Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Mikið úrval af öryggisvörum
Verkfæri og festingar
vinnuföt fást einnig í
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga
30 ÁRA Bjarki er Akureyringur, ólst
upp á Oddeyrinni en býr í Lundar-
hverfi. Hann er vaktstjóri hjá álþynnu-
fyrirtækinu TDK Foil Iceland. Áhuga-
málin eru tölvur, íþróttir og fjöl-
skyldan. „Ég spila tölvuleiki með
kunningjunum, m.a. Call of Duty: War-
zone og World of Warcraft, spila fót-
bolta í góðra vina hópi og nýt þess að
eyða tíma með fjölskyldunni.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Bjarka er
Eydís Ósk Pétursdóttir, f. 1995, vinnur
á þjónustusviði Akureyrarbæjar. Börn
þeirra eru Baltasar Leó, f. 2014, Karit-
as Líf, f. 2018, og Mikael Logi, f. 2021.
Foreldrar Bjarka eru Jón Ingi
Cæsarsson, f. 1952, fyrrverandi dreif-
ingarstjóri hjá Póstinum og núverandi formaður Póstmannafélagsins, og
Guðrún Elín Gunnarsdóttir, f. 1956, fv. félagsliði. Þau eru búsett á Akureyri.
Bjarki Freyr Jónsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú getur lagt þig fram til hins ýtr-
asta í dag án þess að stressast. Þú munt
líklega eiga mikilvægar samræður við yfir-
menn þína á næstu vikum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú átt eitthvað erfitt með að gera
upp hug þinn núna. Taktu þig nú til og
skoðaðu í hvaða ástandi þú ert andlega
sem líkamlega.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Eins og þú hefur oft lofað þér að
tala ekki illa um aðra, þá neyðir ábyrgðar-
laus manneskja þig til að brjóta þá reglu.
Með sama áframhaldi getur þú átt ýmislegt
á hættu.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þótt þér finnist þú fær í flestan sjó,
er ekki þar með sagt að þú getir endalaust
bætt á þig verkefnum. Sæktu styrk í viss-
una um að þú ráðir við aðstæður.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú ættir að segja samstarfsmönnum
þínum hvaða hugmyndir þú hefur um starf
ykkar. Einkum og sér í lagi þar sem þér eru
óvenjuljós markmið þín.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Sá sem þú síst áttir von á skýtur nú
upp kollinum og réttir fram sáttarhönd.
Farðu þér hægt og rólega því tækifærin
hlaupa ekkert frá þér.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Ef einhver hneykslast á því sem þú
gerir, haltu þig þá frá honum í vissan tíma.
Gefðu þér tíma til að gaumgæfa málin og
hlustaðu á þá sem eldri eru.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Leggðu þig fram við að bæta
skipulag þitt í dag. Líttu því á björtu hlið-
arnar og láttu allt annað sigla sinn sjó.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú hefur svo sterka löngun til
að kaupa eitthvað að það jaðrar við þrá-
hyggju. Vertu opinn fyrir nýjungum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Ræddu framtíðardrauma þína
við aðra og vittu hvað þeir segja. Mundu
bara að ábyrgð fylgir orði hverju og þá er
þér ekkert að vanbúnaði.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú þarft að fá svolitla upplyft-
ingu og ættir því að fara út á lífið og
skemmta þér. Það bjargar miklu að vera í
góðu skapi.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Taktu umhverfi þitt til gagngerrar
endurskoðunar og drífðu svo í þeim breyt-
ingum sem þér finnast nauðsynlegar.
Landspítalanum o.s.frv.“ Ragnhildur
er enn fremur enn þá lagaprófessor
við skólann en býst ekki við að ná að
landinu. Rektor er fulltrúi skólans út
á við og því tala ég mikið við fyrir-
tæki, nýsköpunargeirann, fólkið á
R
agnhildur Helgadóttir
fæddist 30. apríl 1972 í
Reykjavík, ólst upp þar
og í Frakklandi. „Fyrst
bjó ég í Strassborg 3-4
ára og í Montpellier 6-9 ára og rétt
hjá Montpellier þegar ég var 13 ára.
Franska er því mitt annað mál og hef
ég reynt að halda í þær rætur, var t.d.
í rannsóknaleyfi í Toulouse 2017 sem
var frábært.“
Ragnhildur var í Hlíðaskóla og
Hvassaleitisskóla á Íslandi, gekk svo
í Menntaskólann við Hamrahlíð og
lauk þaðan prófi af tveimur brautum
vorið 1991. Hún stundaði nám í lög-
fræði, eina önn í bókmenntafræði og
lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1997. Hún
starfaði hjá umboðsmanni Alþingis
1996-1998. Ragnhildur lauk LL.M-
gráðu frá Háskólanum í Virginíu
1999, og doktorsprófi í lögum frá
sama skóla 2004. Þá bjó hún í Mont-
réal í eitt og hálft ár.
Ragnhildur hóf störf við þá ný-
stofnaða lagadeild Háskólans í
Reykjavík 2002, og varð prófessor við
hana 2006, deildarforseti 2014, sviðs-
forseti samfélagssviðs 2019 og rektor
HR í september í fyrra. „Á mánudag-
inn verða því komin 20 ár síðan ég hóf
störf við HR. Það eru svo mikil for-
réttindi að hafa komið inn í skóla sem
er í mótun. Ég segi stundum í gríni:
„Sá á fund sem finnur í þeim skilningi
að ef fólk langaði til að gera eitthvað
þá var bara að vinda sér í það. En fólk
þurfti sjálft að vinna vinnuna. Það
hefur verið gaman að taka þátt í upp-
byggingu skólans sem er ótrúlega
sterkur vísindamegin. Jafnframt er-
um við sífellt að endurskoða og efla
námið og tryggja að það nýtist nem-
endum og samfélaginu. Mér finnst
frábærlega gaman að vinna innan um
og með ungu fólki. Nú var þriggja
vikna önn að hefjast svo húsið er fullt
af fólki í verkefnavinnu. Orkan sem
því fylgir gleður.“
Ragnhildur líkir rektorsstöðunni
við það að vera bæjarstjóri. „HR er
með manni og mús 4.200 manna ein-
ing. Rektor stýrir henni, ber ábyrgð á
kjarnastarfseminni, fjármálunum og
stefnumótuninni. Svo er HR stór
vinnustaður, og leikur stórt hlutverk
í atvinnulífi, nýsköpun og vísindum í
kenna mikið sem rektor þótt hún sé
með doktorsnema og birti áfram vís-
indagreinar.
Ragnhildur hefur skrifað fjölda
greina, bækur og ritstýrt bókum og
tímaritum um lögfræði og tengd efni,
á fjórum tungumálum. Má þar nefna
ritstjórn Tímarits lögfræðinga og
Sögu þingræðis, rit um almanna-
tryggingar, fullveldi og nú síðast
grein í sögu Hæstaréttar og aðra í
bók um Legal Complex, sem út kom
hjá CUP nú 2022.
Samhliða starfi við HR var hún
formaður Vísindanefndar vísinda- og
tækniráðs 2015-2022; formaður
samningahóps um dóms- og innan-
ríkismál í samningaviðræðum Ís-
lands við ESB 2009-2013; hefur
dæmt mál ad hoc í héraðsdómi,
Hæstarétti og Mannréttindadómstól
Evrópu, verið leiðbeinandi og and-
mælandi við doktorsritgerðir á Ís-
landi, í Frakklandi og Noregi og
gestakennari í Frakklandi og
Kanada.
Hún var sæmd heiðursdoktors-
Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og lagaprófessor – 50 ára
Stórfjölskyldan Ragnhildur ásamt manni sínum, systur, foreldrum og mági og afkomendum þeirra.
Rektor í kajak og kór
Samstarfskonur Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Ragnhildur og Hafrún
Kristjánsdóttir bregða á leik eftir útskrift í Hörpu.
Til hamingju með daginn
Akureyri Mikael Logi Bjarkason
fæddist 5. október 2021 kl. 10.30 á
Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann var 50
cm langur og vó 3.640 g. Foreldrar
hans eru Bjarki Freyr Jónsson og
Eydís Ósk Pétursdóttir.
Nýr borgari