Morgunblaðið - 13.04.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.04.2022, Qupperneq 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2022 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á Ljósmyndahátíð Íslands á dögunum var opnuð í Myndasal Þjóðminjasafns sýningin Straumnes með ljósmyndaverkum eftir Mar- inó Thorlacius. Straumnesfjall er viðfangsefni Marinós en það stendur milli Aðalvíkur í suðri og Rekavíkur í norðri og er nú hluti af frið- landinu á Hornströndum. Þar byggði og starf- rækti bandaríski herinn ratsjárstöð á tímum kalda stríðsins. Stöðin starfaði aðeins í tæp þrjú ár, frá árinu 1958 til 1961. Hreinsun á fjallinu og nærliggjandi svæðum fór fram árið 1991 í samstarfi hersins og Íslendinga þótt enn megi sjá greinileg ummerki um þessa starfsemi á fjallinu. Marínó Thorlacius ljósmyndaði svæðið í tví- gang, á árunum 2015 og 2019, og á sýningunni birtist sýn hans á það sem enn stendur af rat- sjárstöðinni við ysta haf. „Ægifegurð landsins og síbreytilegt veðrið eru bakgrunnur mynda sem sýna leifarnar af því sem var,“ segir í texta sem fylgdi sýningunni úr hlaði. „Þegar þokunni sem gjarna hangir yfir léttir og birtan opnar sýn yfir sléttan fjallstoppinn má sjá steypuklumpa liggja á víð og dreif. Spýtnarusl og járn hálfgrafið í fjallsbrúninni er eins og staðfesting á þeirri sögu að stöðinni hafi verið rutt fram af fjallinu. Eru þetta ummerki um mengunarslys eða eru þetta menningarsögu- legar rústir?“ Það hefur verið þrekraun að byggja og þjónusta ratsjárstöð á þessum af- skekkta stað, enda gafst herinn fljótlega upp. Marinó Thorlacius sýndi ljósmyndir sínar fyrst árið 2004 og hefur síðan starfað við ljós- myndun. Hann vinnur jöfnum höndum að list- rænum verkefnum og auglýsingaljósmyndun. Myndir hans hafa birst í innlendum og erlend- um tímaritum og á sýningum. Marinó er alinn upp í Örlygshöfn við Patreksfjörð og býr og starfar til skiptis í Reykjavík og á bernsku- slóðum. Hvaða skúlptúrar eru þetta? „Ég hugsaði þessa sýningu alveg frá upp- hafi inn í þennan sal hér í Þjóðminjasafninu,“ segir Marinó þegar við göngum milli form- fastra ljósmyndaverkanna, sem flest eru svarthvít en nokkur í dempuðum litum. „Ég sá fyrir mér stórar myndir, jafnvel þrúgandi, og fannst verkið hæfa Þjóðminjasafninu þar sem í þessu sameinast listin og frásögn. Segja má að merkingin dansi svolítil til. Er þetta menningararfur?“ spyr hann og bendir á eina myndanna sem sýnir inn í rúst á fjallinu. „Hvaða skúlptúrar eru þetta og hvað tákna þeir?“ bætir hann við. Marinó fór fyrst á Straumnesfjall að mynda haustið 2015, einn í rigningu og þoku. Þegar hann var að alast upp í Örlygshöfn heyrði hann fyrst af þessari tímabundnu dvöl manna á fjallinu fyrir og um 1960 og þá að þeir hafi verið að missa þar vitið í einangruninni og stökkva fram af. Seinna las Marinó mast- ersritgerð um ratstjárstöðina og vildi ekki trúa því að það hefði haft svo herfileg áhrif á fólk að dvelja og starfa á fjallinu. „Auðvitað er þetta sérstakur staður en þar er líka ofboðsleg fegurð og friður, og það er friður að vera í friði. Og þokan er svo symbólísk þarna.“ Þokan er einmitt áberandi í mörgum ljós- myndanna og Marinó leggur áherslu á rústina og leifar af manngerðu umhverfi. Og þokan skapar líka aðstæður sem skapa óvissu um það sem er séð eða ekki séð – „sem er það sama að vita og ekki vita. Þetta er bara skynjun“, segir hann. „Fyrst fór ég á fjallið til að upplifa að- stæðurnar en þegar ég fór í annað sinn, 2019, var ég búinn að velta þessu mikið fyrir mér og reyndi að svara spurningum sem höfðu vakn- að. Það stóð aldrei til að skrásetja staðinn eins og heimildaljósmyndari en ég er frekar form- fastur ljósmyndari og þess vegna mótaðist þessi skúlptúraskráning sem blasir við í myndunum og mér finnst falleg.“ Og Marinó segir myndirnar líka birta sína sýn og spurningar um þá hugmyndafræði sem bjó að baki ratsjárstöðinni þar sem voru allt að eitt hundrað manns á þessum stutta tíma. „Hvers vegna voru menn þarna og hvaða til- gang hafði það? Á sínum tíma bauð þetta verk- efni mörgum Íslendingum upp á atvinnu, sem var jákvætt fyrir svæðið. Í dag má líka spyrja hvað er áróður, hvað eru samsæriskennngar – og því mun ég meðal annars velta fyrir mér í bók sem ég er að móta með þessu verkefni og verður líklega aggressífari. Ég á miklu meira efni en ég skar niður í þessa sýningu. Í þessum ljósmyndum dansa ég á mörkum þess að reyna að skilja hvað þetta er og hvað þetta var, og kannski sé ég fegurð í einhverju sem aðrir sjá ekki. Sem ljósmyndari dregst ég að stöðum sem þessum, meðal annars út frá formrænum möguleikum en líka tilfinn- ingum.“ Morgunblaðið/Einar Falur Ljósmyndarinn „Í þessum ljósmyndum dansa ég á mörkum þess að reyna að skilja hvað þetta er og hvað þetta var, og kannski sé ég fegurð í einhverju sem aðrir sjá ekki,“ segir Marinó. Auðvitað er þetta sérstakur staður - Á sýningunni Straumnes í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru ljósmyndir sem Marinó Thorlacius tók af rústum ratsjárstöðvarinnar sem var á Straumnesfjalli - „Þetta er bara skynjun,“ segir hann Skúlptúr Eitt ljósmyndaverka Marinós af Straumnesfjalli, af rústum ratsjárstöðvar. Ný uppfærsla á söngleiknum Cab- aret í London’s Playhouse- leikhúsinu var sigursæl við afhend- ingu Olivier-leiklistarverðlaunanna bresku. Hreppti uppfærslan sjö verðlaun á hátíðinni sem nú var haldin að nýju í Royal Albert Hall í London, eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Cabaret hreppi öll fern leikara- verðlaunin í söngleikjaflokki, Eddie Redmayne fyrir frammistöðuna í hlutverki stjórnanda Kit Kat- kabarettsins og Jessie Buckley sem söngkonan Sally Bowles. Þau unnu fyrir aðalhlutverk og Elliot Levey og Liza Sadovy fyrir bestu frammi- stöðu í aukahlutverkum. Þá var Re- becca Frecknall, leikstjóri upp- færslunnar, valin besti leikstjórinn. Rómuð ný leikgerð Lolitu Chak- rabarti eftir verðlaunasögu Yanns Martels, Life of Pi, sem er á fjölum Crucible-leikhússins, hreppti fimm verðlaun í ýmsum flokkum, meðal annars sem besta nýja leikritið, en sýningin byggist mikið á leik- brúðum. AFP/Justin Tallis Kampakát Leikararnir Jessie Buckley og Eddie Redmayne við komuna á Olivier-verðlaunahátíðina þar sem bæði hrepptu verðlaun fyrir Cabaret. Cabaret hreppti sjö Olivier-verðlaun - Sýning London’s Playhouse sigursæl Glaðningur fyrir tvo, Rómantík á flottu hóteli, Dekurstund, Gourmet á glæsilegum veitingastað, Bröns fyrir tvo og Kósý kvöld eru meðal vinsælla Óskaskrína. Gefðu upplifun í öskju. Fæst í Pennanum Eymundsson, Hagkaup og á oskaskrin.is. 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is ÓSKASKRÍN GEFUR SVOMARGT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.