Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2022, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2022 Hyundai Kona Comfort ‘20, sjálfskiptur, ekinn 15 þús.km. Verð: 4.390.000 kr. 592173 SsangYong Tivoli DLX ‘18, sjálfskiptur, ekinn 72 þús.km. Verð: 2.690.000 kr. 800527 Opel Corsa Enjoy ‘18, sjálfskiptur, ekinn 77 þús.km. Verð: 1.890.000 kr. 446547 SsangYong Korando DLX ‘18, beinskiptur, ekinn 52 þús.km. Verð: 3.190.000 kr. 592154 B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d a - o g te x ta b re n g l. 50 %AFSLÁTTUR AFSÖLULAUNUMÍ MAÍ Komdu og skoðaðu gott úrval bíla á Krókhálsi 9 Okkur vantar þinn bíl á skrá! Vegna góðrar sölu vantar okkur allar tegundir bíla á skrá! Notaðir bílar Sjáðu bílanna á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 4x4 4x4 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g er ekki með annan fótinn í gröfinni þótt ég sé orðin rúmlega sjötug. Maður verður líka að hafa gaman af því sem maður er að gera,“ segir Ágústa Gísladóttir, sem á erfitt með að sitja aðgerða- laus og sneri sér því að fatafram- leiðslu eftir að hún komst á hinn svokallaða aldur. „Þegar maður hættir að vinna hjá öðrum þá fer að banka upp á það sem mann langar að gera. Ég hef alltaf verið með eitthvað á prjónunum, í bókstaflegri merk- ingu, hef prjónað mikið yfir ævina. Mér fannst tími til kominn að prufa að gera eitthvað úr því. Mér fannst nóg til af venjulegum lopa- peysum svo mér datt í hug að fara aðrar leiðir og ég fór því að prjóna stutterma lopapeysur. Í framhald- inu komu grifflur sem ná hátt upp á handlegg og fara vel með stutt- erma peysunum og líka húfur. Ég hef verið að prufa mig áfram og börnin mín hjálpa mér í þessu, þau hvöttu mig til að fara af stað með mína eigin fatalínu. Þau eru dugn- aðarforkar,“ segir Ágústa, sem sjálf býr yfir nægri orku og sló því til. „Ég vildi hafa peysurnar létt- ar og nútímalegar, þær eru ekki nema 100 grömm. Ég nota einfald- an plötulopa sem er óspunninn og viðkvæmur fyrir vikið, en gefur góða tilfinningu. Vinkona mín, Bjarnfríður Jónsdóttir, kom mér til hjálpar og hún prjónar núna peysurnar fyrir mig, en hún er þaulvön prjónakona og mikill snill- ingur. Ég sé aftur á móti um að prjóna fylgihlutina, húfurnar og grifflurnar.“ Vill endurvekja geirfuglinn Í ljósi þess að ekki vilja allir klæðast ull ákváðu þau að bjóða líka upp á mjúka bómullarboli sem eru framleiddir úr 100% óbleiktri og lífrænni bómull. Auk þess eru litarefnin náttúruleg sem notuð eru í áprentuðu myndirnar. „Áprentuðu myndirnar á bolunum eru af vörumerki fatalín- unnar, geirfuglinum, en latneskt heiti hans er Pinguinus impennis. Pinguinus merkir mörgæs, og því köllum við geirfugls-fatalínuna okkar The Icelandic Penguin, eða hina íslensku mörgæs,“ segir Ágústa og bætir við að geirfuglinn sé í raun hin upprunalega mörgæs. „Við búum hér í Grindavík þar sem geirfuglinum er gert hátt und- ir höfði, en talið er að síðasti geir- fuglinn hafi verið drepinn hér í Eldey árið 1844. Við erum með þessu vörumerki að vísa í geirfugl- inn okkar hér á Reykjanesinu, heiðra minningu hans, endurvekja þennan útdauða fugl með þessum táknræna hætti,“ segir Ágústa, sem átti von á fiski í land þegar viðtalið var tekið, en eiginmaður hennar, Hafsteinn Sæmundsson, sem áður var í útgerð, rær nú á trillu, þótt 85 ára sé. „Hann er núna á grásleppu og sonur okkar, Heimir Örn, rær með honum og ég hleyp í skarðið og ræ með Hafsteini ef sonurinn kemst ekki,“ segir Ágústa og bætir við að sonur þeirra Gísli Ari hafi hannað vörumerkið, The Icelandic Peng- uin. „Hann er líka ljósmyndari og tekur allar myndir fyrir mig. Þetta er allt á byrjunarstigi, við erum að safna upp í lager. Við byrjuðum að undirbúa og græja þegar covid var en erum ekki byrjuð að selja. Ég vona að ferðamennirnir sæki í þetta, þá er um að gera að hafa flíkurnar léttar og fallegar úr ynd- islega íslenska lopanum okkar.“ Svalt Hinar háu grifflur ná alveg upp að stuttum ermum peysunnar. Bolur Síðerma bolur úr 100% óbleiktri lífrænni bómull með geirfugli. Töff Stutterma lopapeysurnar henta fólki af öllum kynjum. Geirfuglinn er íslenska mörgæsin „Ég hleyp í skarðið og ræ með Hafsteini ef sonur okkar kemst ekki,“ segir Ágústa Gísladóttir sem vílar ekki fyrir sér að fara á grásleppuveiðar með eiginmanninum. Hún tók sig líka til og hannaði nýja fatalínu, The Ice- landic Penguin, eða hina íslensku mörgæs. Ljósmyndir/Gísli Ari Hafsteinsson Ágústa Aldeilis ekki af baki dottin þótt aldur færist yfir, prjónar alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.