks
Skjólgarðs fyrir einstaka umönnun og viðmót síðastliðin ár.
Svava Kr. Guðmundsdóttir
Ásta H. Guðmundsdóttir
Jón Guðmundsson
Eiríkur Guðmundsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elsku
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
GUÐMUNDAR KRISTINS
ÞÓRMUNDSSONAR
vélfræðings,
Brekkubyggð 8, Garðabæ.
Katla Kristinsdóttir
Kristinn Jón Guðmundsson
Arnar Þór Guðmundsson Jórunn Viðar Valgarðsdóttir
Guðm. Njáll Guðmundsson Steinunn Björk Halldórsdóttir
Kolbrún Ýr Guðmundsdóttir Árni Jónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn,
TRAUSTI ADAMSSON,
Jaðarsíðu 9, Akureyri,
lést miðvikudaginn 6. apríl.
Útför hans fer fram frá Glerárkirkju
föstudaginn 29. apríl klukkan 13.
Monika Margrét Stefánsdóttir
og fjölskylda
Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir,
HILMAR TRAUSTI HARÐARSON,
Akureyri,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
miðvikudaginn 6. apríl. Útför hans fer fram
frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. apríl
klukkan 13.
Thelma Björk, Andri Dan, Hörður Martin og Eydís María
Hörður Óskarsson Valborg Þorvaldsdóttir
systkini, fjölskyldur og aðrir ástvinir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORSTEINN GUNNAR EGGERTSSON,
lést á Landspítalanum laugardaginn 9. apríl.
Útför verður auglýst síðar.
Ágústa Birna Árnadóttir
Lovísa Sigrún Svavarsdóttir Anton Antonsson
Bjarni Svavarsson Herdís Wöhler
Sigurlaug Þorsteinsdóttir Arnar Hannesson
Árni Þorsteinsson Ragna Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
DORIS J. TÓMASSON,
Miðleiti 3, Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 5. apríl, verður
jarðsungin frá Grensáskirkju miðvikudaginn
20. apríl klukkan 13.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Edda Gunnarsdóttir Bárður Hafsteinsson
Karl Gunnarsson Ása Helga Proppé Ragnarsd.
Rúna Gunnarsdóttir
Ása Gunnarsdóttir Anders Oppheim
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubarn