Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022
„Blómafernurnar komu á markaðinn
árið 1985 í tilefni af 50 ára afmæli
Mjólkursamsölunnar. Hún vildi þá
færa neytendum blóm. Okkur fannst
tilvalið að endurvekja þessa sígildu
hönnun,“ segir Guðný Steinsdóttir,
markaðsstjóri hjá MS. Nýmjólk og
léttmjólk frá MS er nú boðin í versl-
unum í þessum fernum og verður
svo í um mánuð í tilefni af Hönn-
unarMars sem verður dagana 4. til
8. maí.
Vakin var sérstök athygli á blóma-
fernunum í Grósku í gær þegar Jök-
ull Jónsson arkitekt og Tanja Levý,
fata-, búninga- og textílhönnuður,
opnuðu endurvakið eldhús níunda
áratugarins þar sem finna má tíma-
lausa íslenska klassík.
Við þetta tækifæri voru hönnuðir
blómafernanna heiðraðir en það eru
Kristín Þorkelsdóttir, Tryggvi T.
Tryggvason og Stephen Fairbairn.
Þær eru skreyttar með myndefni
eftir listamanninn Eggert Pétursson
úr bókinni Íslensk flóra.
Guðný segir að starfsfólk MS hafi
fengið jákvæð viðbrögð frá neyt-
endum vegna þessa framtaks.
helgi@mbl.is
Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir
Hönnuðir Þau Stephen Fairbairn og Kristín Þorkelsdóttir hönnuðu blóma-
fernurnar frá 1985 ásamt Tryggva T. Tryggvasyni og voru heiðruð í gær.
Hönnuðir blómaferna heiðraðir
- Mjólkurfernur frá 1985 eru tímabundið í búðum
Gróska Hluti af innsetningunni.
Ísland er orðið vinsæll æfingastaður
og vettvangur rannsókna fyrir vænt-
anlegar ferðir til tunglsins og Mars,
samkvæmt nýlegri grein á vefnum
space.com. Vefurinn fjallar um
geimferðir, stjörnufræði og geimvís-
indi. Fram kemur í greininni að það
færist í vöxt að hér séu prófaðir
geimbúningar, gerðar tilraunir með
mögulegar vistarverur til notkunar
úti í geimnum og farartæki sem nota
á annars staðar en á jörðinni.
Rætt er við Daniel Leeb, stofn-
anda Geimvísindastofnunar Íslands
ehf. (Iceland Space Agency), og Atla
Þór Fanndal, framkvæmdastjóra
Space Iceland.
Daniel segir í viðtalinu að gott sé
að gera geimtengdar rannsóknir á
Íslandi vegna fjölbreytts umhverfis
sem á stundum líkist því sem finnst
á öðrum hnöttum. Geimvísinda-
stofnun Íslands hefur m.a. starfað
með DIGMARS-rannsóknateyminu
frá NASA, geimvísindastofnun
Bandaríkjanna. Talið er að ákveðin
líkindi séu með jarðfræði Íslands og
rauðu plánetunnar Mars. Meðal
annars er verið að rannsaka hvort ís-
lensk stöðuvötn geti varpað ljósi á
ferla yfirborðsvatns og jarðvatns í
árdaga á Mars. Rannsókn hófst á
Sandvatni í þessu skyni í fyrra og
verður henni haldið áfram í sumar,
að því er Daniel sagði í samtali við
Morgunblaðið.
Atli Þór Fanndal hjá Space Ice-
land segir við space.com að Ísland
henti mjög vel til æfinga í umhverfi
sem líkist því sem er á tunglinu og á
Mars. Það sé ástæða þess að erlend-
ir aðilar komi hingað til lands til að
undirbúa geimferðir. Fram kemur
að Space Iceland vilji tengja saman
hagsmunaaðila og koma á fót sam-
starfsvettvangi á sviði geimtengdra
verkefna og rannsókna.
Space Iceland hefur ásamt fleir-
um tekið þátt í verkefni sem kallast
CHILL-ICE og snýst um að útbúa
eftirlíkingu af vistarverum í geimn-
um. Það er gert í íslenskum hraun-
hellum. Á heimasíðu Space Iceland
sést að íslenskir námsmenn hafa
fengið stuðning þess til að vinna að
sumarverkefnum. gudni@mbl.is
Ljósmynd/Space Iceland/Chill-Ice
Stefánshellir Vísindamenn komu í
fyrra vegna geimfaraþjálfunar.
Geimbún-
aður próf-
aður hér
- Tvö félög einbeita
sér að geimnum